Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 15

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 15
krepputal og neikvæð um- ræða í fréttum. Mér finnst ekkert sérlega gaman að sitja og flytja fólki váleg tíðindi í sífellu. Ég vil þá reyna að finna eitthvað jákvætt á móti þó þetta séu fréttir en ekki skemmtiefni og það verðum við alltaf að hafa í huga.“ En hvenær á að brosa? „Það fer nú bara eftir því hvenær maður telur ástæðu til. Það verður að vera einhver meining í því en reglur um slíkt eru ekki til eða upp- skriftir. Hver hefur sína aðferð og það er ekki hægt að setja fram neinar algildar forskriftir. Aftur á móti getur fólk verið illa fyrir kallað eins og gengur þannig að það þurfi að setja sig í ákveðið ástand. Segjum til dæmis á gamlársdag þegar ég settist í stólinn í myndveri. Klukkuna vantaði tvær mínút- ur í eitt. Ég vissi varla hvort ég sneri fram eða aftur í stóln- um, blaðaði í ofboði gegnum blöðin og talaði við mynd- stjórn í leiðinni. Og þegar kveikt var á vélunum þurfti ég að láta eins og ég hefði allt á hreinu og væri búin að bíða eftir útsendingunni allan morguninn. Við megum ekki gleyma því að þetta að sitja í myndveri og lesa fréttirnar í útsendingu er ekki nema sáralítill hluti af vinnunni. Á bak við hverja mínútu í fréttatíma liggja margir klukkutímar í vinnu. Mér finnst mjög gaman að fara út á land að vinna fréttir svo dæmi sé tekið og tel að það mætti gera mun meira af því. Og auðvitað koma dagar þegar búið er að spenna bogann of hátt með fimm til sjö dögum á tólf tíma vöktum en það gerist öðru hverju. Þá er orðið harla lítið um orku, hvort heldur sem er andlega eða líkamlega." FLUGVÉLAR OG PÚSTKERFI Hvað um stjórnmál. Er Ólöf Rún einhvers staðar flokksbundin? „Nei, það kæmi aldrei til greina fyrir frétta- mann sem tekur sjálfan sig alvarlega að vera flokks- bundinn. Það gengur aldrei upp í mínum huga,“ svarar Ólöf harðákveðin og rekur þar með spurninguna aftur á bak ofan í Vikuspyrilinn sem kyngir ósköp létt og býður Ólöfu bara meira kaffi, voðalega kurteis og vænn. Hún þiggur sopann, glettin. „Pólitík er leiðinleg tík og við skulum ekki ræða hana neitt frekar," bætir hún bros- andi við, dálítið stríðnisleg og það tækifæri er gripið fegins hendi til þess að taka upp léttara hjal. Minnisstæð atvik? „Já, stundum er talað um lög- mál Murphys sem gengur út á það að ef eitthvað getur farið úrskeiðis þá fer það úrskeiðis. Og það er ekki óalgengt að þegar kveikt er á vélinni og viðtal á að hefjast þá flýgur flugvél yfir. Við vorum einu sinni að taka viðtal utandyra við Pál Skúlason uppi við Háskóla íslands þegar flugvél kom til lendingar á Reykjavíkurflug- velli rétt yfir okkur. Ekkert heyrðist í Páli, hvað þá í mér. Við þurftum að byrja aftur. Eftir að þokkalega hafði gengið framan af með viðtalið í annarri tilraun var bíl ekið framhjá okkur og hann var með þeim annmörkum að pústkerfi var af mjög skornum skammti undir honum. Samt héldum við áfram. Og svo þegar viðtalið var að verða búið var mjálmað ámátlega við fætur okkar. Einhver köttur úr hverfinu var mættur í viðtal líka. Þá sprakk ég úr hlátri og við þurftum að gera allt upp á nýtt.“ Nóg um vinnuna. Heima er best, segir ágætur málsháttur og honum er varpað fram svona í lokin til að grennslast fyrir um húsmóðurhliðina á fréttahauknum Ólöfu Rún Skúladóttur. SKRÍTIÐ AÐ ÞEKKJAST „Það er nú eitt sem er leiði- gjarnt með okkur vaktavinnu- fólkið á fréttastofunni að við erum aldrei heima hjá okkur á matmálstímum til dæmis. Það telst til hátíðarbrigða ef við erum öll fjölskyldan saman komin við kvöldverðarborðið. Hins vegar kemur fyrir að það er eldað á mínu heimili," segir Ólöf og skellir upp úr, er að ýkja dálítið og bætir því við að undir þessum kringum- stæðum sé góð samstaða geysilega mikilvæg. „Þetta er ekki hægt nema með góðri samvinnu. En vissulega bitnar þetta á fjölskyldunni að vissu marki. Kostirnir eru líka margir, til dæmis að geta verið heima meðan aðrir eru að vinna og börnin geta verið meira heima við þegar fyrir- komulagið er með þessum hætti. Ég tel mig bara heppna að fá að vinna við eitthvað sem mér þykir skemmtilegt." Hvað um sjónvarpsgláp? „Yfirleitt er maður nú nokkurn veginn búinn að fá nóg þegar heim er komið eftir vinnu. Og það er líka líf fyrir utan vinnuna og sjónvarpið. Ég hitti vini og kunningja, stunda líkamsrækt eða nýt þess að vera heima í rólegheitunum. Þetta síðastnefnda er mér sagt að ég stundi nú ekkert alltof mikið. Ef ég er búin að vera meira en einn eða tvo daga heima þykir mér ástæða komin til þess að fara eitthvað samt þekkja mig flestir. Mér finnst það skrítið en oft gerir maður sér enga grein fyrir því hvað sjónvarpið er sterkur miðill. En ég er ekki í þessu vegna þess að mig langi til þess að verða fræg. Mér finnst þetta bara skemmtileg vinna.“ Jamm og já. Þar höfum við það. Konan sem við bjóðum velkomna með glöðu geði inn í stofuna til okkar hvenær ▼ Lokahönd er ekki lögð á verkið fyrr en næst- um of seint. út. Besta streitumeðalið, sem ég veit um, er síðan að fara í hesthúsið og á hestbak. Við fórum til dæmis í langa hestaferð um Snæfellsnes í fyrra. Þar kom mér dálítið á óvart hvað það eru margir sem þekkja mann,“ segir Ólöf og þar með rekur blaðamann Vikunnar í rogastans. A óiöf Rún klapp- ar hér honum Krapa sínum. Glæsir vill líka. EINS OG FÓLK ER FLEST Ertu hissa á því? „Já, það er kannski kjánalegt að segja þetta en þarna er ég komin í hestagallann, farðalaus og sem er með því að ýta á takka er steinhissa á því að við þekkjum hana! Og það sem meira er; hún er alveg strangheiðarleg og saklaus í framan þegar hún segir þetta. „Sjónvarpsfólk er ekkert öðruvísi en aðrir. Við erum nokkurn veginn eins og fólk er flest. Mér finnst það í sjálfu sér ekkert óþægilegt að fólk þekki mig nema í kringum mig séu margir sem ég þekki ekki. En almennt er fólk mjög kurteist og skemmtilegt og mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir gildi þess að sýna hlýtt og gott viðmót. Ég vil líka fá að eiga einkalíf mitt í friði. Síðan finnst mér alltof margir vera eins og festir upp á þráð og láta smámuni koma sér úr jafn- vægi. Lífið er að mínu mati alltof stutt fyrir geðvonsku og leiðindi,“ segir Ólöf Rún og við gerum okkur klár fyrir hragl- anda og íslenskarfrosthörkur. Fyrir utan hittum við ungl- inga sem eru á leið á ball, góðglaðir, og einn þeirra hrópar upp yfir sig: Sjónvarps- konan! Segðu okkur ellefu- fréttir! Ha, ha! Dæmigerður atvinnusjúkdómur kannski en Ólöf brosir bara að þessu, segir unglingana yfirleitt skárri en þá fullorðnu. Hún kippir sér hvergi upp við þetta. Ólöf Rún Skúladóttir heldur ótrauð áfram, brosandi út í annað. □ 4.TBL. 1993 VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.