Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 31
INNSÆISNEI. STAR kröfur sem gerðar eru til sýn- ingarfólks og telur að það sé sjálft til sýnis og eigi að vera það hvar og hvenær sem er, alla daga vikunnar. Kannski var það að hluta til vegna þessa sem ég hélt ekki áfram á fullu í sýningarstarf- inu, að ég hafði ekki þessa líkamlegu ást á sjálfri mér. En ég hef engu að síður mikla trú á sjálfri mér og tel mig vita fyrir hvað ég stend þó ég nenni ekki að standa fyrir framan spegilinn í tíma og ótíma og pæla,“ segir Esther og framtíðina ber á góma. HÖLL UNDIR VIDSKIPTI „Hugur minn stefnir að námi í eins konar markaðssetningu á hönnun (design-marketing) erlendis. Þá hef ég helst í huga að tvinna saman áhuga minn á þessu tvennu. Það er engin sérstök hönnun sem ég hef í huga, getur verið allt frá eyrnalokkum til háhýsa. Ég hef dálítið komið nálægt svona starfi fyrir Vikuna með því að kynna fatahönnuði og fleiri. Mig langar bara að fara meira út í viðskiptahliðina en ég hef eiginlega stefnt að því leynt og Ijóst undanfarið. Það sem ég er að gera núna er því sennilega ekki það sem ég kem til með að gera eftir tuttugu ár,“ segir Esther og hún er tekin aö halla ískyggi- lega út á viöskiptahliðina. „Ég hef líka mikinn hug á að ferðast meira og starfa er- lendis enda stefni ég að því að mennta mig þannig að ég hafi möguleika á því að geta unnið í hvaða landi sem er,“ segir Esther og enn sér greinilega ekki fyrir endann á víðferli hennar. □ Ööru hverju sftur hún fyrfr og þessi mynd er úr Vikunni i Háttprýði er hverfandi, finnst sumum, í sam- skiptum okkar hvert við annað. Mannasiðir þykja almennt ekki þess eðlis að okkur finnist endilega að við þurfum að rækta þá upp. Eðli- legt er þó að kenna börnum nógu snemma kosti þess að vera nærgætin og fáguð i fasi og framkomu, ekki síst hvert við annað. Óhefluð börn og ókurteis eru mjög óskemmti- leg og fáum finnst þægilegt að eiga samneyti við þannig innstillt börn, þó ágæt kunni að vera að ýmsu öðru leyti. Þegar við þurfum að nota okkur þjónustulund annarra finnst okkur flestum betra að mæta siðfágun í framkomu þess sem þjónustuna veitir. Ruddaháttur og annar dóna- skapur er ekki lyftistöng sem líkleg er til að styrkja stöðu þess sem þjónustu veitir, ef þannig framkoma er áberandi í fasi viðkomandi þegar veriö er að sækja til hans fyrir- greiðslu. Við sem höfum reynt að temja okkur miðlungs stimamýkt í samskiptum erum ákaflega viðkvæm fyrir ónota- legri framkomu þeirra sem við þurfum að eiga eitthvert sam- neyti við og hafa tamið sér ónærgætni og skætingslega framkomu og snúa hreinlega upp á sig af minnsta tilefni, okkur til stórama. í skólakerfinu má að skað- lausu efla mikilvægi þess að börn og unglingar taki af hátt- vísi á öllum samskiptum. í seinni tíð hefur uppivöðslu- semi og kæruleysisleg fram- koma verið mjög áberandi hjá ungu fólki af tiltölulega litlu eða engu tilefni. Auðvitað verður að segjast eins og er að yngra fólkiö temur sér meira og minna það sem fyrir því er haft. Ekkert er óeðlilegt við það í sjálfu sér, þó sorg- legt sé að segja það, að unga fólkið taki sér eldra fólk til fyr- irmyndar. Það er þá alveg eins líklegt til aö velja til eftir- breytni jafnframt öðru og betra það sem augljóslega eru meingallaðir og almennir ósiðir þeirra sem eru eldri. Það er nefnileg ekkert minna um hvers kyns skort á siðfág- un og prúðmennsku hjá okkur sem eldri erum en hjá þeim sem erfa eiga landið og þar með menningararfleifðina og þá væntanlega jafnframt þann blæ siðfágunar sem liggur til grundvallar gagn- merkum og prúðmannlegum samskiptum. Það er mikill og óviðkunn- anlegur ósiður þegar í gangi er í samskiptum hátterni sem einkennist af ónærgætni og tillitsleysi. Við ættum því öll að láta fjúka hvers kyns hegðun sem er ruddaleg og ónærgæt- in. Þess í stað eigum við að reyna að efla í framkomu okkar og útgeislun allt það sem einkennir þann sem er háttvís og prúður í öllum at- höfnum sínum og samskiptum við aðra. Þannig eignumst við ögn siðfágaðri samskipta- tengsl og minnkum að mun líkur á að við verðum til þess að særa eða stórmóöga aðra aö ósekju. Siðfágun eykur sigurlíkur okkar á öllum svið- um en dónaskapur og óhefiuð framkoma dregur úr vinnings- líkunum. Það er því Ijóst að lífvænlegust er sú framkoma sem hefur jákvæð og prúð- mannleg áhrif á samskipti okkar hvert við annað en ekki sú framkoma sem gerir okkur að dónum og hana nú. □ 4.TBL. 1993 VIKAN 31 JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.