Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 18
lega fyrir. Þá kemur frændi
minn, Stefán Jónsson, leikari
og mikiil áhugamaður um
kvenlega fegurð, æðandi inn
og segir: Ertu ekki að horfa á
fegurðarsamkeppnina?
Ég vissi auðvitað að fegurð-
arsamkeppnin stóð yfir og líka
að Lindu var spáð góðu gengi.
Klukkan var orðin heilmargt,
ég búin að vera á ferð og flugi
frá því eldsnemma um morg-
uninn og alltaf komst Linda
lengra og lengra í keppninni á
skjánum.
Ég hugsaði því: Æ, Linda
mín, gerðu mér þetta nú ekki!
Ég hreinlega nenni ekki að
fara að þeysast aftur þvert yfir
borgina um miðja nótt. En
Linda vann og ég þurfti að
æða út í nóttina og hafa uppi
á henni. Daginn eftir tók ég
svo við hana mitt fyrsta sjón-
varpsviðtal.
VINNUÁLAGIÐ
ÞREFALT i TÖRNUM
Síðan þá hef ég unnið jöfnum
höndum fyrir útvarp og sjón-
varp, þó alltaf miklu meira fyrir
útvarpið. Ég er með síma-
pistla fyrir sjónvarpið en vinn
helst fyrir þaö með tökuliði
þegar eitthvað virkilega stórt
er að gerast, þar sem allir ís-
lensku fjölmiðlarnir láta til sín
taka. í miklum vinnutörnum er
vinnuálagið því tvöfalt eða
þrefalt því Rás tvö er oftast
inni í dæminu líka. Útvarps-
vinnan er tæknilega auðveld-
ari. Þar nægir oftast að hafa
aðgang að símtóli.
Sjónvarpsvinnan krefst mik-
illar skipulagningar varöandi
tökulið og tæknimenn, töku-
staði, stúdíótíma, ferðatilhög-
un og hvaðeina. Við skiptum
alltaf við sama sjónvarpsfyrir-
tækiö og ég er oftast með
sama myndatökumanninn
með mér. Það er mjög þægi-
legt því við erum farin að
þekkjast og vinnum vel sam-
an. Mikið tilstand er í kringum
alla svona vinnu hér þar sem
allt er svo stórt í sniðum og
þungt í vöfum. Beiðni um leyfi
til að tala við sinn eigin forsæt-
isráðherra við eitthvert ráðu-
neytið getur veriö marga daga
aö fara í gegnum kerfið.
Hræöslan við hryðjuverk gerir
allt miklu flóknara en ella enda
sú hræðsla ekki ástæðulaus.
CARRINGTON FANN5T
HÚN NOKKUÐ ÁGENG
Þetta var talsvert einfaldara
þegar ég vann hér fyrst sem
blaðamaður Morgunblaðsins
árið 1982. Vigdís forseti var
hér í opinberri heimsókn og
snæddi meðal annars hádeg-
isverð hjá Margréti Thatcher
forsætisráðherra [ Down-
ingstræti 10. Fyrir hádegis-
verðinn sat Ólafur Jóhannes-
son, þáverandi utanríkisráð-
herra, fund í utanríkisráðu-
neytinu með starfsbróöur sín-
um, Carrington lávarði. Hópur
fréttamanna að heiman var í
London í tilefni af forsetaheim-
sókninni en frásagnir af opin-
berum heimsóknum vilja oft-
ast verða ósköp keimlíkar svo
fólk reynir stundum að beita
útsjónarsemi til að vera með
eitthvaö annaö en allir hinir.
Ég samdi við Ólaf Jóhann-
esson um að ég myndi bíða
við utanríkisráðuneytið, sem
er rétt fyrir aftan Down-
ingstræti, og ganga síðan
með honum og lávarðinum frá
ráðuneytinu að bústað forsæt-
isráðherrans. Á leiðinni myndi
Ólafur segja mér það sem
hann treysti sér til að segja af
viöræðunum en þetta var eina
tækifærið til að ná tali af Ólafi
þennan dag. Á meðan hinir
blaðamennirnir biðu fyrir utan
Downingstræti stóð ég því við
utanríkisráðuneytið þegar ráð-
herrarnir komu út og varð
samferða þeim alveg upp að
dyrum forsætisráðherrabú-
staðarins. Það eru til myndir af
mér þar sem ég er komin hálf
inn um dyrnar - þó að ég hafi
nú aldrei ætlað mér svo langt
- og Carrington er að banda
mér frá. Hann var hálfpirraður
á þessu enda haföi ég ekki
gert neinn samning við hann.
Á þessum tíma var pabbi
sendiherra hér (Hildur Helga
er dóttir Sigurðar Bjarnasonar,
fyrrum sendiherra í London)
og foreldrar mínir voru í há-
degisverðinum. Carrington
segir við pabba að sér þyki nú
ekki nógu gott að sjá að ís-
lenskir blaðamenn séu að
verða jafnfrekir og aögangs-
harðir og þeir bresku. Það hafi
veriö ein þarna á stéttinni sem
hafi ekki ætlað að sleppa
þeim inn. Pabbi spyr þá
hvernig viðkomandi blaða-
kona líti út og Carrington fer
eitthvað aö lýsa mér. Pabbi
segist þá hafa sagt: Þetta þyk-
ir mér gott að heyra. Ég er
gamall blaðamaöur sjálfur og
þetta hefur verið dóttir mín.
Carrington varð heldur vand-
ræðalegur, vissi ekki hvað
hann átti að segja en það var
bara tilviljun að svona skyldi
hittast á. Á göngunni hafði ég
hins vegar fengið ágæta frétt
um Rockall-málið hjá Ólafi.
Skömmu seinna lét Thatcher
setja voldugar stálgrindur fyrir
Downingstræti og sá sem
reyndi að valsa svona á milli
húsa á þessu svæði núna
mætti þakka fyrir að vera ekki
skotinn á færi.“
EKKERT MANNLEGT
ÓVIÐKOMANDI
- Sinniröu öllum íréttum eöa
veiuröu þér eitthvaö sérstakt?
„Ég er alltaf á vaktinni og
mér er ekkert mannlegt óvið-
komandi," segir Hildur Helga
og hlær. „Náttúrlega er ég
fyrst og fremst í þessum
svokölluðu „hörðu“ fréttum,
stjórnmálum líðandi stundar.
Ég fylgist með öllum helstu
stórmálum og öðru sem ég er
beðin um að heiman en finnst
leiðinlegt hvað ég kemst lítið
til að segja frá menningarmál-
um, til dæmis leikhúsunum.
Það er bara ekki hægt að
komast yfir allt.
Ég vinn talsvert fyrir dægur-
máladeildina og get leikið mér
þar miklu meira en í venjuleg-
um fréttaútsendingum. Það á
líka ágætlega við mig. Ég er
ekki fréttamaður sem bara
hefur gaman af Maastricht-
sáttmálanum, þó að hann sé
auövitað bráðskemmtilegur og
ég lesi hann oft mér til dægra-
styttingar. Annars er hér svo
mikiö af „léttflippuðum" mann-
legum fréttum sem eru ein-
faldlega góðar sögur. Mér
finnst mjög afslappandi að
geta sest niöur og sagt frá
sápuóperunni í Buckingham-
höll eða „dvergsvíninu" sem
varð að tíu tonna ófreskju og
át eigendurna út á gaddinn,
svona á milli þess sem ég
fylgist með og segi frá falli
pundsins og afleiðingum þess.
Svo eru auðvitað ekki alltaf
skörp skil á milli „harðra" og
„mjúkra" frétta ef svo má að
orði komast. Ófremdarástand-
ið í höllinni gæti átt eftir aö
hafa ófyrirsjáanlegar stjórnar-
farslegar breytingar í för meö
sér. Þetta hangir allt saman.
Persónuleg mál geta orðið
hápólitísk og öfugt.
Það er líka áhugavert að
velta fyrir sér hvað viðhorf
Breta til konungsfjölskyldunnar
og viðbrögð við erfiðleikum
hennar segja um ástand þjóð-
arsálarinnar og almennt gildis-
mat fólksins í landinu. Haft er
fyrir satt að hjá hjónabands-
ráögjöfum sé fullt út úr dyrum
af hjónum sem byrjuöu að ríf-
ast um hjónaband Karls og
Díönu og fóru í framhaldi af
því að skoða eigið hjónaband."
- Hvernig fylgistu helst meö
fréttum? Þú hlýtur aö þurfa aö
kaupa ótal blöö.
„Állt of mörg, að minnsta
kosti finnst mér það þegar ég
reyni að grynna á því sem
safnast fyrir og kannski henda
greinum sem mig hálfpartinn
grunar að ég þurfi á að halda
daginn eftir að þær fóru í
ruslið. Ég var einmitt að enda
við að henda miklum bunka
rétt áður en þú komst og þótti
það svolítið sárt, þótt reyndar
sé nú nóg eftir til að flokka og
geyma. Ég les blöð og tímarit,
hlusta á útvarpsfréttir, horfi á
sjónvarpsf rétti r, fylgist með
heimildaþáttum og sakna
stundum tímans sem það tek-
ur frá öðrum hugðarefnum og
einkaverkefnum.
Það er aldrei neitt lát á
fréttaflóðinu og auðvitað er
alltaf margt sem maður vildi
geta gert betri og ítarlegri skil.
Þetta er vel þekkt plága á
þeim sem vinna við að afla
upplýsinga og miðla þeim en
ég reyni að gæta mín á því að
breytast ekki í einhvers konar
sjálfvirka fréttaryksugu sem er
alltaf í gangi. Einhvers staðar
verður að draga mörkin."
EKKI I BANASTUÐI
Á MORGNANA
- Hvernig vinnur fréttaritarinn?
Vaknaröu klukkan átta á
morgnana og byrjaraö fylgjast
meö?
,Já, sérstaklega þegar ég er
meö minn fasta morgunþátt á
Rás tvö. Ég er nú samt ekki að
eðlisfari sérlega málgefin í
morgunsárið, vil helst ekki
þurfa að yrða á nokkurn mann
fyrir hádegi, hvað þá hálfa þjóð-
ina eldsnemma. Eg hugga mig
þó við að það eigi fleiri raddir
að heyrast í morgunútvarpi en
ofboðslega morgunhressar og
að sumir hlustendur séu líka B-
fólk og því væntanlega ekki í
neinu banastuöi heldur.
Hvað varðar vinnslu frétta
almennt er auðvitaö talsverður
hluti þeirra frumvinna. Ein-
hverjir kunna að halda að
fréttaritarar í útlöndum lesi
bara dagblaö, taki þaðan upp
frétt, stytti aðeins og fari svo í
útsendingu meö hana. Það er
afskaplega misjafnt hversu
mikil vinna liggur á bak við
eina frétt; allt frá korteri upp í
marga daga, jafnvel nokkrar
vikur. Einnig þarf að vera vak-
andi fyrir öllu sem tengist ís-
landi, finna fleti á hérlendum
málum, sem gætu hugsanlega
tengst okkur. Slíkt efni tínir
maður ekki nema sárasjaldan
upp úr fjölmiðlunum hér.“
HRINGJUM EKKI BEINT
í RÁDHERRANA EINS
OG HEIMA
- Er erfitt aö nálgast fréttir
sem þú þarft aö sækja til hátt
settra hér?
18VIKAN 8.TBL. 1993