Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 19
ins 1985.“ Þriðja strákinn sinn eignaðist Guðrún árið 1987 en hélt ótrauð áfram og lauk námi frá skúlptúrdeildinni árið 1989. „Við hjónin ákváðum síðan að fara saman til Bretlands, bæði með framhaldsnám í huga. Maðurinn minn, Vil- mundur Guönason læknir, hóf vinnu við rannsóknir hér sum- arið 1989 en hann er nú að vinna að doktorsritgerð. Ég fór síðan ári seinna í Chelsea College.“ Upphaflega fór Guð- rún í Myndlista- og handíða- skólann með því hugarfari að gera fallegar grafíkmyndir sem hún gæti selt og lifað af. „Ég vissi í sjálfu sér ekki mikið hvað beið mín en skúlptúr- formið höfðaði fljótt til mín og ég hef fundið mig í því.“ Þrátt fyrir að Guðrún sé vel á veg komin með að kynna sig með sýningum og þátttöku í samkeppnum segist hún stefna að því að fara í eins árs MA-nám í Wimbledon School of Arts næsta vetur. „Það er einhver kraftur tengd- ur listaskólum sem mér finnst ég geta nýtt mér betur.“ Um framtíðina segir hún í sjálfu sér flest óráðið. Ég veit hvað ég vil og mun vinna að því að skapa mér aðstöðu til að vinna við listgreinina, bæði til að gera skúlptúra fyrir úti- svæöi og eins til að vinna inniverk," segir þessi dug- mikla listakona að lokum. □ verkið var flutt á milli og bæt- ist hér við eitt blómið í hreysti- sögur af íslendingum. „Það þurfti átta Breta en aðeins fjóra íslendinga til að lyfta því,“ segir Guðrún og fullviss- ar blaðamann um að sagan sé alveg sönn. GENGIÐ FRAMHJÁ ÍSLENDINGUM Í ÚTLÖNDUM Guðrúnu hitnar hins vegar í hamsi þegar hún er spurð um framhaldið af þeirri sýningu sem nú er á ferð um Bretland. „Einhverra hluta vegna voru verk mín og tveggja annarra listakvenna, sem tóku þátt í samsýningunni, tekin út.“ Guðrún segir að ekki hafi fengist neinar skynsamlegar skýringar á þeirri ákvörðun. „Einna helst dettur manni í hug að það hafi þótt í lagi að ganga framhjá okkur þar sem við búum allar erlendis og erum konur. Það er hins veg- ar rangt, sem fram hefur kom- ið, að Art From Above verði sett upp í fimm borgum utan Lundúna því aðeins hluti sýningarinnar er á ferð um Bretland eftir að verk okkar þriggja voru tekin út. Þetta eru óneitanlega undarleg skilaboð til okkar um að við höfum ekki verið fullgildar í þessum hópi.“ Guðrún segir hins vegar of mikið framundan hjá sér til að hún nenni að eyöa orkunni í reiði. „Þetta er allt eitthvað svo hallærislegt en mér finnst best að yfirstíga það og ein- beita mér að því sem fyrir liggur." FÓR SEINT Í MYNDLIST Áður en Guðrún ákvaö að drífa sig í myndlistarnám hafði hún unniö í tólf ár sem tækni- teiknari og átti orðið fjögurra manna fjölskyldu. Aðspurð um hvort það hafi ekki verið erfið ákvörðun að söðla um við þær aðstæður, komin vel á fertugsaldur, svarar hún fljótt og ákveðið neitandi og hefur greinilega verið spurð að þessu áður. „Mér finnst kostur að geta sameinað fjöl- skyldulífið og myndlistina. Kannski er ég svona sein- þroska," segir Guðrún og kím- ir, „en mér finnst ég hafa góð- an bakgrunn til að takast á við það sem ég er að gera núna. A Guðrún ásamt frú Vigdísi Finnboga- dóttur forseta íslands framan við Wheel of Progress. Y Fjölskyld- an, f.v. Ragnar, Daði, Hall- dór, Guð- rún og Vil- mundur. Tækniteiknunin var á sínum tíma praktísk ákvörðun og mér líkaði vel að vinna á Verkfræðiskrifstofunni Fjarhit- un þau tólf ár sem ég var þar. Myndlistin blundaði hins veg- ar alltaf sterkt í mér og ég hafði í gegnum tíðina sótt margs konar námskeið tengd henni. Ég stefndi því alltaf að því að fara í Myndlista- og handíðaskólann og fékk fyrst inngöngu árið 1981 en það sama ár eignaðist ég fyrsta strákinn minn. Ári seinna kom sá næsti í heiminn svo námið frestaðist um sinn eða til árs- 4.TBL. 1993 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.