Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 30
ESTHER FINNBOGADOTTIR STJORNAR FEGURÐARSAMKEPPNI ISLANDS sýningarstarfinu? „Já, mér finnst þaö skemmtilegra. Ég hef alltaf veriö talin frekar ákveöin og mér finnst gaman aö stjórna. Ég hef líka mjög gaman af því aö geta komíð frá mér hlutum sem aörir vilja læra og sjá síðan fólkiö taka breytingum eftir því,“ segir Esther og fer dálítiö hjá sér við að tala svona um sjálfa sig en ekki meira en svo aö hún meinar greinilega hvert orö af því sem hún segir. Og nú er hún framkvæmdastjóri fegurö- arsamkeppni íslands sem er nú í eigu Ólafs Laufdals. Keppnin fer fram á Hótel ís- landi 21. apríl næstkomandi og fram aö þeim tíma er Esther á kafi í undirbúningi. „Stefnan hjá mér er sú aö gera meiri sýningu úr loka- keppninni, aö hafa úrslita- kvöldið meira fyrir augaö. Ég vil líka leyfa hópnum að njóta sín betur sem heild eins og er aö gerast erlendis," segir Esther en hún notaði þessa tækni mikið í forsíöustúlku- keppni Vikunnar og þar nutu hæfileikar hennar sín til fulls. Enda hefur keppnin vakiö mikla og veröskuldaöa at- hygli. Um voriö '91 fór Esther aö sinna skipulags- störfum og þjálfun í auknum mæli en lagði sýningar- störf aö mestu á hilluna. ÞRÝSTNARI Á KROPPINN „Þaö er mjög skemmtilegt aö sjá margar gullfallegar stúlkur á sviðinu í einu og ég ætla aö þjálfa Reykjavíkurhópinn í fegurðarsamkeppninni meö þessu sniði samhliöa skipu- lagningarstarfinu en það er aö auki gífurlega mikil vinna við alls kyns atriöi og ráðgjöf í kringum keppnina. Síöan held ég áfram við aö aðstoða stúlkurnar sem fara út aö keppa í fegurðarsamkeppn- um. Mér finnst líka dálítiö gaman aö hafa haft hönd í bagga bæöi meö þeim Maríu Rún Hafliðadóttur, Þórunni Lárusdóttur og Heiðrúnu Önnu Björnsdóttur því þær stóöu sig allar af stakri prýöi." Þannig hefur Esther ærinn starfa á sinni könnu en viö megum ekki gleyma því aö hún hefur veriö rækilega viðloðandi atvinnugreinarnar fyrirsætu- og sýningarstörf undanfarin ár og kann margt um þau aö tala. Hún segir fólk ekki streyma í stríöum straumum inn í þessi störf í kjölfar aukins atvinnuleysis. „Hér heima hefur allt dreg- ist saman undanfariö og sömu sögu má segja erlendis frá. Þegar fyrirtækin draga saman seglin þá er minna um að vera hjá sýningarfólki eins og skiljanlegt er,“ segir hún. En eru viðmið í sköpulagi og hæö aö breytast, mega sýningardömurnar fara að veröa hvort tveggja lægri og þrýstnari á kroppinn? „Þessir hlutir hafa yfirleitt ekki skipt miklu máli hér á íslandi en er- lendis hafa sýningarstúlkurnar veriö óskaplega grannar og mjög háar. Hins vegar er farið aö bera meira á ávölum línum í vaxtarlagi, þær eru meira sexí. Og menn eru heldur ekki eins strangir á hæöinni." ENGIN OFURMENNI „Karlar eiga líka mjög erfitt uppdráttar í þessu og það kom berlega fram í viðtali í tískuþætti Stöðvar 2 um dag- inn. Þar voru þeir aö tala um aö þetta væri sennilegast eina starfsgreinin þar sem karlar fá mun minni laun en konur fyrir sömu vinnu. Hér heima fá þeir sömu laun og konur en þaö er bara minna fyrir þá aö gera. En hér vantar líka karlmann- lega menn til sýningarstarfa. Margir af þessum strákum eru mjög ungir, sautján til átján ára og hafa hreinlega ekki náð nægilegum þroska til aö sýna föt fyrir mun eldri menn. Ég myndi segja aö aldurinn 25-35 og jafnvel eldri væri mun heppilegri fyrir herra- módel. Ég hef til dæmis orðið vör við að þaö er mjög erfitt aö finna karla um og yfir þrí- tugt til starfa viö auglýsingar." En þurfa menn aö sjá ein- hver ofurmenni í speglinum til aö gerast fyrirsætur? „Nei, nei, en fyrirsætur, karlar sem konur, þurfa að vera almennt ánægöar meö sig, hafa sjálfs- traust. Og allir þurfa aö hafa eitthvað sérstakt til aö bera í útliti og framkomu. Þaö er líka einn galdurinn aö geta veriö á sviöi fyrir framan hundruö manna án þess aö sýningar- fólkiö sé sjálft miðdepill at- hyglinnar. Þaö eru fötin eöa eitthvað annað sem er veriö aö sýna, ekki módelin. Sá eöa sú sem fer inn á sviðið með því hugarfari aö „hér komi ég“ nær þessu aldrei. Þetta er bara vinna og hálfgert leikrit. Og stundum er sagt að fyrir- sætur séu ástfangnar af sjálf- um sér sem er auðvitað rétt aö mörgu leyti. Þvf miöur er þó til fólk sem misskilur þær 30VIKAN 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.