Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 37

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 37
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: þaö sem hefur gerst hjá þér sjálfri. TILFINNINGAR ÞÍNAR Þú ræöir um aö þú getir ekki fyrirgefið honum en þú ræöir ekkert um þær tilfinningar sem eru að brjótast um í þér. Þú ræöir ekkert um trúnaðar- brestinn sem þó liggur á milli línanna. Þú ræðir ekkert um reiðina sem þó hlýtur aö kvelja þig. Þú ræöir ekkert um vangaveltur þínar um hvers vegna hann fór út í framhjá- hald og hvaö þaö hefur meö þig aö gera og margt annað sem hlýtur aö vera að brjótast um í þér þessa stundina. Af því ræð ég aö þú sért fyrst og fremst upptekin af manninum þínum og því aö fá hann til þess aö velta sér upp úr at- burðinum sem slíkum meö þér, líklega í þeim tilgangi aö finna enn meiri höggstaö á honum og fá hann til aö hafa enn meira samviskubit. í sjálfu sér eru þetta ekkert ó- eölileg viðbrögö en þú græöir bara ekkert á þeim. Maöurinn þinn getur í raun ekki gert meira en þaö sem hann hefur þegar gert, það er aö segja ef þú heldur áfram á þessari braut. Aö vísu gæti hann orðið enn aumari og jafnvel undir- gefinn þér í sektakennd sinni en ég tel afar hæpiö aö þú yrðir nokkuö ánægðari meö þaö. Þaö væri viss fróun fyrir þig en framhaldið yrði það aö þú yrðir mjög ófullnægð og reyndar þiö bæði í hjónaband- inu og þá er alveg eins gott aö slíta þvi strax. Sú leiö sem þú hefur valiö er sem sagt ekki leið til þess aö Ijúka málinu og koma því út úr heiminum heldur leið til þess aö láta annan vera sig- urvegara í málinu og hinn tap- ara. Maöurinn þinn vill greini- lega ekki taka að sér tapara- hlutverkiö og þér finnst ekki sanngjarnt aö þaö lendi hjá þér þar sem þú hefur ekki gert neitt af þér. Þiö eruö þess vegna patt, þiö komist ekki lengra eftir þessari leiö. AÐ GERA UPP TILFINNINGAR Leiðin, sem þiö þurfiö aö fara, er að endurskapa traustiö, endurskapa ástina og síðast en ekki síst aö endurskapa viröingu hans fyrir þér og virö- ingu þína fyrir honum. Þetta geriö þiö ekki meö því aö keppa um titilinn „sigurvegari" heldur meö því aö vinna ykkur í sameiningu út úr þessum til- finningum. Meö því aö ráöast á hann ýtir þú honum frá þér. Þú þarft í staðinn að toga hann til þín, gera kröfur um aö hann sýni þér og tilfinningum þínum virðingu, sýna honum aö þú sért tilbúin aö bera til hans ást og virðingu, finnir þú aö hann komi til móts viö þig. Þess vegna þarft þú aö tala um þig, horfast í augu við þín- ar eigin tilfinningar. Þaö er eina leiðin til þess að fá hann til að horfast í augu viö þær. Hvernig á hann aö geta horfst í augu við þínar tilfinningar ef þú gerir það ekki sjálf? Hann getur ekki borið virð- ingu fyrir þér ef þú sýnir engar tilfinningar vegna þess sem geröist. Þú verður aö sýna honum reiöina, sárindin, van- líöanina og aörar þær tilfinn- ingar sem hjá þér bærast. Þú verður aö ræöa viö hann um efasemdir þínar um sjálfa þig og hversu erfitt þú átt með aö treysta honum þó þú viljir þaö. Þú veröur aö hleypa honum aö þér, leyfa honum að bæta fyrir sektarkenndina meö því að vera góöur viö þig og með því aö hjálpa þér aö komast yfir þessar tilfinningar meö því að sýna þér ást, virðingu og umhyggjusemi. Þú mátt ekki halda honum fjarri þér eöa banna honum aö taka út sekt- arkenndina meö því aö sýna þér ást. Þú átt þvert á móti að gera kröfur um aö hann sýni þetta svo aö þú getir farið aö treysta á ást hans aftur. ER ÞETTA HÆGT? Já, þetta er hægt en forsendan er sú aö þið viljið bæði raun- verulega komast yfir þetta. Ef svo er ekki er þetta ekki hægt. Þú segir í bréfinu aö þú haldir aö þú viljir halda í hjónabandiö. Á þeirri setningu hef ég byggt svar mitt. Ef þú kemst að raun um að þú viljir ekki halda í þaö skaltu ganga frá skilnaði sem fyrst. Ekki kvelja þig eða ykkur bæði lengi. Það sama gildir um hann. Vill hann raunverulega halda í hjónabandiö? Það er sem sagt ekki hægt samtímis aö byggja upp hjóna- band og vera í samkeppni um sigur og tap. Það er þaö sama og aö opna faðminn fyrir mak- anum meö annarri hendinni en halda honum fjarri sér meö hinni. Þess vegna kostar slík uppbygging mikil átök fyrir ykk- ur bæöi en einkum fyrir þig því aö þú ert i leiðinni að fyrirgefa. Ef þið eruö bæði tilbúin í þau átök getur þetta gengið. Ann- ars ekki. Gangi ykkur vel, Sigtryggur AUGLÝSINGA- OGIÐNAÐARLJÓSMYNDUN 1 S • T • U - D - 1 - O \ w A G N U sj | g~67 96-90 VIÐENG|ATEIG BfLL:985 _2 n 71 | REYKJAVÍKUHVEGI 64 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 652620 ■ HEIMASÍMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HflBGHEIflSLUSTOFfl HÖLLU MflGHUSDÖTTUR __________HIDIEITI7 - SÍHI6B5562_ HAR&NYRTISTOFAN GRAMDAVEGI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 10% atslatt viö afhendingu þessa korts! Stripur i ollum litum — hárlitur — pcrmanent fyrir allar hárgerðir. Úrvals hársnyrtivörur. Opið á laugardögum. tlrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari Þuriður tlildur Malldórsdóttir hársnyrtir ZAKARA- <k HÁRqRemOíSTVFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK 4. TBL. 1993 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.