Vikan


Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 25.02.1993, Blaðsíða 22
hafa öörum hnöppum aö hneppa og sækjast eftir auknu samneyti við félaga sína um leið og þau verja meiri tíma í áhugamálin. Þörf- in er engu aö síöur fyrir hendi. Foreldrar veröa aö finna tíma og leiðir til aö vera meö börn- unum sinum á mismunandi þroskaskeiöum." VID NÁÐUM SAMBANDI „Þegar sonur minn varö tíu ára komst ég aö nokkru merkilegu en um þær mundir haföi samband mitt við hann verið mjög takmarkaö. Mér varð ijóst að ég yrði aö ráða bót á þessu ástandi og auka samveru okkar. En hvernig ætti hún helst að vera? Ég hélt mig hafa fengið góöa hugmynd, sem var þess efnis aö viö tækjnum okkur eitthvaö sameiginlega fyrir hendur. Þá hugsaði ég aftur: „Hvaö er þaö sem mér þykir skemmti- legt?“ Þá komst ég að þeirri niðurstööu aö ég heföi á- nægju af þvi aö veiða fisk, fara í gönguferðir í skóginum og svo framvegis. Ég keypti því veiöistöng handa syni mínum og tók hann því næst meö mér í veiðtúr. Vandamál- iö var bara eitt - hann hafði engan áhuga á að veiða. Þegar viö vorum aö búa okkur í aöra eöa þriöju veiði- feröina spuröi hann mig hvort hann þyrfti endilega aö koma meö. Ég horföi forviða á hann og sagði: „Hvaö segirðu, drengur? Ég sem hélt aö ég væri aö gera þetta fyrir þig.“ Þá rann loksins upp fyrir mér Ijós. Ég haföi nefnilega allan tímann verið að gera það sem ég haföi gaman af, án þess aö spyrja hann hvort hann heföi gaman af því líka, mér fannst þaö bara svo sjálfsagt. Ég lagði heilann í bleyti og komst að þeirri niöurstööu aö ég þyrfti aö gera þaö sem honum þætti skemmtilegt, ekki mér. Ég vissi aö hann elskaði fótbolta og úr varð að ég fór meö honum á fyrsta leikinn - ekki vegna þess aö ég heföi áhuga heldur af þeim sökum aö mér þykir vænt um son minn. Með því að fara meö honum á fótboltaleiki, sem var þaö skemmtilegasta sem hann gerði, sýndi ég honum aö ég vildi koma til móts við hann. Ég skildi ekk- ert í leiknum í fyrstu en eftir aö viö höföum fariö í nokkur skipti var mér líka fariö að þykja gaman. í eitt af fyrstu skiptunum hafði ég ekki veriö meö hug- ann viö það sem var að ger- ast á vellinum heldur fólkið í kringum mig, skýjafarið eða fuglana. Allt í einu gerðist eitt- hvað spennandi á vellinum og sonur minn leit á mig til að at- huga hvort ég hefði tekiö eftir þessu líka. Hann sá aö ég var úti á þekju og ég sá um leiö vonbrigöin í svip hans. Þarna uppliföi hann þaö sem svo mörg börn þurfa aö gera þeg- ar samband þeirra við foreldr- ana er annars vegar, þó eink- um við föðurinn, aö hann er aðeins til staðar líkamlega - hann er bara þarna. Barnið hefur líka þörf fyrir andlegt samband við hann og félags- skap, samveru. Þegar ég sá hvaö ég haföi valdiö syni mínum miklum vonbrigöum ákvaö ég aö taka mig á. Ég læröi fótboltaregl- urnar svo ég skildi betur þaö sem fram fór á vellinum. Nokkru síðar, þegar viö vor- um horfa á spennandi leik, sá hann aö ég var farinn aö skemmta mér hiö besta. Um miðjan fyrri hálfleikinn geröist svolítið á vellinum og ég sagöi: „Sástu hvað hann náöi boltanum fallega af varnar- manninum?'1 Sonur minn haföi líka veitt þessu sérstaka athygli. Viö litum hvor á ann- an og ég sá hvaö andlit hans Ijómaði þegar hann uppliföi þaö aö ég haföi jafngaman af þessu og hann. Viö höföum náö sambandi. Sonur minn hefði ekki tekið mark á mér hefði ég einfald- lega sagt viö hann að mér þætti vænt um hann - ég varö aö sýna þaö líka.“ AÐ ELSKA OG VERA ELSKAÐUR „Stærsta vandamálið í hjóna- bandi er aö okkur er um megn aö sýna hvert öðru ást og um- hyggju en slíkt gerist á tveim- ur sviðum. Þú getur vitaö aö þú sért elskaður af konu þinni. Hún getur líka vitaö að þú elskir hana. Málin horfa öðruvísi viö þegar um er aö ræöa upp- lifunina aö vera elskaöur. Þú hittir nýgift hjón strax eftir at- höfnina og spyrö frúna tveggja spurninga á kirkju- tröppunum: „Veistu hvort maðurinn þinn elskar þig?“ „Aö sjálfsögöu," svarar hún. „Viö vorum aö gifta okkur.“ Ef ég spyr hana hvort hún finni þaö, hvort hún upplifi þaö, þá fær hún stjörnur í augun og segir himinlifandi: „Já, svo sannarlega." í þessu tilviki er algjör samsvörun þarna á milli - á því sem sagt er og hinu sem er gert. Ef ég hitti þessa sömu konu aö tveimur árum liðnum svarar hún vafalítið fyrri spurningunni játandi. Þegar ég spyr hana hvort henni finnist þessi ást vera á- þreifanleg, hvort hún upplifi sambandiö þannig, þá er hún ekki alveg viss. Ef ég spyr hana aftur að næstu tveimur árum liðnum svarar hún kannski báöum spurningunum neitandi. Þetta á ekki síður viö um samband foreldra og barna. Ég hef ekki tölu á öllum þeim unglingum sem ég hef talað viö. í starfi mínu hitti ég gjarn- an fólk sem á viö einhvern fé- lagslegan vanda aö stríða. Samtöl viö unglinga koma oft til minna kasta og þegar kom- iö er aö sambandi þeirra við foreldrana, hvort unglingarnir haldi aö foreldrum þeirra þyki vænt um þá, er viðkvæðið oft aö svo sé ekki, foreldrarnir hafi nákvæmlega engan á- huga á þeim. Af lýsingunum að dæma mætti halda aö for- eldrarnir væru vondir og ó- mögulegir í alla staöi - þeir vanræktu börn sín gjörsam- lega og hugsuðu aðeins um sjálfa sig. Eftir slík samtöl kalla ég gjarnan á foreldrana líka til þess aö heyra þeirra hlið á málinu. í fjölmörgum tilvikum veröa foreldrarnir mjög undr- andi þegar ég segi þeim und- an og ofan af afstööu barna þeirra. Þeir segjast þá hafa gert allt sem í þeirra valdi hafi staðið til aö þóknast þeim og koma til móts viö þau, þau hafi ávallt fengiö allt sem þau hafi beðið um - þeir elski börn sín mjög mikiö. Gallinn er bara sá að börnin finna ekki þessa ást, þau upplifa hana ekki vegna þess aö tjáskiptin eru röng. Foreldrarnir sýna börnum sínum ekki fram á aö þeir elski þau og þyki vænt um þau. Ég held aö þetta sé ein skýringin á því hvers vegna svo mörg börn af svokölluðum góöum heimilum fara út af sporinu og lenda í einhverju misjöfnu. Ég hef mörg dæmi um slíkt. Þaö þýöir ekkert fyrir mig sem foreldri að segja við sautján ára dóttur mína aö mér þyki vænt um hana - ef ég sýni henni þaö ekki. Hún trúir ekki orðum mínum ef ég má ekki vera að því að ræöa viö hana og sinna henni á þann hátt sem hún þarf á aö halda. Þaö þýöir heldur ekkert fyrir mig sem fjölskylduráð- gjafa að segja unglingi aö for- eldrar hans elski hann og vilji allt fyrir hann gera ef honum finnst þeir ekki hafa sýnt hon- um það. Þetta kemur foreldr- um oft mjög á óvart, þeir verða alveg gáttaðir: „Við sem gerum allt fyrir börnin okkar.“ Barniö veröur aö geta fundið þetta á breytni foreldra sinna því aö orðin duga skammt ef þeim er ekki fylgt eftir á réttan hátt. Á námskeiðunum reynum viö aö kenna fólki aö sýna ást og umhyggju, tjá hana á fleiri vegu en meö orðunum einum. Þaö er meö ólíkindum hvaö aöstæöur innan fjölskyldu geta breyst mikiö þegar fólk er orðið meövitað um þetta. Oft er hægt aö tala um bylt- ingu, svo mikil veröur breyt- ingin stundum til hins betra á ótrúlega skömmum tíma. í starfi mínu sem fjölskyldu- ráögjafi hitti ég oft feður og segi þeim aö sonurinn, dóttirin eöa eiginkonan hafi kvartað yfir ástleysi hans og afskipta- leysi. „Þaö er skrítiö," segja þeir gjarnan, „ég hef aldrei heyrt aöra eins vitleysu, ég sem hef keypt handa börnum mínum og konu bókstaflega allt sem unnt er að fá fyrir peninga." Vandinn er sá að fjölskylduna skortir þá hluti sem ekki er hægt aö fá fyrir peninga.“ TÍMINN OG VELFERÐIN „Tíminn er mjög mikilvægt at- riöi, án hans er hjónaband vonlaust. Margir segjast ekki hafa tíma fyrir hitt eöa þetta. Staöreyndin er samt sú að þaö er aðeins einn hlutur sem allir menn hér á jörð hafa fengið jafnmikið af í vöggugjöf - tíminn. Það hefur nefnilega enginn meira eöa minna en tuttugu og fjóra tíma í sólar- hringnum. Spurningin er því um það til hvers við notum tíma okkar. Tilhneiging okkar er aö taka eitt fram yfir annaö og setja hlutina í ákveöna for- gangsröö eftir mikilvægi. [ hinum vestræna heimi höf- um viö lagt ofurkapp á verald- lega hluti. Allt þaö sem snýst um samveru, ástúð og hlýju setjum viö mjög oft neðarlega á þennan lista. Síöan leggjum viö ofurkapp á að kaupa alls konar hluti sem viö höfum svo engan tíma til að nota og ef til vill enga þörf fyrir heldur. Og svo erum viö hissa á því aö samband okkar viö makann eöa börnin fari út um þúfur. Einmitt á þessu sviöi sér maður andstæðurnar meö hinum vestræna heimi og þriöja heiminum, þar sem fá- tæktin getur verið ólýsanleg. Fjölskylduböndin þar eru aftur á móti sterkari en viö eigum 22VIKAN 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.