Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 6

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 6
SVARTIDAUÐI ► „Þaö sem hefur gerst í samfélag- inu er aö viö erum farin aö hafa hausavíxl á velmeg- un og ham- ingju." ■■g er á eilífum þeytingi. Ég er farin að halda að ■■ ég nái aldrei að fara að lifa lífinu... Kannist þið við þetta? Æ fleiri þjást af stöðugri streitu. Sumir vísindamenn eru farnir að líkja streitu við eins konar nútímadrepsótt. Það er ekki nóg með að streita dragi úr lífsgæðum heldur er hún hreint og beint lífshættuleg. íslenskt samfé- lag er orðið svo gegnsýrt af streitu að sumum er farið að finnast streituástandið „norm- alt" og taka fyrst eftir því að streitan er komin yfir öll vel- sæmismörk þegar léttir á henni. [ fyrstu Mósebók segir frá því er drottinn lét eldi og brennisteini rigna yfir Sódómu og Gómorru og gjöreyddi borgunum. Nú til dags þarf fólk að óttast annars konar gereyðingu og ekki síður al- varlega - þá sem kemur inn- an frá og tærir. í Bandaríkjunum álítur rannsóknarfólk að stór hluti alls krabbameins stafi af því að við reykjum, drekkum á- fengi og etum óhollan mat til þess að hughreysta okkur vegna - streitu. Fyrr á öldum voru það smit- sjúkdómar sem drógu fólk til dauða. Eftir að við unnum bug á þeim dóum við úr vellysting- um. Nú höfum við lært að borða rétt. Nú föllum við í val- inn af streitu í staðinn. Katrín Fjeldsted er heimilis- læknir, borgarfulltrúi og fjög- urra barna móðir. Hvernig verst hún streitu? „Ég reyni að koma í veg fyrir að streita nái tökum á mér; til dæmis með því að ijúka verkefnum jafnharðan, tryggja að ég fái nægan svefn og ástunda heilbrigt líferni. Ég reyni að borða hollan mat, reyki ekki, neyti áfengis í hófi og drekk mjög lítið kaffi. Allt eru þetta fyrirbyggjandi að- gerðir. Þar að auki hefur það mjög jákvæð áhrif á mig að vera samvistum við fjölskyldu mína og vini. Næði til að sinna hugðarefnum, svo sem lestri, er mér einnig lífsnauð- syn, “segir Katrín. „Við verðum að fara að gefa streitu meiri gaum, ekki einungis af því að hún dregur úr lífsgæðum okkar heldur vegna þess að hún getur ver- ið hreint og beint lífshættuleg. Við gerum okkur grein fyrir hættum sem stafa af þynn- ingu ósonlagsins, vaxandi blý- innihaldi lofts og eitruðum úr- gangi en streitutengdir sjúk- dómar eru líka skaðvaldar sem draga fólk til dauða," bætir hún við. Hvað hefur átt sér stað? í stuttu máli sagt eru það skammhyggin fjárhagssjónar- mið sem stýra samfélaginu í æ rikara mæli og viðhorfum þegna þess um leið. Verðmætasköpun er í fyrir- rúmi. Allir verða að drífa í hlutunum. Að vera hefur ekk- ert að segja. Það fær enginn neitt fyrir það að setjast niður, reyna að finna sjálfan sig sem manneskju og láta lygna inn- anborðs. „Við högum lífi okkar eins og starfið og frammistaðan sé allt,“ segir Katrín Fjeldsted. „Ég neita því heldur ekki að vinnan er mikilvæg. Þó kemst maður aldrei undan því að þegar um lífshamingju er að ræða skipta allt önnur atriði máli. Þar er það ástin sem er mikilvæg, hjónabandið, sam- skiptin við börnin okkar og vinina. Það er ekki fyrr en við horfumst í augu við þetta að við öðlumst tilfinningu fyrir því 6VIKAN 4.TBL. 1993 TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.