Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 60
REYNSLUSAGA
NUPO-MEGRUNARKÚRINN:
Einn af lesendum Vik-
unnar, Helga Stefáns-
dóttir, tók þá ákvöröun
aö taka sér tak og grenna sig
og fannst Nupo-megrunarkúr-
inn tilvalinn kostur. Hún vartil-
búin aö leyfa lesendum aö
fylgjast með hvernig gengi
eins og nokkrir aðrir hafa gert
og hefur saga þeirra birst í
fyrri tölublöðum Vikunnar.
„Ég er fótafræöingur aö
mennt,“ segir Helga, „og varö
fertug á nýliönu ári. Ég hef
verið nokkuö feitlagin í gegn-
um tíðina eöa frá sautján ára
aldri. Þegar ég kom heim frá
námi í Danmörku fyrir fjórum
árum fór ég að fitna fyrir al-
vöru og þyngdist um þrjátíu
kíló. Ytra var ég mikið á hjóli
en hætti alveg aö hreyfa mig
eftir aö ég kom heim og fer
nánast allra minna feröa í bíl.
Ég kenni hreyfingarleysi og
röngu mataræöi alfariö um
þessar ófarir mínar. Þegar ég
byrjaði á Nupo var ég orðin
106 kíló og þaö er ansi mikið
fyrir manneskju sem er 169
sentímetrar á hæö, en fram
aö því hafði ég þyngst og lést
á víxl. Ég hef oft reynt aö fara
í megrun en oftast orðiö
þyngri á eftir, eins og vill
veröa þegar maður sveltir sig
til aö grennast.
Mataræöiö var ekki mjög
heilsusamlegt. Ég haföi orö á
því við fjölskylduna aö þaö
gengi ekki hvernig málum
væri háttaö. Ég sagöi þeim að
ég borðaði sama sem ekkert
allan daginn en þegar heim
kæmi væri ég nartandi allan
tímann á meöan ég væri aö
elda og svo boröaði ég meö
þeim. Þá sagði yngsta dóttir
mín, sem er sextán ára:
„Þetta er ekki rétt hjá þér,
mamma! Þú borðar áöur en
þú byrjar að elda, á meðan þú
ert aö því, með okkur og svo
afgangana."
Þegar ég fór aö hugsa mál-
ið komst ég að því aö þetta
var alveg rétt hjá henni. Það
er því ekki skrýtið að maður
skyldi fitna. Ég er nú aö reyna
aö breyta um lífsstíl meö
Nupo og mér finnst að ekki
hafi staðið á árangrinum. Ó-
sjálfrátt hef ég orðið mér
meira meðvitandi um hvað ég
er aö láta ofan í mig.“
HEFUR REYNT
ÝMISLEGT
,,Ég haföi reynt ýmislegt áður
en ég byrjaöi á Nupo, meðal
annars fariö í megrunarklúbb
og prófaö ýmsa megrunar-
kúra. Þetta allt byggist á ein-
hverjum undrameöulum eða
allt ööru mataræði en flestir
eiga aö venjast. Þaö er hægt
aö breyta mataræöinu tíma-
bundiö en aö halda sér grönn-
um er lífstíðarverk sem Nupo
og einingakerfið hjálpar manni
aö hefja.
Offituvandamálið er mjög
svipað ofdrykkju. Til að ná
tökum á þessu hvoru tveggja
verður hver og einn aö iæra á
sjálfan sig og breyta hugarfar-
inu. Ekki er nóg aö gera þaö í
einhvern stuttan tíma því þá
er hætt viö að fljótlega fari allt
í sama farið á ný.
Ég hef breytt mörgum af ó-
æskilegum venjum til hins
betra, er til dæmis hætt aö
nota smjör á brauð þegar
einnig er álegg. Ég tími hrein-
lega ekki að eyða einingum í
slíkan óþarfa sem ekkert skil-
Helga
segist nú
til dæmis
sofa bet-
ur, hún sé
jákvæöari,
bjartsýnni
og ekki
sist, létt-
ari á sér.
60 VIKAN 4. TBL. 1993