Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 26

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 26
EYVIND FRH. AF BLS. 23 lögmál hjónabandsins, þá uppskerö þú ríkulega. Þegar ég kvæntist hafði ég ekkert vit á hjónabandinu. Viö vorum bæöi ung og af ‘68 kynslóðinni. Hún var kvenrétt- indakona og ég hálfgeröur stjórnleysingi og andsnúinn hvers konar boðum og bönn- um. Mjög snemma fór aö bera á alls konar árekstrum á milli okkar og þeim fjölgaði hröö- um skrefum þangaö til skiln- aður blasti viö. Einmitt á þessu stigi máls- ins uppgötvuðum viö aö Biblí- an væri bók sem ætti ef til vill erindi til okkar. Viö byrjuðum aö lesa hana og eftir skamma hríö geröum viö okkur Ijóst aö skilnaöur væri ekki rétta lausnin. Viö ákváöum að reyna til þrautar. Kunningja- hjón okkar komu okkur jafn- framt til aðstoðar og fengu okkur til aö hugsa og meta hlutina upp á nýtt, út frá nýj- um forsendum. Við rifjuðum upp tímann sem viö höfðum verið saman og reyndum að koma auga á þaö sem haföi farið aflaga. Viö þetta fóru hlutirnir heldur betur aö taka á sig aðra mynd og við komumst yfir erfiðleikana - meö því aö vinna úr þeim og gefa okkur tíma. Hefði einhver sagt mér þá i hve miklu jafn- vægi líf mitt yrði þegar ég væri kominn á þann aldur sem ég er núna, rúmlega fer- tugur, og aö ég yröi jafnást- fanginn af konunni minni og raun ber vitni, þá hefði ég ekki trúaö því. Ef maður áttar sig á stööu mála áöur en þaö er um seinan getur maður snúið þró- uninni viö.“ ALLS KONAR FÓLK - Hvers konar fólk sækir hjónabandsnámskeiðin ? „Alls konar fólk. Sumir koma vegna þess aö þeir eru aö reyna aö bjarga hjóna- bandinu en slíkt heyrir til und- antekninga. Flestir eru í góöu hjónabandi og vilja læra hvernig unnt er aö gera gott hjónaband betra. Nú til dags eru haldin námskeiö um allt milli himins og jaröar og oft sækir fólk slík námskeiö til aö hressa upp á kunnáttuna þó aö viðfangsefnið sé því alls ekki ókunnugt. Þátttakendurn- ir eru jafnframt úr öllum stétt- um þjóðfélagsins, sþrenglært fólk sem lítt menntaö og allt þar á milli. Af þessum sökum skipuleggjum við námskeiöin þannig að þau veröi ekki of fræðileg heldur fyrst og fremst skemmtileg. Við viljum aö allir skilji jafnvel þaö sem veriö er aö segja og þess má geta aö viö notum mjög mörg dæmi úr raunveruleikanum svo aö þátttakendur sjái hlutina fyrir sér og geti sett sig í spor þeirra sem um ræöir. Þó svo aö kirkjan eigi hér hlut aö máli er ekki gert ráö fyrir aö þátttakendur séu í nán- um tengslum við hana. Á nám- skeiðinu er bæöi fólk sem sækir kirkju reglulega og aðrir sem gera þaö helst aldrei. Slíkt skiptir ekki máli. Þá erum viö aftur komnir að þessu meö lögmálin. Þyngdarlögmáliö er skapað af Guöi en þaö gildir ekki síöur um þá sem ekki fara í kirkju en hina sem gera það. Fyrirbæri á borð viö náunga- kærleika, ást á milli karls og konu, foreldra og barna og svo framvegis ganga jafnt yfir þá sem eru kristnir og hina sem aöhyllast önnur trúarbrögð." KRISTIN BYLTING í KÍNA Eyvind Fröen gerir fleira en aö kenna á fjölskyldunám- skeiðum. Drjúgur hluti starfs- krafta hans fer í aö ferðast á vegum norsku kirkjunnar og meðal annars til Asíu þar sem hlutverk hans hefur aöallega verið fólgiö í aö halda nám- skeið fyrir aðra leiöbeinendur í kristilegu starfi. Margar feröir hefur hann farið til Kína í þessum tilgangi. Þar hefur kristni söfnuðurinn stækkaö mjög mikið á undanförnum árum og tekur nú til yfir 75 milljóna manna en var ekki nema um 800.000 manns á tímum Mao Tse Tung. „Á dögum menningarbylt- ingarinnar svokölluðu voru leiðtogar kristnu kirkjunnar fangelsaöir og margir þeirra teknir af lífi. Kínverskur vinur minn sat á bak við lás og slá í tuttugu og fjögur ár vegna trú- arskoöana sinna. Vegna þessarar miklu fjölgunar krist- inna er geysileg þörf á fleiri Biblíum en víöa er enn mikill skortur á þeim. Við reynum að flytja þær til landsins jafnt og þétt en slík starfsemi þarf aö fara býsna leynt því stjórnvöld hafa ekki beinlínis velþóknun á því sem viö erum aö gera.“ Þess skal aö lokum getið að næsta fjölskyldunámskeið er fyrirhugaö í apríl og mun þá Eyvind Fröen kenna sem fyrr. Þeim sem áhuga hafa er bent á aö hafa samband viö Fjölskyldufræösluna f síma 91-27460. □ ÆVINTYRI VERULEIKANS TTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTTT AÐ KOMA HEIM Fyrir alllöngu komst ég aö því aö það að fara í feröalag er að fara á vit þess óþekkta í sjálfum sér og koma breyttur heim. Þaö er á- hætta ferðalangsins, gjaldiö sem hann greiöir fyrir aö fá að sjá heiminn og finnst mér það sanngjarnt gjald aö greiöa. Oft förum viö þó á þekktar slóðir og er þá gleði endur- fundanna Ijúf en þegar viö för- um á nýja staöi vitum viö hreint ekki hvað mætir okkur. Loksins fór ég í hina áttina, eftir að hafa grafiö mig út úr litla húsinu suöur meö sjó. Snjórinn haföi myndað nýjar dyr fyrir framan þær venjulegu og varð ég aö ryöja mér braut í orðsins fyllstu merkingu. Bandaríkin komu mér á ó- vart því allt sem ég sá og heyrði þessa daga var ein- hvern veginn ööruvísi en ég bjóst viö. Hvenær ætli maður hætti aö búast viö hlutum og læri að sjá og njóta þess sem augnablikið gefur? Viö erum svo hrædd um aö missa stjórnina á huganum og erum í raun meö hann í skrúfstykki eöa líkt og ungur maöur sagöi í útvarpsviðtali um daginn, að mamma hans heföi skotiö yfir hann skálkaskjóli þegar hann haföi engan staö að búa á. Viö erum alltaf að skjóta skálkaskjóli yfir sjálf okkur þegar venjulegt húsaskjól myndi nægja eöa ef til vill himinninn blár. Allt var svo milt, litirnir, veöriö og viömót fólksins. Rigningin, sem kom nokkur síödegi, var jafnkröftug og á íslandi og þegar maöur er staddur í Disney-landi í rign- ingu klæðast allir í gular regnkápur og veröa eins og stór fjölskylda. Viö sigldum á fljótaþáti, sáum ævintýraheima vísinda og tækni, sáum dansa og söngsýningar undir beru lofti, aö ótöldum skrúðgöngum sem varla er hægt aö lýsa vegna stórkostleika lita og tækni. Mesta samkennd fann ég þó á hótelinu mínu meö kon- unni sem tók til í herberginu okkar. Hún hefði getað veriö íslensk, öllu vön enda eins gott því viö fluttum þarna inn og farangurinn flaut um allt, ótal tuskudýr á rúmunum og viö létum eins og viö ættum heima þarna, pöntuðum pítsur á Pitsa Hut á kvöldin og var aðkoman nokkuö villt. Konan bjó bara um og raðaði tusku- dýrunum fallega á rúmiö hjá mömmunni sem gengið haföi í barndóm. Hver er hún svo, þessi mamma sem leiðir börnin sín, vinnur tvær vinnur eins og konurnar sem hún hitti handan hafsins og elskar lífiö í marg- breytileika þess. Fáir þekkja hana, hennar innsta inni þar sem hjartaö slær. Hún leikur hlutverkin sín, getur ekki látiö öllum líka vel viö sig þótt hún hafi reynt það þegar hún var yngri. Getur ekki treyst öllum, elskað alla jafnt. En að koma heim var að finna veruleikann titra, fyrst fannst mér ég koma í ranga veröld kulda og fásinnis en svo leiðréttist allt og ekkert skipti máli nema þaö aö vera, hérna, núna og þótt ég hafi farið langa ferö var ekkert breytt nema ég komin örlítiö nær því aö snerta þaö ósnert- anlega í draumkenndri veröld. SKIL Daggardropi tár á kinn. Þegar stíflan brast var ekkert eftir nema þú. 26 VIKAN 4. TBL. 1993 ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.