Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 34
entspróf svo ég fór til Svíþjóö- ar. Eg vann þar um sumarið og lét þýöa öll mín þrófskírt- eini upp á sænsku og hugsaði sem svo: Ef ég kemst ekki í skóla, þá bara fer ég aö vinna sem prentmyndasmiður. Þaö var töluvert atvinnuleysi í Sví- þjóö sumarið 1967, sérstak- lega í þessari grein því offset- ið var aö ryöja sér til rúms. Ég heföi orðið að umskóla mig yfir í offsetljósmyndara eöa filmugeröarmann, sem ég ekki geröi - fór bara aö vinna alls konar vinnu, meöal ann- ars í grjótmulningsverksmiðju og sem uþþvaskari á veitinga- stööum. Samtímis sótti ég um inngöngu í Valands konsthög- skola í Gautaborg, sem heyrir undir Gautaborgarháskóla, og inn í hann komst ég svo. Þaö þótti gott því ekki voru margir teknir inn. Nemendur voru um sextíu og þar er ég í fimm ár í grafíkdeildinni. Þetta er fagurlistaskóli og nemend- ur geta fariö á milli deilda, höggmyndadeildar, grafík- deildar og málaradeildar. Síö- ustu árin þurfti maður aö ein- beita sér að einhverju á- kveönu og ég valdi grafíkina. Á meðan ég var í skólanum var ég ásamt nokkrum lista- mönnum valinn sem fulltrúi Svía á æskulýðsbiennal í Ósló 1971. Það var afskap- lega mikil upphefð að veröa fyrir þessu vali og þaö sem meira var - nefndin, sem valdi fulltrúa Svía, var í Stokkhólmi og merkilegt þótti aö hún skyldi velja listamenn í Gauta- borg. Fyrir valinu varö fimm manna hópur sem haföi unnið aö sýningu sem fjallaði um umferðarmenningu eöa ó- menningu og okkar verk var valiö sem framlag Svía í Ósló. Segja má aö á þessum biennal í Ósló hafi mæst tvær meginhreyfingar í listaheimin- um um þetta leyti, annars vegar fluxushreyfingin sem var aö ryöja sér til rúms og svo meira þjóðfélagslega meðvituð list og þar í hópi vorum viö frá Svíþjóö. Ég man aö frá íslandi var þarna SUM-hóþur sem í voru fluxus- menn. Þaö er óvarlegt aö fara aö skilgreina þetta nákvæm- lega en í meginatriðum var þaö svo aö fluxusmenn vildu meina aö listin væri eitthvað sem væri ofar öllum þjóöfé- lagshræringum og óháö ein- hverjum daglegum áherslum í pólitík og ööru veraldlegu vafstri. Viö aftur á móti aðhyllt- umst þá stefnu aö listin ætti aö taka þátt í og vera ábyrg í samfélaginu. Þaö er svo sem ekki alveg sanngjarnt aö segja aö fluxushreyfingin hafi veriö eitthvaö óábyrg. Fluxusmenn töldu aö allt gæti verið list, menn þyrftu ekki aö vera voðalega læröir til þess aö geta verið listamenn og ein- földustu hlutir væru listaverk. Aö námi loknu stend ég frammi fyrir þeirri sþurningu hvort ég ætli aö halda áfram þarna úti eöa fara heim. Ým- islegt pressaöi á mig aö vera úti, meðal annars hafði ég fengið sænsk námslán. Eigin- lega var þá óskaö eftir að maöur legði krafta sína áfram LEIÐIN LÁ NORÐUR Þegar Guömundur kom heim um sumariö fór hann aö vinna í byggingarvinnu og hugsa sinn gang eins og títt er um menn sem koma úr námi. Hvað átti hann aö gera, búinn að vera í níu ár í námi? Hann fer aö leita eftir kennslu og ræöir þá fyrst viö Hörð Ágústsson, skólastjóra Mynd- lista- og handíðaskólans, og falast eftir kennslu hjá honum. „Hann tók mér afskaplega Ijúf- lega eins og hans var von og vísa. Hann sagöi mér frá þvi aö á Akureyri væri hópur úllFÉLAúlO í sænskt listalíf. Ég hugsaöi: Ef ég stoppa hérna í eitt ár í viöbót þá verö ég áfram í Sví- þjóð. Eftir aö hafa lokið þess- um skóla, sem er afskaþlega virtur í sænsku listalífi, stóöu mér til boöa ýmsir kostir eins og öörum nemendum hans. Margir aöilar vildu styrkja og styöja viö bakið á okkur með sýningahaldi og ööru en ég vildi frekar fara heim. Það hef- ur verið blanda af einhvers konar heimþrá og skyldu- rækni viö aö leggja mitt af mörkum til myndlistarinnar." manna aö leita eftir kennara. Nýstofnað var félag áhuga- málara á Akureyri. Þetta voru miklar driffjaörir hérna í bæn- um, opinberir starfsmenn og menn sem unnu hingaö og þangaö og máluðu - og höföu mikinn áhuga á myndlist. Sumir höföu fengið einhverja menntun en aörir ekki. Þeir réöu mig hingað í samvinnu viö Námsflokka Akureyrar og ég lét tilleiðast gegn því aö ég fengi fullt starf. Ég kenndi hjá Námsflokkunum, á námskeið- um i lönskólanum og valgrein ▲ Listagil Guömund- ar Ár- manns. í Menntaskólanum á Akureyri. Þetta gekk afskaplega vel, mikil aösókn og ég kenndi al- veg feikilega mikiö. Árið 1972 stofnuðum viö myndlistarskóla, Myndsmiðjan hét hann. Á þessum árum var ég mjög pólitískur, rak áróður hér mikinn og var heilmikið í pólitíkinni hérna. Ég var mjög vinstrisinnaður.“ Áöur en Guðmundur fór til Svíþjóöar var hann ekki þóli- tískur að eigin sögn. Heima hjá honum haföi pólitík þó alltaf verið mikiö rædd. í kringum hann var framsóknar- fólk og alþýðuflokksfólk, auk þess sem hann átti frændur sem voru sjálfstæöismenn. Mikil pólitísk umræöa á heim- ilinu, þar sem voru átta systk- ini, haföi samt ekki orðið til þess aö gera Guðmund þóli- tískan. Þó tók hann afstööu til þess sem var aö gerast í heiminum, til dæmis i Ví- etnam og þá gegn Banda- ríkjamönnum. ORÐINN PÓLITÍSKUR „Þannig fer ég aö hafa afskipti af pólitík. Þetta þótti náttúrlega ekki sómakærum Akureyring- um gott þótt auðvitaö hafi fóik skipst í hópa eins og gengur og gerist. Eitthvað var nú fariö að tala um að það væri ekki hægt aö hafa skólastjóra fyrir myndlistarskóla og við aö kenna börnum og unglingum svona vinstrisinnaðan. Þaö var ákveöiö aö reyna aö sjá til þess aö ég færi nú aö gera eitthvað annað en aö kenna. Þeir sem stóöu aö skólanum ásamt mér sögöu aö þaö yröu nú einhverjir fleiri en ég sem myndu sækja um skólastjóra- stöðuna. Þegar ég sá hvað var um aö vera ákvaö ég aö gera eitthvað annað og fór aö vinna verkamannavinnu í bænum. Þaö féll vel inn í hug- myndafræðina. Ég er þó alltaf aö fikta við að mála og teikna fólk þar sem ég vinn. Smám saman fer ég aö snúa mér meira aö myndlistinni og held sýningu á Kjarvalsstöðum í tvígang og smátt og smátt sný ég mér aftur aö myndlistarkennslu. Þá er búið að fyrirgefa stráknum þennan ungæöishátt. Ef til vill hefur maöur veriö farinn aö ró- ast eitthvað líka og kominn með víöari sjóndeildarhring.” Listamaöurinn neitar því ekki aö þaö hafi kannski orðið honum til góðs aö veröa ekki skólastjóri í þetta sinn. Þaö heföi ef til vill heft hann á lista- brautinni. „Jú, þaö má vel vera, ég er ekki frá því. Þó svo 34 VIKAN 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.