Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 46

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 46
DULARÖFL TILVERUNNAR Mér hafa borist mörg bréf þar sem verið er að halda fram sambandi fólks við svokallaðar hulduverur í tilveru manna. Það er ekki verið í þessu sambandi að tala um hlut látinna í til- veru lifenda heldur þátt öðruvísi og leyndar- dómsfullra einstaklinga í okkar veröld, þeirra sem eiga sér, að því er virðist, heimkynni á annarri tíðni, í heimi sem óneitanlega telst bæði dulrænn og sérkennilegur. Þaö er því sjálfsagt að gefa þeim fyrirspurnum lesenda JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ sem hlaðist hafa upp og varða einmitt huldu- fólksheima dálítinn gaum hér í umfjölluninni á eftir. Við skoðum lítillega hvað rétt liðlega tví- tugur sveitapiltur, sem kýs að kalla sig Stein, hefur um þessi sérstöku og vissulega leyndar- dómsfullu mál að segja. Steinn byrjar bréf sitt á þessum orðum: „Kæra Jóna Rúna! Vonandi sérð þú þér fært að fjalla einhvern tíma á síðum blaðs- ins um huldufólk og heimkynni þess. Þannig er nefnilega aö ég hef frá því að ég var lítill drengur séð huldufólk og finnst eins og ég sitji frekar einn með þessa reynslu mína. Það má segja að ég sé það sem kallað er heldur einrænn og dulur. “ SKYGGNI INN Í DULARHEIMA Steinn virðist, eftir því sem hann segir, lifa jöfnum höndum í þessum tveim víddum eða veröldum sem verið er að tala um, sem sagt í venjulegum mannlegum veruleika, ásamt því að hafa þessa sérstöku sjón eöa kannski öllu heldur skyggni á heim í sérstakri vídd sem í búa hinar ýmsu verur eða öfl. Hann tiltekur sérstaklega huldufólk sem staðreynd um líf sem honum hefur hlotnast að taka óbeinan þátt í með sérstakri skyggnigáfu sem ekki er tiltölulega fáum gefin. Til er fólk sem virðist aftur á móti einungis skynja eða sjá þessar hulduverur við viss skilyrði eða af einhverju sérstöku tilefni. Mjög margar slíkar frásagnir fólks af samskiptum við huldufólk virðast til dæmis einungis tengjast draumlífi þess. Við vitum auk þessa flest að skyggnigáfa getur beinst að lífi að loknu þessu eða inn í heim látinna þar sem allt annar og ööruvísi dulinn veruleiki er til staðar, veruleiki sem skyggnt fólk hefur oftar en ekki upplýst lifendur um. HJÁLPLEGAR HULDUVERUR OG DULRÆNN ÁHUGI Steinn bendir á að þessar verur hafi iðulega hjálpað sér. Þannig samskipti viö huldufólk kann hann augljóslega að meta. Hann tínir til ýmis atvik í því sambandi, eins og til dæmis að hafi hross eöa kind tapast hafi hann að minnsta kosti fimm sinnum á stuttum tíma getað upplýst um aðstæður dýrsins fyrir til- stuðlan og góðar ábendingar vina sinna í hópi huldufólksins. Hann hvetur mig til að fjalla eins mikið og hægt er um þessi dularfullu mál tilverunnar eins og hann kallar þetta. Hann vill meina að áhugi íslendinga á því dulræna í til- verunni sé óumdeilanlegur. Vonandi fær Steinn einhverja viömiðun að 46 VIKAN 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.