Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 57

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 57
Skynsamur maður lagar sig eftir umhverfinu. Sá heimski streitist við að laga umhverfið eftir sér. Pess vegna eru allar framfarir heimskingjunum aö þakka. - Ó, ástin mín. Þú ert það fyrsta sem kemur upp i huga mér á morgnana þegar ég vakna. - Þetta segir Pétur líka. - Já, en ég vakna alltaf hálf- tíma á undan honum. Pabbi: Hvers vegna ertu alltaf aftastur í rööinni viö öll próf, Jónsi? Jónsi: Það gerir ekkert til, pabbi. Þeir kenna báðum end- um það sama. Skoti var á feröalagi í Palestínu og kom að Galíleuvatni. Hann spurði hvað kostaði að leigja skemmtibát út á vatnið og var honum sagt hvað það kostaði á klukkustund. Hann hrópaði upp yfir sig: - í Aberdeen getum viö fengiö leigö- an bát fyrir fjórðunginn af því. - Já, en þetta er nú Palestína, sagði ferjumaurinn. - Það var líka á þessu vatni sem hinn blessaði frelsari vor gekk. - Það var ekki furða þótt hann gengi, sagði Skotinn þurrlega. - Heyrðu, dóttir góð, pilturinn þinn er hér nokkuð lengi fram eftir á kvöldin. Hefur móðir þín ekki talaö um þetta við þig? - Jú, mikil ósköp, hún sagöi aö karlmenn nú til dags væru alveg eins og þegar hún var ung! Blað eitt í Bristol í Englandi birti eftirfarandi auglýsingu frá hunda- uppalanda: - Til sölu fyrir gott verð: Stór „bulldog", svartir flekkir á baki, borðar hvað sem er, sérstaklega hrifinn af börnum! Frestaðu því aldrei til morguns sem þú getur látiö einhvern annan gera fyrir þig í dag. FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda STJÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Þó svo aö lífið brosi við þér á mörgum sviöum ertu engu að síður ekki alls kostar ánægður meö tilveruna, þú vilt meira. Slakaðu á kröfunum og hafðu hugfast að þaö þarf ekki nema eitt sandkorn til að úr verði fegursta perla. NAUTID 21. apríl - 21. maí Tilhneiging þín I þá veru að reyna að sýna styrk þinn þegar þú stendur frammi fyrir vanda mun vaxa á næstunni. Láttu hlutina því ekki vaxa þér í augum þó að á móti kunni að blása um skeið. TVÍBURARNIR 21. apríl - 21. maí Viðmót þitt gagnvart þeim sem þú umgengst frá degi til dags er hlýrra um þessar mundir en oft áður. Þetta liðkar fyrir farsælli lausn. Vertu sveigjanlegur í samn- ingum, hvort sem er á vinnustað eða heima hjá þér, án þess þó að þú farir að láta reka á reiðanum. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Margir krabbar, einkum þeir sem fæddir eru í júlí, hafa orð- ið varir við ýmiss konar líkamlegt á- reiti og truflanir upp á síðkastið. Nú mun verða breyting hér á og kraft- arnir fá útrás og leita eftir æskileg- um farvegum. LJÓNID 24. júli - 23. ágúst Þú munt á næstunni vinna að því að leysa vanda sem hefur beðiö úrlausnar um sinn. Kraftar þínir eru meiri um þessar mundir en oft áður og lífsorkan líka. Ef þú notar tækifærið mun ýmislegt reyn- ast þér léttara en fyrr. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Líkur benda til þess að þú takir brátt þátt í mjög svo einlægum og alvarlegum samræðum. Þær munu meðal annars verða til þess að þér fer að þykja ákveðið sam- band, sem þú átt í, verða þving- andi. Hugsaðu þig vel um áður en þú gerir eitthvað í málinu. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú virðist vera mjög á- kveðinn um þessar mundir og með- vitaðri um líf þitt en oft áður. Þú hefur betri stjórn á hlutunum en áður og hefur meira vald á því hvert þú stefnir. Einhverjir leggja til að þú hafir þig ekki svona mikið í frammi en það er þeirra mál. SPORÐDREKINN 24. okt. - 22. nóv. Þú ert mjög upptekinn af velgengni þinni þessa dagana. Þú mátt alveg taka þér tak og velta því fyrir þér hvort þú eigir ekki að setja þér takmark og keppa við sjálfan þig fyrst og fremst. Þínir nánustu munu standa með þér í þessu sem öðru. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 22. des. Þó ekki sé til annars en að láta það vekja forvitni þína er ekk- ert sjálfsagðara en að keppa að því ómögulega, árangurinn gæti komiö þér skemmtilega á óvart. Horfðu á lífið eins og markaðstorg þar sem þú getur verslað og tekið ágóðann með þér heim. STEINGEITIN 23. des. -20. janúar Eftir fremur erfitt tímabil finnst þér loks að þú getir farið að slaka á, þú þurfir ekki að sýna styrk þinn í jafnmiklum mæli og áður. Samskipti þín við börn munu gefa lífi þínu aukið gildi á næstunni. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Þér finnst þú hafa lifað í skugganum af öðrum nógu lengi og munt leggja kapp á að skapa þér sjálfstæðan grundvöll þar sem þú ræður ferðinni og hæfileikar þínir fá aö njóta sín. Hlustaðu samt á tillög- ur annarra um hvernig þú getir komið hlutunum fyrir. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þú sýnir trúlega aukna al- vöru í starfi á næstu dögum. Til- finning þín fyrir stíl mun að líkind- um gefa þér meira en aðeins pen- inga í aðra hönd. Innbiástur þinn um þessar mundir gæti kostað þig blóð, svita og tár enda er ætlun þín aö koma einhverju góðu til leiðar. Farðu ekki of geyst. 8. TBL. 1993 VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.