Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 27
mjólkurkýr heimilisins. Ef þeim er slátrað er al-
veg Ijóst að heimilisfólkið deyr úr hungri og
hor.“
- Bensíngjald hefur veriö hækkaö, per-
sónuafsláttur lækkaður, barnabætur lækkaðar,
vaxtabætur lækkaðar og mæðralaun sömu-
leiðis - á sama tíma og fjölmörg ný þjónustu-
gjöld hafa verið tekin upp. Er endalaust hægt
að bæta við gjöldum á þessa skattpíndu þjóð?
„Sumt af þessu eru framlög ríkisins, eins og
vaxtabætur, mæðralaun og fleira. Þó að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar hafi að vísu hækkað
jaðarskatta er þarna um að ræða lækkun
framlaga og þá fyrst og fremst framlaga til
hinna tekjuhærri. En það er hárrétt, sem felst í
spurningunni, að ríkisstjórnin hefur vitandi vits
fært skattbyrðina til með þeim hætti að aukin
skattbyrði leggst nú á þá sem hafa hærri tekj-
ur. Við höfum meðal annars lagt hærra skatt-
hlutfall á þá sem hafa tekjur yfir ákveðnu marki
og við höfum lækkað verulega framlög eins og
barnabætur, mæðralaun og vaxtabætur, til
þeirra sem hafa hærri tekjur. Það er vegna
þess að við erum ekki að skipta neinum gróða
í þessu þjóðfélagi. Við erum þvert á móti að
deila með okkur tapinu. Þeir sem hafa hærri
tekjur verða að taka á sig stærri hluta tapsins."
ÓSKYNSAMLEGT AÐ HÆKKA
SKATTA ENN FREKAR
- VSI hefur reiknað það út að jaðarskattur sé
orðinn allt að 70 prósent hjá almennu launa-
fólki. Er þetta ekki allt of mikið - draga ekki
svoháir skattar úr hvatningu til vinnu?
„Ég hef ekki kannað þetta nákvæmlega og
get því hvorki rengt né samþykkt þessa tölu
sem VSÍ hefur reiknað út. En ég veit að við
erum komnir að ákveðnum mörkum og ég
held að þaö sé óskynsamlegt að halda lengra
áfram á þessari braut. Ef það er gert er hættan
sú að annaðhvort sé dregið úr vinnuvilja fólks,
sem við þurfum nauðsynlega á að halda í at-
vinnulífinu, eða að menn, sem hafa til þess
tækifæri, stundi svarta atvinnustarfsemi. Við
vitum af reynslu annarra þjóða, til að mynda
Svía, að það er stórhættulegt þegar jaðar-
skatturinn verður of hár þannig að ég tel að við
séum komnir þar á ystu mörk.“
- Ferðaþjónustan er oft talin einn helsti
vaxtarbroddurinn í atvinnulífinu. Á sama tíma
og verð lækkar í nálægum löndum og sam-
keppni harðnar er þrengt að greininni hér, á-
lögur auknar og verð hækkað. Nýir ferða-
mannaskattar eru fundnir upp, nú síðast
vopnaleitargjald, og um næstu áramót á að
leggja viröisaukaskatt á gistingu og fólksflutn-
inga innanlands. En ferðamálaráð er í fjár-
svelti og lögbundið framlag afsölu í fríhöfninni
skilar sér ekki nema að litlu leyti og hefur
reyndar verið óbreytt í þrjú ár. Er þetta ekki
óskynsamleg stefna sem á eftir að koma okk-
ur í koll?
„Þetta er nú margslungin spurning. í fyrsta
lagi tel ég að þjónustugjöldin eigi fyllilega rétt á
sér. Ég sé ekki betur en að þeir sem nota
Keflavíkurflugvöll til að ferðast eigi fremur að
borga vopnaleitargjald heldur en hinir sem
hugsanlega koma aldrei til með að fara til út-
landa. Ég tel að það sé afar eðlilegt aö fólkið
sem nýtur gæðanna borgi fyrir þau, fremur en
að almennir skattborgarar standi straum af
slíkum kostnaði, nema það sé alveg augljóst
að þeir hafi allir not fyrir þessi gæði. Ég er því
mikill stuðningsmaður þeirrar stefnu að hækka
þjónustugjöld og kostnaðarhlutdeild þeirra
sem njóta þeirra gæða sem ekki teljast al-
menn gæði, þó að auðvitað sé stundum erfitt
að setja landamerki þar á milli. Þess vegna
kalla ég þátttöku almennings í kostnaði við
þjónustu sem hann fær beint ekki skattahækk-
anir. Og ég hika ekki við að segja að ríkið eigi
eins og aðrir að láta þá sem njóta gæðanna
borga fyrir þau beint í sem flestum tilvikum.
Það er hins vegar rétt hjá þér að við erum
að leggja skatta á þessa ungu grein sem
margir telja vera framtíðaratvinnugrein okkar
íslendinga. Kostnaður við hótelgistingu fellur
undir 14 prósent virðisaukaskattinn um næstu
áramót. Þetta er gert vegna þess að það er
stefna okkar að breikka skattstofninn og lækka
skatthlutfallið. Því miður höfum við ekki komist
lengra en að breikka skattstofninn vegna þess
að við höfum þurft á óbreyttu skatthlutfalli að
halda vegna nýrra verkefna og minnkandi
tekna. En ekki má gleyma því að við erum að
lækka skatta á þessari sömu grein öðrum
þræði því að tryggingargjaldið, sem ferðaþjón-
ustan hefur þurft að borga í efsta skattþrepi,
mun lækka verulega á sama tíma og virðis-
aukaskatturinn verður tekinn upp.
Þaö er verið að kanna málin á Keflavíkur-
flugvelli sérstaklega, með tilliti til þess að hann
standi betur undir sér í rekstri og fríhöfnin og
önnur starfsemi geti skilað meiri fjármunum."
- Áað selja fríhöfnina?
„Það er til skoðunar að bjóða út starfsemina
á Keflavíkurflugvelli í því skyni aö hún standi
betur undir þeim lánum sem hvíla á flugstöð-
inni. Þau eru að falla á okkur í milljarðavís á
næstu árum. Það hefur tíðkast frá upphafi að
aðeins brot af því gjaldi sem á samkvæmt lög-
um að renna til ferðamála hefur gert það en
afgangurinn runnið í ríkissjóð. Og þetta er
bara eitt dæmi af fjölmörgum um að Alþingi
setur lög en tekur jafnharðan í taumana og
þetta birtist i mörgum lagagreinum í lánsfjár-
lögum sem byrja allar eins: „Þrátt fyrir ákvæði
þessara laga, þá skal... (eitthvað allt annað
gerast á þessu ári...)“ Þetta er auðvitað ósiður
sem hefur tíðkast og ég skal fyrstur manna
taka undir það að þetta er ekki til fyrirmyndar,
hvorki þarna né annar staðar.“
- Erlendar skuldir þjóðarinnar eru allt of
miklar og margir telja þær vera komnar á
hættulegt stig nú þegar nær þriðjungur gjald-
eyristekna okkar fer til að standa undir afborg-
unum og vöxtum af erlendum skuldum. Við
erum i langefsta sæti OECD-ríkja í skulda-
söfnun erlendis, miðað við landsframleiðslu,
með 57 prósent skuldahlutfall. Eigum við enn
að bæta við erlendum skuldum ef tryggt er að
þær fari til arðbærra og atvinnuskapandi fram-
kvæmda?
„í fyrsta lagi vil ég taka fram að allir þeir sem
hafa góðar hugmyndir og treysta sér til að
setja upp arðbær fyrirtæki hér á landi hafa að-
gang að erlendum lánum. Vandamál okkar er
hins vegar að slík tækifæri eru því miður vand-
fundin vegna þess hve atvinnulífið er fábreytt.
í fyrsta skipti í langan tíma gerist það nú að
verð lækkar samtímis á fiskmörkuðum og
mörkuðum fyrir málma sem eru orkufrekir í
framleiöslu. Við erum því í tvöfaldri kreppu að
þessu leyti."
■ Við getum ekki auk-
ið atvinnu nema fyrir-
tækin séu nsegilega
sterk
■ Við erum ekki að
skipta neinum gróða í
þessu þjóðfélagi - við
erum að deila með
okkur tapinu
■ Hef ekki leyft mér
þann munað að hugsa
um annað róðuneyti
■ Auðveldara að
mynda ástarsamband
tveggja en þriggja
■ Hefð í Sjálfstæðis-
flokknum að menn
skiptist í fylkingar
■ Hef áhyggjur af
minni flokksstarfsemi
en áður
■ Siðferði stjórnmála-
manna er eins og sið-
ferði þjóðarinnar
■ Efast um að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði
skaðast þótt Albert
hefði fengið að sitja
áfram sem ráðherra
■ Mikill misskilningur
að hægt sé að nota
launþegasamtökin til
að losna við
ríkisstjórnina
■ Eðlilegt að fólkið
sem nýtur gæðanna
borgi fyrir þau
8. TBL. 1993 VIKAN 27