Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 28
VIÐTAL VIÐ FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRAAÁLARÁÐHERRA
SPARNAÐUR MINNI HÉR
EN f GRANNRÍKJUM
„Ef litið er á erlendu skuldirnar er mikilvægt
að átta sig á því að þótt við skuldum enn sem
komið er ekki miklu meira en gengur og gerist
í öðrum löndum er samsetning skuldanna
öðruvísi því að erlendur hluti skuldanna er
mun stærri hér. Þetta þýðir að við getum ekki
gert ráð fyrir að við njótum sama skilnings eins
og ef lánardrottnarnir væru innlendir. Hér er
komið að kjarna málsins. Ástæðan fyrir þessu
er sú að sparnaður hér á landi er og hefur ver-
ið mun minni en í nágrannalöndunum. Það er
tiltölulega stutt síðan fjármálakerfi þjóðarinnar
varð þannig að þeir sem lögðu peninga til hlið-
ar fengu jafnmargar krónur út og þeir lögðu
inn. Það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem
menn fóru að hafa eitthvað upp úr peningaleg-
um sparnaði. Þeir sem lögðu til hliðar á verð-
bólguárunum frá 1940 til 1980 fengu lítið sem
ekkert í sinn hlut. Aðeins þeir sem lögðu til
hliðar eftir 1980 eiga möguleika á að fá sitt
fjármagn til baka.“
- Er ekki sparnaður of lítill vegna þess að
laun eru almennt of lág?
„Ég held að það sé alrangt. Það kemur
nefnilega í Ijós að þó að möguleikar þeirra
sem hafa há laun séu miklu meiri til að spara
er það svo að margir þeirra sem hafa lág laun
leggja peninga til hliðar. Ef menn gaumgæfa
sparifjáreigendur hér á landi kemur ávallt á
óvart hvaða fólk það er sem á peninga f bönk-
um og verðbréfum. Fólk sem hefur ekki allt of
mikið handa á milli hefur oft á tíðum meiri
skilning á því að leggja fjármagn til hliðar til ör-
yggisþarfa heldur en hinir sem hafa miklar
tekjur og nota þær fyrst og fremst í dýran
rekstur heimila sinna.
Svo að ég víki að spurningu þinni um er-
lendu lántökurnar þá er ekkert sem bannar
einstaklingum og fyrirtækjum að taka erlend
lán. Spurningin snýst um hvort rfkið eigi að
taka erlend lán. Við erum auðvitað dæmdir til
að taka erlend lán á næstu árum vegna þess
að innlendur sparnaður nægir því miður ekki til
að standa undir þeim lánum sem við þurfum á
að halda. En við eigum að fara okkur mjög
hægt og takmarka erlendar lántökur við að
fjármagnið sé sett í eitthvað sem við sjáum fyr-
ir að getur skilað okkur arði á næstu árum.
Þess vegna lagði ég svo ríka áherslu á það
þegar við settum viðbótarfjármagn í vegagerð
að þetta væri tilfærsla í tfma, þessir fjármunir
yrðu greiddir af vegafé framtíðarinnar. Með því
var ég að undirstrika að sá halli upp á 1500
milljónir sem myndast vegna framkvæmda f
vegagerð, umfram það sem við ætluðum okk-
ur á þessu ári, á að greiðast til baka eftir nokk-
ur ár, þegar betur gengur. Framkvæmdir drag-
ist þá saman á móti enda má ætla að þá verði
hægt fyrir verktakafyrirtæki og almenning að
njóta starfa annars staðar en í vegagerð.
Þetta er því flýting á framkvæmdum."
- Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira en í
byrjun þessa árs. Mörgum finnst stjórnin ekki
gera neitt til stuðnings og uppbyggingar at-
vinnulífinu, stefnan sé bara afskiptaleysi og
látið gott heita þótt stórfyrirtæki verði gjald-
þrota. Á ekkert aö gera eöa er verið að gera
eitthvað og þá hvað?
„Það er alrangt að ekkert hafi verið gert. Ég
minni til dæmis á aðgerðirnar sfðastliðið haust,
sem gerðar voru til þess að styrkja atvinnulífið.
Þær aðgerðir gengu allar út á að færa kostnað
af fyrirtækjum yfir á þá einstaklinga sem hafa
vinnu. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að
atvinnulífið hryndi og atvinnuleysi yrði óviðráð-
anlegt. Þá má spyrja hvort það sé ekki bara
vitleysa að atvinnuleysið hefði orðið svo mikið.
ASÍ lét fara frá sér skýrslu í haust þar sem
sagt var berum orðum að ef ríkisstjórnin gripi
ekki til aðgerða gæti farið svo að atvinnuleysi
yrði tuttugu til tuttugu og fimm prósent hér á
landi. Því verða menn að líta á þetta með hlið-
sjón af því hvað hefði gerst ef ríkisstjórnin
hefði ekki gripið til þessara aðgerða. En það
breytir ekki því að atvinnuleysi er of mikið."
SVARTI-PÉTUR
- Talað er um tilfærslur í ríkisstjórninni í vor.
Hvaða ráðuneyti væri efst á óskalista þínum ef
til þess kæmi?
„Ég hef nú í fyrsta lagi ekki leyft mér þann
munað að hugsa til þess að mér byðist að fara
í annað ráðuneyti.
- Fjármálaráðuneytið er ekki vinsælasta
ráðuneytið...
„Nei, ég held að menn hafi ekki keppst við
að komast í þetta ráðuneyti. Þegar ríkisstjórnin
var mynduð 1983 sögðu sumir að íhaldsráð-
herrarnir hefðu farið í Svarta-Þétur og Albert
Guðmundsson hefði setið uppi með Svarta-
Péturinn. Enginn hinna vildi fara í fjármála-
ráðuneytið. Ég gæti hins vegar, ef í það færi,
vel hugsað mér að starfa í öðrum ráðuneytum.
Þá hefði ég sjálfsagt mest gaman af að fást
við atvinnuvegaráðuneyti. Ég þekki iðnaðar-
ráðuneytið frá fyrri tíð og ég hef unnið við sjáv-
arútveg. Þetta eru því kannski þau málefni
sem ég þekki frekar öðru og hefði gaman af
að fást við.
Varðandi stólaskiptin almennt þá vita menn
að þegar ríkisstjórnin var mynduð var það ekki
útilokað að um uppstokkun yrði að ræða á
kjörtímabilinu. Það er auðvitað skiljanlegra að
Alþýðuflokkurinn horfi frekar til þessa máls en
Sjálfstæðisflokkurinn vegna þess að hann er
búinn að sitja lengur í ríkisstjórn samfleytt og
þess vegna er eðlilegt að þar geti orðið ein-
hverjar breytingar. Eins og sakir standa sé ég
ekki að breytingarnar verði aðrar en hjá Al-
þýðuflokknum.“
ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA
- Hvernig gengur samstarfið við Alþýðuflokk-
inn?
„Ég hef átt sæti í tveimur ríkisstjórnum. Það
er afar mikill munur á samstarfinu í þessari rík-
isstjórn og hinni fyrri. Ég held að þar skipti ekki
meginmáli hvaða flokkar eru saman í ríkis-
stjórn heldur hve margir þeir eru. í þessari rík-
isstjórn eru tveir flokkar og það er auðveldara
að mynda ástarsamband tveggja en þriggja,
eins og allir vita. Það er alltaf mikil hætta á því
í samskiptum þriggja flokka að einn verði út-
undan. Samstarfið i núverandi ríkisstjórn hefur
verið afar gott og mér hefur líkað það mjög
vel. Og það hefur ekkert komið upp sem bend-
ir til þess að þetta stjórnarsamstarf endist ekki
út kjörtímabilið.
Á fyrstu mánuðum þessa árs, þegar ríkis-
stjórnin var veik í skoðanakönnunum eftir að-
gerðir haustsins, á meðan verðbólgan skaust i
gegnum þjóðfélagið að aflokinni gengisfellingu
og hækkuðum sköttum á almenning í landinu,
þá eðlilega hugsuðu andstæðingarnir sér að
það gæti verið heppilegt að losa sig við ríkis-
stjórnina og hugsanlega væri hægt að nota
launþegasamtökin til slíkra verka. Þetta er afar
mikill misskilningur. Ríkisstjórnir verða ekki af-
lífaðar með slíkum hætti. Það sem fellir rfkis-
stjórnir er fyrst og fremst innri veikleiki þeirra.
Það hefur ekkert komið fram, hvorki innan rík-
isstjórnarinnar né milli stjórnarflokkanna, sem
bendir til þess að svo geti farið að stjórnar-
samstarfið endist ekki út kjörtímabilið. Sjálf-
sagt eru oft meiri erfiðleikar innan stjórnar-
flokkanna hvors um sig heldur en á milli
þeirra."
- Allirþekkja deilurþeirra Davíðs Oddsson-
ar og Þorsteins Pálssonar, sem kalla má leið-
toga hinna tveggja arma Sjálfstæðisflokksins.
Setja þessir flokkadrættir ekki nokkurt mark á
Sjálfstæðisflokkinn og starf hans um þessar
mundir - og hvar stendur þú í þeim slag?
„Þetta umtal um ágreining milli forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins hefur ugglaust
meiri áhrif eftir því sem fjær dregur þessu fólki
sjálfu. Ég held að þetta sé meira í ímyndun
fólks en í samstarfinu sjálfu. Það er ekkert í
samstarfi þessara tveggja manna né annarra
forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem gerir
það að verkum að einhverjir erfiðleikar séu frá
degi til dags. Hins vegar er Ijóst að það hlaut
að verða mjög erfitt fyrir þá sem biðu lægri hlut
í kosningum á síðasta landsfundi að taka upp
þráðinn á ný. En ég hef ekki séð annað en að
Þorsteinn Pálsson starfi af fullum heilindum í
þessari ríkisstjórn. Og það er ekkert sem kall-
ast getur stórkostlegt vandamál milli þessara
tveggja manna í ríkisstjórninni.
Það er hins vegar hefð í Sjálfstæðisflokkn-
um, sjálfsagt vegna þess hve stór hann er, að
menn skiptast gjarnan í fylkingar. Flokkurinn
hefur oft verið byggður utan um ákveðnar per-
sónur en ég held að þess hafi gætt miklu
meira hér fyrr á árum. Þá er nú skemmst að
minnast Geirs Hallgrímssonar og Gunnars
Thoroddsens en það var alveg Ijóst að mjög á-
kveðnir fylgishópar stóðu að þeim. Allt slíkt
hefur mjög riðlast og engin vandamál eru uppi
í daglegu starfi forystumanna flokksins."
VARAFORMAÐUR HJÁ
ÞREMUR FORMÖNNUM
„Mín staða er kannski að nokkru leyti einstök
því að ég hef verið varaformaður hjá þremur
formönnum flokksins, Geir Hallgrímssyni, Þor-
steini Pálssyni og Davíð Oddssyni. Ég hef litið
á stöðu varaformannsins fyrst óg fremst þeim
augum að hann eigi að standa við hlið for-
mannsins, hver sem hann er, og reyna að
gera sitt besta til þess að halda þessum stóra
flokki saman. Það er eitt helsta verkefni vara-
formannsins að sinna flokksstarfinu en því
miður hefur tímaskortur aftrað mér frá því að
undanförnu. Það er mér reyndar áhyggjuefni
hve lítill tími hefur gefist til þess að sinna
flokksstarfinu. Ég er alinn upp í þessum flokki
frá unga aldri - ég er til dæmis búinn að vera í
miðstjórn flokksins frá 1969 og er því að verða
með elstu mönnum í forystunni. Ég varð fyrst
varaformaður fyrir tólf árum og tel mig gjör-
þekkja allt félagsstarf flokksins. Mér er því
sjálfsagt Ijósara en mörgum hve mikilvæg fé-
lagsstarfsemin í flokknum er. Ég hef nokkrar
28 VIKAN 8.TBL. 1993