Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 14

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 14
Sonurinn Skúli Haukur er elstur, níu ára, Hjördís Hugrún er sex ára og Heiðdís Hanna verður þriggja ára í apríl. „Þannig að ég er mjög rík, á yndislegan mann og börn,“ bætir Ólöf Rún við og fer ekkert nánar út í þá sálma. En víst er hún rík. Áfram með námshjal. LÆRÐI I KALIFORNÍU Blaðamanni þykir vitaskuld alveg nóg um eina háskóla- gráðu en Ólöf Rún lét ekki við B.A. sitja, hún fór hinum megin á hnöttinn til að læra meira. „Eftir háskólanám hór heima fórum við til Kaliforníu þar sem ég fór í framhalds- nám í fjölmiðlafræði með sér- hæfingu í fréttum í útvarpi og sjónvarpi, við háskólann í San Jose, fyrir sunnan San Francisco. Þar var ég í mastersnámi í tvö ár en eins og fleiri á ég lokasprettinn eftir, sem er síðasti kaflinn f M.A. ritgerðinni. Á hinn bóg- inn var mjög gott að vera í sólinni úti í Kaliforníu eins og nærri má geta. Þar eignuð- umst við marga góða vini víðs vegar að úr heiminum og höldum enn sambandi við suma af þeim.“ ▼ Frétta- stöllurnar fara yfir lesmáliö fyrir frétta- tímann. til starfa frá suðrænum löndum. Ólöf Rún fór út í alls kyns fjölmiðlastörf, fyrst hjá Stöð 2, síðan við greinaskrif í Heimsmynd, þá fór hún til Bylgjunnar og byrjaði eftir þá viðveru hjá Sjónvarpinu. Fyrst í stað var hún einungis við sumarafleysingar og enn- fremur einn vetur með Leifi Haukssyni í morgunútvarpi. „Það var fínt nema hvað mér þótti skelfilega erfitt að vakna því verði að líða vel þrátt fyrir allt tilstandið. „Manni má náttúrlega ekki líða skelfilega illa en auðvitað er alltaf ákveðið álag en það er mikilvægt að fréttamaðurinn geti verið hann sjálfur og fundið hjá sér góða tilfinningu gagnvart þessu. Ég veit ekki hvort ég má líkja þessu við hlutverk í leikhúsi. Frétta- maðurinn má bara ekki týna sjálfum sér. Þá er hætt við að Við skólann lærði ég ýmislegt um fjölmiðla, annars vegar kenningar og bók- menntir um fræðin og hins vegar vorum við látin skrifa fréttir, taka myndir og setja myndir og texta saman inn á band svo úr yrði ein heild. Þannig kynntist ég ýmsum hliðum á vinnslu frétta og það kemur sér vel. Aðstæður höguðu því síðan þannig að við þurftum að fara heim og tímaáætlunin brást. En mér fannst mjög gaman að þessu og yndislegt að vera í Kaliforníu þó ég geti ekki hugsað mér að búa annars staðar en hér á íslandi þegar til lengdar lætur.“ FiÖLMIÐLAFLÓRAN Þegar hér var komið sögu í lífshlaupinu voru börnin orðin tvö og hjónin komin aftur heim svona snemma á morgnana," segir Ólöf hlæjandi en 1989 fór hún endanlega til Sjón- varpsins. „Mér líkaði mjög vel hjá útvarpinu og fannst dálftið erfitt að ákveða að rífa mig upp þaðan og fara í sjónvarp þó ég hefði mikinn áhuga á að vinna þar. Mér fannst að vissu leyti gott að hafa þennan huliðshjálm sem útvarpið veitir manni." Hvernig er byrjanda ráðstafað í sjón- varpsfréttum? „Hann fer nú yfirleitt ekki beint í beinar útsendingar enda væri það ill meðferð. Gjarnan vinnur hann fréttirnar og les inn á þær fyrirfram á bak við tjöldin. Síðan þegar fréttamaðurinn er settur í að lesa fréttirnar fyrir framan myndavélarnar þarf það ekki endilega að þýða að hann sé farinn að vinna neitt meira en áður eins 09 sumir hafa haldið,“ segir Olöf en hún og félagar hennar á fréttastofunni skipta með sér vinnunni á tólf tíma vöktum, frá níu til tuttugu og eitt eftir kerfi sem við skulum ekki fara nánar út í hér. MÆTTI ALVEG MÁLA Stundum er sagt um fólk sem langar að starfa við sjónvarp fyrir framan myndavélar að trúverðugleikinn glatist. Og álagið birtist síðan í mörgum myndum," segir Ólöf og hlær við þegar hún er spurð hvort spennan birtist í því að hún talar við sjálfa sig, sem hún gerir vissulega og sagt er frá hér að framan. „Jú, það er ákveðin hrynjandi í deginum þar sem álagið eykst jafnt og þétt og ég hef til dæmis orðið vör við það hjá fleirum á fréttastofunni að þeir tali við sjálfa sig þegar nær dregur fréttatímanum." Hvað um aðstöðuna? „Ja, maður hálfskammast sín þegar fólk kemur þangað í fyrsta sinn. Við erum reyndar alltaf á leiðinni að flytja og höfum verið það síðan ég byrjaði. Ætli það sé ekki fjárskortur eða eitthvað slíkt sem hamlar því. Samt mætti alveg mála húsnæðið. Andinn er góður og á fréttastofunni vinnur margt gott fólk sem leggst á eitt við að gera hlutina vel.“ Hvað um sam- keppni? „Það þarf alls ekki að vera slæmt að hafa sam- keppni meðan hún er sann- gjörn. Svo er mikið rætt um uppbyggingu fréttatíma og innihald. Mér finnst nauð- synlegt að segja líka fréttir af hlutum sem breyta kannski ekki stöðu heimsmálanna eða eru af fjárlagahalla og alþingi. A í stóln- um hjá FríAu vind- ur Ólöf Rún ofan af sér stressiö. Og oft eru það slíkar fréttir sem standa upp úr hjá fólki. Engu að síður verður fréttamaður að vera ábyrgur í því sem hann er að gera og við höfum þá reglu vitaskuld í heiðri. Fréttamenn eru þó auðvitað mannlegir eins og aðrir og það er mannlegt að gera mistök - þau verða bara að vera sem fæst.“ HÆTTULEG MISTÖK Talandi um fréttatíma, völva Vikunnar spáði því að þið mynduð færa fréttatímann til klukkan tíu. Hvað segirðu um það? „Ég held að hún hljóti að hafa misreiknað sig eitthvað þó ég sé auðvitað bara í fótgönguliðinu ef svo má segja og geti lítið tjáð mig um slíkar tilfærslur. Én ég hef enga trú á því að sú verði raunin,” svarar Ólöf og glottir góðlátlega út í annað að þessum hugleiðingum hinnar forspáu. Taka tvö. „Það veltur mjög mikið á því til dæmis að samvinna fréttamanns við tökulið sé góð og tökumaðurinn metur það ásamt fréttamanni hvort upp- takan heppnaðist eða ekki. Ég tel líka að það skipti mjög miklu máli að maður sýni viðmælendum sínum kurteisi. í rauninni er enginn skyldugur að koma í viðtal og ég held að ein hættulegustu mistökin, sem fréttamenn geta gert, sé að setja sig á háan hest. Auðvitað geturðu verið ýtinn en kurteis samt sem áður og oft þarf að sannfæra viðmæl- endur um að það sé ekki eins og að fara til tannlæknis að koma f sjónvarpsviðtal. Hins vegar geta komið upp erfiðar aðstæður ef þarf að taka viðtalið oftar en einu sinni og vissulega hlýtur að vera erfiðara að vera sá sem spurður er en sá sem spyr. Mér finnst til dæmis mjög einkennilegt að vera í þeim sporum sem Vikan er búin að setja mig núna." EKKI SKEMMTIDAGSKRÁ Hvað um fréttamat? „Mér finnst kostur að við erum ekki að velta okkur upp úr hlut- unum og ég veit að í erlend- um fréttum nota fréttamenn ekki það hrikalegasta sem kemur inn. Hins vegar er ég í innlendum fréttum og þar eigum við yfirleitt ekki við þetta vandamál að stríða. En við reynum auðvitað að vera með fréttir af því sem efst er á baugi. Það leiðir síðan af sér að fólki finnst mikið um 14VIKAN 4.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.