Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 66
f / JONAS JONASSON SKRIFAR eimurinn á marga frelsaöa menn sem telja sig hafa sérlegt umboö frá Guöi til aö segja okkur hinum til synd- anna. Sumir telja sig endurborinn Krist og safna um sig fleiri postul- um en tólf. Árið 1954, ef ég man rétt, þóttist 34 ára trúaður Kóreu- búi hafa orðiö fyrir reynslu uppi á heiöi í Kóreu þegar hann var sextán ára og sú reynsla gefið honum lykilinn aö endurreisn guðsríkis á jöröu. Hann safnaði fljótlega um sig hirö og söfnuður hans telur biblí- una skrifaða á dulmáli sem 'fulltrúi Guðs á jöröu, Sun Myung Moon, einn getur túlkaö. Hann hefur veriö bendlaður við skattsvik meðal ann- ars og þaö er víst aö hann hefur safnað miklum auöi. Þegar ég eitt sinn var aö reika um New York borg var mér bent á skýjakljúf úr gleri aö mestu, sem væri í eigu Moons. Margir trúarleiötogar í Banda- ríkjunum eiga útvarps- og sjón- varpsstöðvar og græöa stórfé á þeirri staöreynd að fólk er ákaf- lega auðtrúa, þaö þráir í raun ■ Heimurinn batn- ar ekkert viö þessa vitleysinga sem kokgleypa Guð og eru á eilífu trúar- fylliríi eftir það og telja sig hafa efni á því aö fordæma aðra. Þeim væri nær að biðja fal- lega fyrir okkur, stórsyndurum, það yrði Guði meira að skapi. frelsara og úr því að Kristur er upprisinn og farinn taka menn fagnandi á móti sérhverjum þeim sem getur talaö af nægilegri vissu um sig sem hinn nýja frels- ara og allir keppast viö aö borga honum tíund og brátt ekur hann um í hvítum límosín og samkom- ur hans eru nánast eins og leik- sýning. Síðan ég var ungur man ég „karlinn á kassanum", eldri mann sem stóö á Lækjartorgi og þrum- aði yfir þeim sem framhjá fóru eöa gáfu sér tíma til aö hlusta á meðan þeir biðu eftir strætó. Ég var oft hugfanginn af þessum ræðumanni því sannfæringar- krafturinn var svo mikill aö hann froðufelldi stundum, um leiö og hann veifaöi biblíunni og benti til himins. Stundum bjóst ég viö aö þessi maður myndi lemja næsta mann í hausinn meö biblíunni til aö vekja hann til vitundar um syndirnar sem lágu á viökom- andi eins og bakpoki úr Skáta- búðinni. Karlinn á kassanum hataöist út í alla þá sem stálust til aö fara á miðilsfundi. Þeirra beiö sjálft hel- vítiö galopiö, meö eldi og brenni- steini og veini fordæmdra. Ég hafði gert mig sekan um aö sitja á miðilsfundum og bjóst viö því þá og þegar aö Lækjartorgiö opn- aðist og gleypti mig og klukkuna meö húö, hári og tíma. Þannig voru þeir nú, fulltrúar sértrúarsafnaða eöa bara fulltrú- ar sjálfra sín. Þeir höföu ekki mikið umburöarlyndi með synd- urum landsins. Þeir dæmdu, hvaö sem biblían segir um þaö. Karlinn á kassanum hrópaöi eitt sinn nafn fööur míns sem var „alræmdur" spíritisti og bölvaði honum. Ég átti eitt sinn í útvarpi tal viö Einar lækningamiöil á Einarsstöð- um. Á Seyðisfirði sat þá frekar ungur prestur sem sá ástæöu til að tala um mig og Einar í næstu prédikun og lýsa okkur fulltrúa andskotans. Þegar ég frétti þetta brá mér nokkuð. Þaö er dálítið óþægilegt aö heyra af því að hafa verið ræöuefni prests þjóðkirkj- unnar austur í þokunni, en ég er feginn aö það virðist nú aöallega hafa veriö presturinn sjálfur sem var aö villast þetta í þoku eigin fordóma. Og nú er eiginlega búið aö bannfæra útgáfu þessa blaös sem ég er að skrifa í. Mér brá al- veg í kross þegar ég heyrði pré- dikara í útvarpsmessu, fulltrúa Betels í Vestmannaeyjum, lýsa því yfir aö bölvun hvíldi yfir Sam- útgáfunni fyrir aö gefa út öll þessi blöö, klám- og kuklblöð meira aö segja. Fussumsvei! Og fussumsvei mér líka! Ég vona samt aö Guö fyrirgefi mér skrifin. Hans kærleikur er svo mikill. Ég ætla á næstunni aö biðja fyrir prédikaranum. Hann heldur aö lífið eigi aö vera trúarfroöa og bölbænir. Ég held aö lífið sé marglitt, mennirnir misgóöir eöa misvondir, ég held aö allir eigi sér von en ég óttast um fólk framtíö- arinnar ef þaö heyrir ekki sann- leikann um þetta erfiöa líf okkar. Heimurinn er táradalur, vondur staöur, en líka fallegur hláturvöll- ur, allt eftir því hvernig viö viljum teikna hann. Heimurinn batnar ekkert við þessa vitleysinga sem kokgleypa Guö og eru á eilífu trúarfylliríi eftir þaö og telja sig hafa efni á því aö fordæma aðra. Þeim væri nær aö biöja fallega fyrir okkur, stórsynd- urum, þaö yrði Guöi meira aö skapi. Ég legg til aö þessir sjálfskip- uöu fulltrúar almættisins gjöri svo vel og skili okkur himnaríki, svo aö viö getum haldiö áfram aö reyna að vera menn, meö kostum þeirra og göllum og draumurinn frá æskudögum, um aö Guö muni frelsa okkur öll aö lokum, rætist. Þess vegna er nú krossinn til og enginn sem hangir á honum. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.