Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 23

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 23
aö venjast, þar stendur öll tjöl- skyldan saman sem einn maður - þar er nærveran mik- il og ástúðin eins og best læt- ur. Ég hugleiði það oft hvort þetta fólk sé ekki í raun ríkara en við. Ég hef horft upp á ótrúlega fátækt og séð fólk búa við ömurlegar aðstæður, eins og til dæmis við ruslahauga Man- illa-borgar á Filippseyjum. Þar loga eldar daga og nætur enda er ruslafjallið kallað „Smokjr Mountain" eða reyk- fjallið. í borginni búa um tólf milljónir manna og öllu ruslinu er safnað saman á þessum eina stað. Þú getur ímyndaö þér reykinn og fýluna. Við þessar aðstæður fæða mæð- urnar börn sín sem busla nak- in í fúlli ánni sem rennur þarna í gegn en ómögulegt er að sjá skil hennar og rusl- fjallsins. Þarna búa á milli tíu og fimmtán þúsund manns í hreysum þar sem hver fjöl- skylda hefur örfáa fermetra til umráða. Ég gæti samt trúað að sambandið innan fjölskyld- unnar og samheldnin væri meiri þar en við þekkjum. Sonur minn var með mér þarna einu sinni. Hann varð fyrir reynslu sem hann gleymir aldrei. Hann sagði líka við mig: „Pabbi, þetta getur ekki verið satt.“ Þegar maður kem- ur heim til sín aftur eða hing- að til íslands eftir að hafa ver- ið á slíkum stöðum og heyrir kvartanir fólks í góðum efnum yfir því að það hafi það skítt þá hugsa ég alltaf: „Þetta fólk hefur aðeins við ofgnóttar- vanda að stríða." ÁFENGI OG HJÓNASKILNAÐIR - Hefur þú orðiö var við mis- mun á íslenskum og norskum fjölskyldum? „Nei, ekki hef ég tekið eftir þvi, nema ef vera skyldi að hjónaskilnaðir eru mun al- gengari á íslandi en í Noregi. Slíkt hefur jafnan mjög slæm- ar afleiðingar fyrir börnin. Við foreldrarnir erum ávallt reiðu- búnir að vernda börn okkar fyrir umhverfinu. Ef börnin okkar þurfa að fara yfir hættu- lega götu á leið í skólann skrifum viö grein í dagblaðið eða sendum stjórnmálamönn- um undirskriftalista til þess aö stuðla að því að börnin fái meiri vernd, varúöarráðstaf- anir verði gerðar svo minni hætta stafi af umferðargöt- unni. Þegar um er að ræða eiturlyfjavanda meðal ungs fólks erum viö tilbúin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að börn- in okkar komist í tæri við þau. Þegar aftur á móti um er að ræða hluti sem við sjálf eigum í erfiðleikum með, þá kemur annað hljóð f strokkinn. [ þessu sambandi get ég nefnt áfengisvandann sem er stærsta beina örsökin fyrir fjölda líkamlegra kvilla og sjúkdóma, svo ekki sé talað um öll þau vandamál sem upp koma á heimilum og óbætan- legt tjón sem hann veldur bæði alkóhólistanum og fjöl- skyldu hans. Þó svo að borð- leggjandi upplýsingar og vís- indalegar rannsóknir sýni svart á hvítu hversu miklu tjóni áfengið veldur í þjóðfé- laginu og böli á miklum fjölda heimila dugir það ekki til þess að fá okkur til að hætta að drekka. Við höfum ekki áhuga vegna þess að flestir foreldrar drekka áfengi. Þegar hér er komið sögu hættum við að hugsa um það sem börnum okkar er fyrir bestu. Hjónaskilnaður eru líklega það versta sem börnin okkar geta orðið fyrir. Við höfum aft- ur á móti engan áhuga á að draga þessar upplýsingar fram í dagsljósið vegna þess að lögfræðingar, prestar, blaðamenn og fjölmiðlafólk til dæmis eru sjálfir búnir að ganga í gegnum skilnað. Þeim er meira umhugað um að benda á slæm áhrif kjarn- orkuógnarinnar á börn og hvernig það sé fyrir þau að al- ast upp í heimi þar sem hætta er á kjarnorkustríði. Ég hef hins vegar aldrei hitt barn sem hefur þurft að upplifa slíkt stríð en mjög mörg sem h ‘a þurft að horfa upp á skilnau íoreldra sinna og vera skilin frá öðru hvoru þeirra og jafnvel systkinum sínum. Ótt- inn við kjarnorkustyrjöld er að- eins á yfirborðinu því aö börn- in hafa aðeins heyrt um hana talað. En óttinn viö að foreldr- arnir eigi ef til vill eftir að skilja er mjög ríkur í barnssálinni." MEÐ BAKDYRNAR OPNAR „Þegar karl og kona ganga í hjónaband er hugsun beggja gjarnan þessi: „Nú giftist ég þeim eða þeirri sem mun gera mig mjög hamingjusama(n). Væntingarnar í þessu tilviki eru miklu meiri en raunveru- leikinn sýnir fram á. Hér geng- ur sá sem [ hlut á í hjóna- bandið án þess að leggja eitt- hvað sjálfur af mörkum en gerir aftur á móti kröfur til maka síns um að hann geri sig hamingjusaman. Þegar tíminn líður og viðkomandi hefur ekki fengið óskir sínar uppfylltar kemst hann að því aö hann hefur gifst rangri manneskju. Ef við kaupum b(l, sem síðan fer ekki í gang, þá skilum við honum og fáum annan í staðinn til þess að verða ánægð með kaupin. Hjónaband sem byggt er á þessum forsendum á litla möguleika. Hjónaband krefst vinnu og ég get nefnt dæmi um það: Ég er nýkominn frá Himalaja. Þar er svæði þar sem algengt er að foreldrarnir ákveði hverj- um börnin þeirra giftast. Hugsaðu þér bara - ég hlyti að vera mjög spenntur ef ég ætti að gifta mig á morgun og vissi ekki einu sinni hvernig konan liti út. Einn félaga minna, norsk blaðakona, gat ekki með nokkru móti trúað því að þetta væri virkilega svona. Hún spuröi þess vegna unga, nýgifta stúlku að því hvort hún hefði í raun og veru gifst manni eftir óskum foreldra sinna. „Hvernig getur þú gert þetta þar eð þú elskar hann ekki?“ Þá svaraði ind- verska stúlkan: „Það er rétt, ég elska hann ekki ennþá en það er einmitt það sem ég ætla að læra að gera.“ Ég held að slíkt hjónaband hafi meiri möguleika á langh'fi heldur hjónaböndin þar sem bakdyrnar eru hafðar opnar: „Ef maki minn gerir mig ekki hamingjusama(n) fer ég bara eitthvað annað." Allt sem er okkur einhvers virði krefst vinnu. Ef þú vilt vinna gullverðlaunin í ein- hverri keppni verður þú að leggja á þig mikla vinnu og beita sjálfan þig hörðu. Það sama gildir ef þú ætlar að lifa í góðu hjónabandi. Ef þú vinn- ur að þessu af alhug, leitast við að skilja og tileinka þér Flestir eru ■ góöu hjóna- bandi og vilja læra hvernig hægt er aö gera gott hjónaband betra. FRH. Á BLS. 26 4.TBL. 1993 VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.