Vikan - 25.02.1993, Page 8
hver tilgangurinn er með líf-
inu, möguleikarnir á að skapa
verða raunhæfir og við förum
að njóta þess að vera úti í
náttúrunni og upplifa eitt-
hvað.“
Undanfarna áratugi hefur
hraðinn á vinnustöðunum ver-
ið að aukast. Allt annað hefur
líka verið að aukast: fjölmiðla-
framboðið, fréttir, hlutir til
heimilisins, námskeið... Til-
boðunum rignir yfir okkur - og
viðbrögðin eru þau að auka
hraðann meira og meira.
Ekki þarf annað en að horfa
á kvikmynd frá fimmta eða
sjötta áratugnum til þess að
sjá hve mikið við höfum aukið
hraðann. Þeirra tíma fólk
hreyfði sig og talaði allt öðru-
vísi: í kringum það var ró og
friður í loftinu.
Núna erum við líka farin að
krefjast þess að börnin séu
stöðugt að. Margir foreldrar
verða hræddir þegar þeir sjá
börn sín sitja aðgerðalaus.
Þeir fá sektarkennd, halda sig
ekki hvetja börnin nægilega
og hefjast strax handa við að
virkja þau. Fólk er farið að
jafna kyrrð og ró við leiðindi.
Þó leggja barnasálfræðingar
mikla áherslu á nauðsyn þess
að börn nái andanum inn á
milli og líklega er það okkur
öllum nauðsyn.
LÍKA IÁKVÆÐ
Hvað er streita eiginlega?
Þegar við fáum verkefni
stígum við á bensíngjöfina
innra með okkur og þannig
losnar orka úr læðingi. Það
flókna við streitu er að hún er
ekki bara neikvæð. Streita er
lífsorkan sjálf - ef ekki væru
gerðar kröfur til okkar yrði lífið
of vandalítið. Öll vitum við hve
eftirsóknarvert það er að vera
full innblásturs og orku.
Það hættulega við þá
streitu sem margir þekkja nú
um stundir er að hún er linnu-
laus. Við verðum að vega upp
á móti streitunni í lífi okkar
með kyrrum og rólegum
stundum. Við verðum að finna
jafnvægi, takt sem er mitt á
milli aðgerða og hvíldar. Þeg-
ar við erum stöðugt á fullri
ferð og náum okkur ekki niður
verðum við að fara að gæta
okkar.
Því fólki sem líður best
þegar allt er á tjá og tundri er
ekki eins mikil hætta búin.
Ennþá mikilvægara er ef við
ráðum hraðanum sjálf. Við
þær aðstæður nýtum við ork-
una og erum árvökul - ekki
spennt.
Séu aðstæður á hinn bóg-
inn þannig að fólk hafi allt of
mikið að gera, leiðist það sem
það gerir eða aðrir ákveða
vinnuhraðann þá fer það að
byggja upp spennu. Þá er of
mikið bensín gefið inn, svo
mikið að við náum ekki að
nýta það. Og þá situr spenn-
an eftir í líkamanum. Það er
þó ekki aðeins hraði sem er
streituvaldur. Depurð og tóm-
leiki veldur líka streitu. Og
skortur á væntumþykju.
DAPURLEIKI VELDUR
STREITU
Streita er ekkert nýtt fyrirbæri.
Streita hefur alltaf verið til.
Steinaldarmaðurinn, sem
heyrði rándýr klóra utan hell-
inn sinn, fann líka til streitu.
Stóri munurinn á honum og
okkur er sá að hann gat náð
streitunni úr sér. Hann barðist
eða flúði. Þá var þvf lokið og
hann gat slakað á.
Hvað okkur áhrærir stoðar
oft hvorki að berjast né flýja
vegna þess að streitan er til
staðar í öllu okkar lífsmynstri.
„Verst af öllu er þegar fólk
er bæði stressað og langt
niðri," segir Katrín. „Sumir
þeirra sem hafa orðið fyrir
vonbrigðum í lífinu bera þau
stöðugt innra með sér. Þar eð
dapurleiki veldur líka streitu
lifir þetta fólk f stöðugri
spennu. Og mikið rétt; þá er
algengt að finna streitusjúk-
dóma innan erfiðra og vél-
rænna starfsgreina. “
Þegar hér er komið sögu er
hægt að sýna fram á hvað
gerist í líkamanum þegar við
erum undir álagi og líta á þau
líffæri sem vitað er að eru
næm fyrir streitu. Þá koma
gjarnan í Ijós afskræmd Ifffæri
og sérstaklega verða krans-
æðar hjartans illa úti.
Einnig kemur í Ijós að
óbrennd fita og kólesteról
safnast innan á æðaveggina
og að ónæmiskerfið veikist.
TAKIÐ STREITUNA
ALVARLEGA
Þess vegna er mikilvægt að
taka fyrstu streituvísbending-
arnar alvarlega. Þetta eru þær
algengustu:
• Spenna og verkir í líkaman-
um.
• Tíður höfuðverkur.
• Meltingartruflanir.
• Svimi, hjartsláttur, svita-
köst, skjálfti.
• Svefntruflanir.
• Óróleiki og eirðarleysi.
• Einbeitingarerfiðleikar.
• Skapsveiflur.
• Að langa ekki til neins leng-
ur, finnast allt fánýtt.
Hvaða sjúkdómar geta svo
fylgt í kjölfarið?
„í fyrsta lagi eru það hjarta-
sjúkdómar, svo sem krans-
æðastífla og háþrýstingur, en
lika sjúkdómar í öndunar-
færum, þar á meðal astma.
Þunglyndi eykst. Vöðvabólg-
ur, festumein og fleiri sjúk-
dómar í stoðkerfi setjast að,“
segir Katrín.
Allir þessir sjúkdómar eru
algengari hjá fólki í erfiðri og
þreytandi vinnu en hjá öðrum.
Konur þola að vísu streitu
betur en karlar. Síðustu tölur
benda þó til þess að eitthvað
sé að láta undan hjá konun-
um vegna þess að undanfarin
ár hafa æ fleiri konur fengið
hjartaslag.
Hugsanlega er það vegna
þess að núna eru konur undir
miklu meira álagi en margir
karlar. Flestar konur vinna
utan heimilis og um leið bera
flestar þeirra - hvað sem öllu
jafnréttistali líður - aðalá-
byrgðina á heimili og börnum
- og ábyrgðina á gömlum for-
eldrum og ættingjum.
Meðal aðalstreituvalda
karla eru reykingar, óreglulegt
líferni, áfengisneysla, ósam-
komulag á heimili eða vinnu-
stað og samkeppni á vinnu-
markaði. Margar konur eru
raunar komnar í sama mynst-
ur. Um leið halda þær áfram
að reyna að uppfylla hefð-
bundnar kröfur: að eiga fallegt
heimili, vera góðar mæður,
matreiða næringarríkan mat,
halda sér ungum og fersk-
um...
Dæmið gengur ekki upp og
ein af afleiðingunum er sú að
tíðni hjartasjúkdóma eykst hjá
konum.
VIÐ LEITUM UPPI
HUGGUN
Óhollt líferni fer illa með lík-
amann og þegar streita bætist
við verða áhrifin eins og að
kveikja á báðum endum kert-
is. Þar ofan á koma svo fylgi-
kvillar streitu, sjúkdómar sem
eru fylgikvillar þeirra huggun-
araðferða sem beitt er til að
draga úr streitunni.
Við reykjum. Við drekkum
áfengi. Við borðum óhollan
mat, gegn betri vitund því við
vitum að allar þessar neyslu-
venjur eru neikvæðar fyrir
heilsuna.
í Bandaríkjunum hefur
rannsóknarfólk jafnvel slegið
því fram að 75 prósent af öllu
krabbameini sé til komið
vegna þeirra neysluvenja sem
fólk temur sér til að leita
hupgunar við streitu.
I samfélaginu eru mörg ein-
kenni þess að við lifum ekki
rétt. Ekki kemur það einungis
fram í beinum og greinilegum
sjúkdómum. Svo lítið dæmi sé
tekið segja margir grunn-
skólakennarar að undanfarinn
áratug hafi þeir með hverju
árinu séð æ fleiri tætt börn
sem eiga verulega erfitt með
að einbeita sér. Annað viðvör-
unarmerki er vaxandi fjöldi
þeirra sem þjást af krónískri
þreytu, það er að segja þreytu
sem hvorki svefn né hvíld
vinnur bug á.
„Við verðum að fara að
endurskoða hvernig við hög-
um lífinu," segir Katrín Fjeld-
sted. „Það er til dæmis spurn-
ing hvort ekki megi lögfesta
sex tíma vinnudag fyrir ung-
barnaforeldra, bæði mæður
og feður?“
Hvað geta þeir gert sem á-
líta sig í streituhættu? Fyrst
og fremst er að setjast niður
og íhuga: Verð ég að haga líf-
inu á þennan hátt? Er ekki
möguleiki að fara aðeins
hægar? Gæti ég minnkað við
mig vinnu og tekið upp 75
prósent vinnu eða hálfs dags?
Svona vangaveltur gætu
hljómað hæðnislega þegar
margir ganga atvinnulausir en
þeir sem eru í vinnu og vinna
of mikið - getur verið að þeir
einblíni um of á efnisleg gæði
sem þeir strangt tekið ekki
þarfnast?
Jafnframt á fólk að þora að
segja nei! Konur eiga að sjá til
þess að öll fjölskyldan hjálpist
að við heimilisstörfin og draga
almennt úr öllum umframkröf-
um á sjálfar sig og aðra.
Næst er að finna forgangs-
röð! Hugsið um sjálf ykkur
öðru hverju - og fyllið sálar-
skúffurnar. Æfið ykkur í að
gera ekki neitt einstöku sinn-
um. Það er erfitt en skilar sér í
betri geðheilsu þeirra sem ná
tökum á því.
Þetta segir Katrín Fjeld-
sted:
„Það sem hefur gerst í
samfélaginu er að við erum
farin að hafa hausavíxl á vel-
megun og hamingju. Velmeg-
un er góð upp að vissu marki.
Eftir að því er náð er öll viðbót
orðin ónauðsynleg. Lífsham-
ingjan eykst ekki við að eign-
ast fleiri hluti.“
íhugið síðan: Hvenær líður
mér best? Við hvaða tækifæri
finn ég til mestrar lífsgleði?
Komið því þannig fyrir að þið
getið lagt stund á það sem
gefur ykkur mest, sem oftast!
Farið í gönguferðir, málið,
veiðið, þrjónið, hittið vini! Það
er hægt að finna glufur, jafn-
vel í ásetnasta degi. Gleði er
8 VIKAN 4. TBL. 1993