Vikan


Vikan - 25.02.1993, Page 51

Vikan - 25.02.1993, Page 51
að er óhætt að segja að hjónaleysin Tómas Hermannsson frá Ak- ureyri og Ingunn Gylfadóttir úr Reykjavík kalli ekki allt ömmu sína þegar kemur að frama- poti í poppbransanum. Þau eru algerir nýgræðingar í tón- list eins og þau orða það sjálf og segjast hvorki hafa samið né flutt tónlist fyrr en nú. Hér má segja að gamla sagan um eplið og eikina sé á ferðinni því faðir Ingunnar er Gylfi Gunnarsson, tónlistarkennari og fyrrum liðsmaður Þokka- bótar, og afi Tómasar var hinn þjóðkunni Árni úr Eyjum sem er látinn. Draumur, sem í raun var aldrei til, hefur orðið að veru- leika. Þau skötuhjú áttu hvorki meira né minna en tvö lög af tíu í undankeppni Evróvision- keppninnar sem fram fór á dögunum og það sem verra er, Ingunn syngur bæði lögin. Flestir þakka fyrir að koma einu lagi áfram í keppni af þessu tagi en þau létu sig ekki muna um að skella inn tveimur. Tómas varð fyrir svörum þegar Vikan fékk að heyra um aðdragandann að ævintýrinu mikla. BYRJUÐU SAMAN I SUMAR „Þetta var alveg með ólíkind- um og enginn skyldi halda því fram í mín eyru að kraftaverk gerist ekki nú á dögum. Ég hef fyrst og fremst notað gít- arinn til að halda uppi stuðinu ( sjálfum mér og hugsanlega öðrum þar sem haldin hafa verið partí og mannfagnaðir af ýmsu tagi. í gegnum tíðina hef ég sett saman hljóma og slíkt eins og gengur en þar eð sönghæfileikar mínir eru væg- ast sagt af skornum skammti hefur enginn fengið að heyra útkomuna." Tómas verður nú dreyminn á svip og annarlegt blik kem- ur í augun á kauða. Hann heldur svo áfram: „Það var síðan í sumar sem leið að söngkonan kom syngjandi inn í líf mitt; eins og engill af himni sendur. Þar eð ég hafði aldrei séð snótina fyrr en í sumar hafði ég engan tíma fyrir gítarinn fyrsta mánuðinn af okkar sambandi. Sólar- hringurinn varð skyndilega svo stuttur. Síðan, þegar nýjabrumið fór að fara af, fór- um við að glíma við tónlistina í sameiningu. í fyrsta skipti gat ég opinberað list mína fyrir öðrum.“ LAGIÐ ÉG BÝ HÉR ENN VARÐ TIL EINA NORÐLENSKA SUMARNÓTT. ÞAU HÖFÐU BÆÐI VERIÐ AÐ VINNA í SJALLANUM Ein LAUGARDAGS- KVÖLDIÐ, SETTUST NIÐUR EFTIR BALL OG BYRJUÐU AÐ SEMJA. FIMM MÍNÚTUM SÍÐAR VAR LAGIÐ TILBÚIÐ. RÉTT FYRIR FORLEIKINN Tómas segir þau Ingunni hafa byrjað að kyrja saman þegar komið var í rúmið á kvöldin og það þróast út í það að gítarinn var tekinn fram. Lagið Ég bý hér enn varð til eina norð- lenska sumarnótt. Þau höfðu bæði verið að vinna í Sjallan- um eitt laugardagskvöldið, settust niður eftir ball og byrj- uðu að semja. Fimm mínútum síðar var lagið tilbúið. „Ég hafði verið að pressa á Ingunni að við sendum inn lag í Landslagskeppnina og það varð úr að við reyndum. Stemmningin var sérstaklega góð þessa nótt og ég held að fyrir þá sem ætla sér að semja sé tíminn sem gefst rétt fyrir forleikinn sá eini rétti.“ Lagið var komið en parið unga átti í miklum erfiðleikum með að hnoða einhverju sam- an úr tungumálinu, sem pass- að gæti við lagið. „Friðfinnur bróðir minn hafði ætlað sér að semja texta fyrir okkur en ein- hvern veginn dróst það alltaf. Sunnudagseftirmiðdag, eftir bíltúr og ís, settumst við þrjú niður og hömruðum þetta saman. Hugmyndin var Frið- finns, orðin okkar allra.“ Hitt lagið eftir þau ( keppn- inni heitir Brenndar brýr og er texti þess lags eftir Odd Bjarna Þorkelsson sem á texta við annað lag f keppn- inni. HÉLT VART VATNI OG VINDI „Eftir að lagið Ég bý hér enn varð til var vandamálið að gera eitthvað úr því. Okkur langaði að vanda til verka og því var ekki nóg að flytja það „hrátt“ inn á band og senda það þannig. Við urðum að fá einhvern til að útsetja það en okkar höfuðverkur var sá að við þekktum engan hér fyrir norðan sem gæti útsett fyrir okkur og aðstoðað við „demo“upptöku.“ Einhvers staðar stendur að neyðin kenni naktri konu að spinna og líklega má segja að tónlistarleg nekt popparanna hafi orðið til þess að þau urðu að fara að spinna. Galdravef- ur var spunninn og Kristján Edelstein, hinn þekkti gítar- leikari Skriðjökla, flæktur í hann. „Við röltum svellköld til Kristjáns, bönkuðum upp á og ég sagði: „Blessaður, Kristján, við erum með væntanlegt sig- urlag Landslagskeppninnar í farteskinu." Hann tók okkur ó- trúleg vel en hefur örugglega velt því fyrir sér í fyrstu af hvaða hæli við hefðum slopp- ið. Hann hafði aldrei séð okk- ur áður, hvað þá meira, bauð okkur inn í kaffi og sagðist gjarna vilja heyra lagið við tækifæri. Nokkrum dögum síðar vorum við aftur mætt, ég svo stressaður að ég hélt vart vatni og vindi en lét þó ekki bugast. Kristjáni leist vel á lagið, jafnvel þótt flutningur okkar á því bæri vitni um um- talsverðan sviðsskrekk, sagð- ist skyldu sjá hvað hann gæti gert og hefur gert frábæra hluti fyrir okkur síðan. Þar er mikill listamaður á ferð." Draumurinn um að komast áfram í Landslagskeppninni varð að engu og málið fór í salt. „Við hættum að hugsa um frægð og frama á poppsviðinu, allt þar til farið var að auglýsa eftir lögum í Evróvision. Við áttum tilbúið lag, sömdum annað og feng- um Odd Bjarna til þess að semja texta, Kristján og Geir Gunnarsson útsettu og lögin voru send.“ HALTU KJAFTI. . . Að sögn Tómasar hvarflaði ekki að þeim að lögin kæmust áfram og því var ekki að undra þótt Tómas brygðist ó- kvæða við þegar einhver ó- knyttadrengur, að því er hann hélt, tilkynnti honum að þau ættu tvö lög í Evróvision. „Síminn hringdi síðla dags og ég vaknaði við hringing- una. Ég á það til að leggja mig þegar ég kem örþreyttur heim eftir gríðarleg átök á lokasprettinum í Verkmennta- skólanum. Það er ekki slegið slöku við þar þótt verið sé að reyna fyrir sér á poppvíg- stöðvunum. Já, ég þyki af- bragðs námsmaður. En nóg um það. í símanum var þessi maður, Sigmundur Örn, kynnti sig, að mig minnir, sem aðstoðardagskrárstjóra Ríkis- sjónvarpsins og sagði að við Ingunn ættum tvö lög af þeim tíu sem valin hefðu verið til þess að keppa um sætið á ír- landi. Ég var syfjaður og fyllt- ist hálfgerðri gremju yfir þessu, sem mér þótti alls ekki fyndið, reiknaði með því að einhver félagi minn væri að gera grín að mér og ég held hreinlega að ég hafi sagt manninum að halda kjafti og vera ekki með þessa stæla. Sigmundur gaf sig hvergi, sagði mér eitthvað um fram- kvæmdina og kvaddi síðan. Hann viðurkenndi aldrei að um spaug væri að ræða. Ingunn var í Háskólanum á fyrra misserinu nú í vetur og ég hringdi því í hana suður og sagði henni fréttirnar. Ég var frekar ánægður með gang mála enda hafði ég komist að þvi að svona hlyti að vera ( pottinn búið fyrst enginn fé- laga minna viðurkenndi að hafa hringt. Hún átti ekki orð yfir hvað ég væri vitlaus að láta plata mig og lét hvorki laust né fast fyrr en ég hafði hringt í Sigmund Örn niður í sjónvarp til þess að fá þetta staðfest.“ BLAUTA BAK VIÐ EYRUN „Þegar mesta sjokkið var af- staðið fórum við að velta mál- unum fyrir okkur af alvöru. Þetta er gríðarleg hvatning til þess að gera meira. Það er stór munur á því að vera að gutla einn með gítarinn heima ( herbergi og að heyra lögin spiluð á útvarpsstöðvunum. Menn hafa verið að senda inn lög ár eftir ár og svo komum við, enn rennblaut á bak við eyrun í bransanum, og kom- um tveimur lögum inn. Okkur fannst - og finnst - hvorugt þessara laga vera í þessum hefðbundna Evróvisionstíl og reiknuðum þvi aldrei með að þau næðu langt. Við unnum fullnaðarsigur með þvi einu að komast ( undankeppnina. Meira þurftum við ekki.“ Framtíðin hjá þessu unga pari er óráðin á tónlistarsvið- inu en ef marka má orð Tómasar eru draumarnir þó ekkert frekar tengdir tónlist. „Ég hef þótt framúrskarandi sem knattspyrnumaður og námsmaður er ég af Guðs náð. Það er því bara bónus að fá að vera poppari eina kvöldstund, hvað svo sem síðar verður.“ □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.