Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 38

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 38
MARHABA LÍBANSKUR VEITINGASTAÐUR ► Þjón- arnir eru klæddir að líbönskum sið og eiga það til að sýna þjóödansa í miöjum klíöum. ▲ A Marhaba starfa þrír líbanskir mat- reiöslu- menn. ► Maga- dans- mærin Vahsti sýnir listir sínar á Marhaba. ■ janúar síðastliðnum, þeg- I ar dagurinn var hvað ■ stystur, vindurinn gnauð- aði sem aldrei fyrr og élja- gangurinn ætlaði allt að kæfa, var opnaður líbanskur veit- ingastaður við Rauðarárstíg- inn í Reykjavík, Marhaba. Það var eins og Ijósglampa hefði slegið niður í gömlu húsi, þar sem áður voru öl- katlar Egils Skallagrímssonar - einmitt þar bar Aladin Yasin niður á töfrateppinu sínu á- samt eiginkonu sinni, Gabriellu Graziani. Hann kemur frá Líbanon en hún er ítölsk í aðra ættina og ensk í hina. í húsinu við hliðina, sem er samfast, er nýtt og glæsi- legt hótel, Hótel Reykjavík, og annast Marhaba meðal annars herbergjaþjónustu (room service) fyrir hótel- gesti allan sólarhringinn og stendur fyrir hót- elbarnum. Þau hjónin eiga hlut í rekstri tveggja sambæri- legra staða í London en líb- anskir veit- ingastaðir eiga miklum vinsældum að fagna þar eins og víðar í Evrópu. Síðustu fimm- tán árin eða svo hefur ríkt mikil skálmöld í Líb- ► Eigend- urnir Aladin Yasin og kona hans, Gabriella Graziani. anon og því hafa margir flúið land, þar á meðal matreiðslu- menn sem borið hafa með sér list sína til annarra heimshluta og hafa Evrópu- búar kunnað vel að meta það sem þeir hafa upp á að bjóða. Á Marhaba starfa þrír líbanskir matreiðslumenn, þeir Hassan, Yehia og Pi- erre, og hafa þeir þegar heill- að fjölmarga gesti staðarins sem ekki hefur starfað nema í fáeinar vikur. Að sögn þeirra Aladins og Gabriellu kaupa þau allt kjöt í heilum skrokkum. Síðan er það hlut- verk þremenninganna í eld- húsinu að vinna úr því og flokka á allra handa máta. Aladin segir að tvennt vinnist með þessu, annars vegar sé þetta ódýrara heldur en að kaupa kjötið til skorið, auk þess sem unnt sé að tryggja meiri gæði og ferskleika. Þess má geta að meðal þess sem er á hinum girnilega matseðli Marhaba eru heima- gerðar pylsur, ýmist úr nauta- kjöti eða lambakjöti - mjög Ijúffengar. Til þess að Marhaba geti staðið undir nafni þurfa þau Aladin og Gabriella að flytja hingað til íslands margs kon- ar hráefni frá Líbanon, eins og krydd, olíur og jafnvel grænmeti. Þess má geta að sumar gerðir grænmetis, sem ekki hafa fengist hér á landi, kaupa þau beint frá Amsterdam og fá slíka himnasendingu tvisvar í viku. Síðast en ekki síst bjóða þau upp á líbanskt vín, Kefraya, hvítt, rautt sem rósrautt. Loftslagið í Líbanon er að sögn kunnugra mjög vel fallið til vínræktar enda er vínið gott, einkum þó það rauða sem er afþragð. Ætli einhver að freista þess að eiga notalega kvöld- stund í góðu yfirlæti, snæða góðan mat í skemmtilegu andrúmslofti við framandi tónlist og angan frá Austur- löndum, er þeim hinum sama ráðlagt að prófa Marhaba. Umfram allt verður maður að gefa sér góðan tíma, tvær til þrjár klukkustundir að minnsta kosti, til þess að geta notið matarins til fulls og alls þess sem honum fylgir. Matseðillinn er langur og fjölbreyttur eftir því og virðast réttirnir býsna fram- andi í fyrstu. Það væri að æra óstöðugan að nefna þá alla hér en mazzha er til dæmis ríkuleg máltíð sem sett er saman úr ýmsum smáréttum, heitum og köld- um, ídýfum og smábitum, heimagerðum pylsum og kjúklingalærum til dæmis, sem bornir eru fram með líb- önsku brauði. í raun er mazzha hugsað sem lystaukandi forleikur fyr- ir einhvern aðalréttanna en þeir eru kapítuli út af fyrir sig. Á matseðlinum er einnig að finna hefðbundna rótti sem íslendingum eru að góðu kunnir. Með því móti er reynt að koma til móts við þá hótelgesti sem ekki hafa hug á austurlenska matnum. Mun fslenskur matreiðslumaður starfa við hlið þeirra líbönsku til þess að sinna þessum þætti matargerðarinnar. Framandi tónlist frá Mið- Austurlöndum lætur vel í eyr- um á meðan réttirnir gæla við bragðlaukana og fyrr en varir er magadansmærin Vahsti farin að sýna listir sínar. Um helgar eiga líbönsku þjónarn- ir, sem klæddir eru að sið heimalands síns, til að sýna þjóðdansa og leiða þeir þá gjarnan gestina fram á gólfið. Lesendur góðir - sjón er sögu ríkari. □ TEXTIOG UÓSM.: HJALTIJÓN SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.