Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 9
HVERNIG BEITA ÞAU
SÉR GEGN STREITU?
FER í
SÖNG-
TÍMA TIL
ÍTALÍU
Sigrún Hjálmtýsdóttir, óp-
erusöngkona og tvíbura-
móðir:
„Það skapast oft öngþveiti
á heimilinu þegar verið er að
fara af stað í vinnuna því fyrst
þarf að hafa sig og börnin til,
koma svo börnunum á einn
stað og okkur hjónunum á tvo
aðra staði en við eigum bara
einn bíl. Ég nota ekki klukku
vegna þess að tíminn er minn
mesti streituvaldur og ég er
alltaf á útopnu en þarf samt
að halda stóískri ró til þess að
geta skilað mér til áheyrenda.
Æfingar eru oft erfiðustu tíma-
bilin mín því að þær eru þrí-
skiptar, á morgna, síðdegi og
kvöld, og það er hart að vita
af krökkunum sínum á þvæl-
ingi. Ég átta mig oft ekki á því
fyrr en eftir á að streitan er
komin í hámark. Þá gefur sig
eitthvað í skrokk eða sál eftir
mörg viðvörunarmerki sem
maður lætur alltaf sem maður
heyri ekki. Ég kann heldur
ekki að segja nei - eins og
dæmigerð kona er ég alltaf að
reyna að gera öðrum til hæfis.
Næst tekur við hjá mér að
fara í söngtíma úti á Ítalíu þar
sem að ég ætla að reyna að
safna upp kröftum fyrir næstu
verkefni. Á Ítalíu er mikil orka
í andrúmsloftinu, enginn sími
til að trufla né þvælingur á
milli staða. Þótt ég sé ekki í
algerri slökun þar næ ég samt
að hlaða mig nauðsynlegri, já-
kvæðri orku.“
VIÐHORF
VINNUR
GEGN
STREITU
Halla Jónsdóttir, kennir við
sérdeild Melaskóla, heldur
sjálfsstyrkingarnámskeið,
er fyrirlesari og veitir sál-
gæsluviðtöl, auk þess sem
hún er í doktorsnámi í hug-
myndasögu og tveggja
barna móðir:
„Það er líklega lífsviðhorf
mitt sem mest vinnur gegn
streitu hjá mér ásamt því að
mér er tamara að leita að
lausn mála en að velta mér
upp úr kvíða. Ég er trúuð og
lifi daglegu bænalífi, þar sem
á hverjum degi er gert upp
bæði við Guð og menn. Bæn-
in er undravert tæki til að
koma ró á hugann og finna til
kyrrðar og friðar eftir anna-
saman dag. Ég er mér mjög
meðvitandi um að vissa hluti
hafi ég ekki á valdi mínu; og á
ég þar við sjúkdóma, líf,
dauða og viðhorf annarra.
Þess í stað leitast ég við að
láta hverjum degi nægja sína
þjáningu. Efnisleg gæði mín
og eignir valda mér aldrei
andvöku og ég nota hvorki tó-
bak né áfengi þannig að ég er
líka laus við þann streituvald.
Ég geng reglulega, gjarnan
Ægisíðuna, og helst ein til að
njóta náttúrunnar. Góð tónlist,
Ijóð og kyrrð ásamt trúnni og
samskiptum við góða vini eru
mér óþrjótandi orkulindir en
auk þess hef ég undanfarið ár
reynt að temja mér það við-
horf Suður-Ameríkana að tím-
inn hlaupi ekki frá okkur held-
ur komi til okkar, því þessu
trúi ég staðfastlega.“
FER í
FERÐALAG
Ögmundur Jónasson er
formaður BSRB, kennir
stundakennslu við Háskóla
íslands og er þriggja barna
faðir:
„Einhvern tímann hlustaði
ég á útvarpsþátt þar sem
menn voru spurðir hvort þeir
væru í streitustarfi. Ég held að
allir hafi talið að einmitt þeirra
starf væri mesta streitustarfið
í þjóðfélaginu. Ætli skýringin
sé ekki sú að við búum í þjóð-
félagi hraða og streitu. Þess
vegna eru allir meira eða
minna stressaðir, hvaða starfi
sem þeir gegna. Þetta er þó
nokkuð sem rýkur burt með
vindinum ef menn ná að af-
tengja sig hinni daglegu önn.
Mér hefur reynst óbrigðult ráð
til að hvílast að fara í ferðalag
með fjölskyldunni út á land,
helst með tjald. Að búa í tjaldi
er að aftengja sig öllu. Það er
hin fullkomna hvíld. Annars er
ég með ákveðna kenningu
um streitu, ég er ekki sam-
mála því sem oft heyrist hald-
ið fram, að sumum störfum
fylgi meiri streita en öðrum.
Eg held að þetta sé ekki
spurning um starfið heldur
manninn sjálfan og hversu vel
hann ræður við viðfangsefni
sín og hver afstaða hans er til
vandamála sem upp kunna
að koma. Ef við ráðum ekki
við það sem við erum að gera
eða erum óánægð með hlut-
skipti okkar þá fylgir því
streita sem getur verið mjög
slítandi. Ætli flestir þekki ekki
þessa tilfinningu. Ætli skiptist
ekki á skin og skúrir í lífi okkar
flestra. Þess vegna erum við
stundum stressuð og stund-
um laus við stress."
besta meðalið fyrir þá sem
finnst þeir útbrunnir. Það er
líka nauðsynlegt að fá að
þiggja öðru hverju, til þess að
geta haldið áfram að gefa af
sér.
GLEÐIN ER BESTA
MEÐALIÐ
Náttúruvísindarannsóknir eru
nú farnar að viðurkenna sam-
bandið milli gleði og heilbrigði.
Allar rannsóknir benda til
þess að eitt atriði sé mikil-
vægara en nokkurt annað
sem mótvægi við streitu. Það
er mannleg hlýja. Ef benda
mætti á eitthvað eitt, sem vert
væri að verja frítímanum í, þá
væri það að rækta vináttu.
Verulega góðir vinir eru mikil-
vægari en þúsund aðkeyptir
hlutir.
En hreyfing? Jú, hún er
mikilvæg. Það er þó ástæðu-
laust að ofreyna sig. Tíu mín-
útna göngutúr á dag nægir.
Hreyfing er af hinu góða
vegna þess að hún nýtir um-
framorkuna sem safnast upp
þegar við erum stressuð.
Verið eins mikið úti í náttúr-
unni og þið getið! Náttúran
hefur lífgefandi, róandi áhrif á
spenntar, þreyttar sálir. Nátt-
úran er andstæðan við allt hið
vélræna í nútímasamfélaginu,
sem dregur máttinn úr svo
mörgum.
Hlustið á tónlist! Tónlist get-
ur komist inn fyrir spennta
brynjuna og hitað okkur upp.
Umfram allt - reynið að rækta
gleðina, á allan hátt!
„Ég tel að gleðin komi inn-
an frá,“ segir Katrín, „og þar
með álít ég mikiivægt að hver
og einn skapi eigin gleði. Það
er svo misjafnt hvað það er
sem gleður hjartað og því
verður hver og einn að svara
fyrir sig en allt of margir ætl-
ast tii þess að vinir, ættingjar
og umhverfi færi þeim ham-
ingju og gleði. Ég heid að
margir finni til reiði út í sjálfa
sig þegar þeir eldast og líta til
baka,“ heldur hún áfram.
„Hvers vegna var fólk á þess-
ari hraðferð í gegnum lífið?
Hvers vegna sá það ekki í
tíma hvað það er sem gefur
lífinu gildi?"
Það er ekki hægt að vera
gott foreldri ef maður getur
ekki slakað á. Það er ekki
hægt að byggja upp djúp
sambönd ef maður finnur ekki
til innri friðar, er ekki í sam-
bandi við sjálfan sig.
Líklega er tími til kominn að
við spyrjum okkur einnar mik-
ilvægrar spurningar: í hvað
viljum við eiginlega nota þetta
eina, stutta líf okkar? □
4.TBL. 1993 VIKAN 9