Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 45

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 45
Miðaldra kaupsýslumaður frá New York ferðaöist með konu sinni til Parísar. Þegar þau höföu rambaö um borgina í búðir og á söfn fór hann einn dag út ein- samall til að „slappa af“. Strax og hann var laus við betri helming sinn fór hann á nokkra bari og komst í kynni við gleðikonu nokkra. Það féll vel á meö þeim þangað til semja átti um verðið. Hún vildi fá tuttugu dollara, en hann bauð tíu. Hún neitaði að semja upp á þau kjör svo að þau skildu án þess að samkomulag yrði. Um kvöldiö fór hann á veit- ingastað meö konu sína og þar rákust þau á gleðikonuna fögru frá því fyrr um daginn. - Ó, monsieur, sagði gleðikon- an. - Þarna sérðu hvað þú færð fyrir tíu dollara. Óli vinnumaður var svo hás að hann gat varla komið upp nokkru orði og var spurður hverju þetta sætti. - Við fengum eitthvert duft hjá dýralækninum fyrir hana Brúnku og það átti að blása því ofan í kok á henni. - Nú, hvað kemur það þessu við? - Jú, hún blés fyrst. Síðasta orðið: - Pabbi, viltu hjálpa mér með krossgátuna, mig vantar bara síðasta orðiö. - Þá skaltu heldur leita til hennar móður þinnar, drengur minn. Frú Anna: Ég hef heyrt, herra prófessor, að konan yðar hafi fætt tvíbura. Eru það drengir eða stúlkur. Prófessorinn: Ef ég man rétt er annað drengur en hitt stúlka en það getur verið þveröfugt. - Við verðum að fara út að borða í dag, rafmagnið er bilað. - En góða mín, við eldum við gas. - Jú, en dósahnífurinn er raf- knúinn. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda nsAad | uu|iuo>f je uuunQBUJ 9 ‘Qi|eie6ep e uu(ujo>| je jnQnueuj jáu g ‘uujpoq je sujspunq IIQls f ‘bjuáis je jeuunuo>| se|6 e 'ejeQjs je jeuunuo>| jblj z ‘UÁejq qjjba jnjeq wnQnu • \ STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Hingað til hefur styrkur til átaka verið eitt af aðals- merkjum þínum. Á næstu dög- um mun tilfinningasemi þín aftur á móti koma sér vel. Þú hefur tilhneigingu til að geyma hlutina til morguns og slíkt gæti komið sér illa. NAUTIÐ 21. apríl-21. maí Þú leggur áherslu á að fá svör við áleitnum spurning- um og það verður til þess að einhverjir velja þig til forystu. Vertu óhræddur við þennan óvænta heiður. Segðu skoðun þína umbúðalaust á ákveönu máli einhvern næstu daga, það er ekki víst að þú fáir annað tækifæri. WTVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Þú hefur áhyggjur af stöðu þinni á vinnustað eða í þjóðfélaginu yfirleitt. Það er óþarfi ef þú hlustar á góð ráð sem einhverjir leitast við að gefa þér án þess þó að þú látir á neinu bera. Hrifning kunn- ingja þíns á ákveðnu fyrirbæri gæti haft smitandi áhrif á þig. /J§A KRABBINN 22. júní-23. júlí Þér finnst tímasóun að fullnægja formsatriðum en slíkt mun samt reynast þér heilla- vænlegt. Þú ert fullur orku sem krefst útrásar. Haltu þig samt á jörðinni eftir megni og taktu mið af aðstæðum. UÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Ef þú lætur af ástríðu þinni á ákveðnu sviöi færðu svigrúm til að lifa lífinu í meira jafnvægi. Þú þráir ekkert heit- ara en frið og notalegt and- rúmsloft. Tilhneiging þín til að lifa í fortíðinni gæti komið í veg fyrir að þú fáir þessar óskir þín- ar uppfylltar. MEYJAN 24. ágúst-23. sept. Þér finnst vera komið að uppgjöri í lífi þínu, hvort sem hlutskipti þitt vekur hjá þér ánægju eður ei. Gefðu þér tíma til að hugsa málið. Stattu á þínu gagnvart öðrum, það gefur síður tilefni til misskilnings. VOGIN 24. sept.- 23. október Tilfinningalíf þitt er fjörugt um þessar mundir. Það gæti verið hvort sem er vegna tilfinningasambands þíns við aðra persónu eða einfaldlega vegna ánægju þinnar með lífið og tilveruna. Reyndu að finna hið erfiða jafnvægi á milli þolin- mæði þinnar og kapps. SPORÐDREKINN 24. október-22. nóv. Þú hefur tekið ýmsa hluti of nærri þér að undan- förnu. Því er tími til kominn að taka lífinu með meiri ró og slaka á þöndum taugum. Láttu ímyndunaraflið ekki hlaupa með þig í gönur, hvorki verald- lega né tilfinningalega. BOGMAÐURINN 23. nóv.-22. desember Þú skalt láta það eftir þér að njóta lífsins. Fólk mun leggja eyrun við því sem þú segir en farðu varlega með upplýsingar sem þér hefur verið trúað fyrir og ekki er ætlast til að fari lengra. STEINGEITIN 23. des.-20. janúar Það virðist ýmislegt spennandi á seyði í lífi þínu. Þú stendur frammi fyrir ýmsum kostum og þér getur reynst erfitt að velja þann rétta. Treystu eigin sannfæringu og láttu engan gera þér upp skoð- anir. VATNSBERINN 21. janúar-19. febrúar Nú er rétti tíminn til að kanna hið óþekkta. Vandlega hugsaðar efnahagsaðgerðir þýða ekki endilega stórkostleg- an ávinning en þær gætu leitt til rýmri fjárráða í vasanum á næstunni. FISKARNIR 20. febrúar-20. mars Liðna árið er þér ofar- lega í huga þessa dagana en skynsamlegt væri að hugsa svolítið fram í tímann og skipu- leggja það sem þú hyggst hrinda í framkvæmd á næstu mánuðum. Ýmsum kann að finnast erfitt að vita hvar þeir hafa þig en það er vegna þess að þú vilt halda öllum möguleik- um opnum. 4. TBL. 1993 VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.