Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 30

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 30
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ KÆRASTAN MÍN ER MED BRÓKARSÓTT SVEKKTUR OG RÁÐÞROTA Vinsamlegast hand- skrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík NIDURLÆGDUR OG SPÆLDUR „Ég tel mig elska hana en finn samt að ég verö alltaf niöurlægöari og spældari út I hana, ekkert síöur en út í sjálfan mig. Hún þrætir fyrir allt og getur veriö ótrúlega ósvifin í af- stööu sinni til þess hvaö má og ekki má í þessum efnum," segir Óö- inn í verulega viðkvæmum kafla bréfs- Það mál sem verður til umfjöllun- ar núna er býsna viökvæmt og óþægilegt og varðar ungan strák og sambýlisstúlku hans. Þau eru bæði rétt um tvítugt, hafa búið saman á annað ár og eiga reyndar von á barni í sumar. Við notumst við frásögn hans sem er örvæntingarfull um leið og hún er tæpitungulaus enda er hann mjög svekktur og ráðþrota, verð ég aö segja. Hann kýs að kalla sig Óðin og við skulum íhuga þaö sem veldur honum vandræðum. ÓTÆPILEGUR KYNLÍFSÁHUGI OG ÓSÆMILEGT DAÐUR „Þaö er öruggt mál, Jóna Rúna, að ég verö aö gera eitthvað í mjög óþægilegum málum sem hafa kom- iö upp í sambúöinni hjá mér og kærustunni minni frá upphafi. Ég held aö hún sé bara alls ekki hrifin af mér því hún notar hvert tækifæri sem gefst til aö daöra viö bæöi vini mína og hina og þessa. Ég hef staöiö hana að því að sofa hjá öðr- um og þaö oftar en einu sinni,“ segir Óðinn og pirringurinn leynir sér ekki í skrifum hans. Honum verður tíð- rætt um framhjáhald hennar og bendir á að þegar hann byrjaði að vera með henni hafi hún verið í föstu sambandi við annan strák. Hann vill þó ekki meina að honum hafi verið kunnugt um það fyrr en eftir á. Óðinn telur að kynlífsáhugi hennar sé með ólíkind- um, hún sé hreinlega haldin brókar- sótt og hann telur hana óseöjandi. ÁSAKANIR UM NÁTTÚRULEYSI „Hún hugsar gífurlega mikiö um kynlíf og viröist aldrei fá nóg. Ég myndi halda aö áhugi minn á kynlífi væri ósköp eölilegur miöaö viö ald- ur en þaö nægir henni alls ekki. Ég er í skóla og vinn líka meö honum. Auövitaö er ég stundum þreyttur og tel þaö ekkert óeölilegt. Hún aft- ur á móti ásakar mig um náttúru- leysi, jafnvel þó viö séum saman tvisvar á dag.“ Enn kvartar Óðinn og heldur því fram að stundum finnist sér að þegar hún ásaki hann um kyndeyfð sé hún meö sektarkennd af því að hún hafi verið með einhverju öörum. Hann segist hafa séö ummerki um slíkt bæði í svefnher- bergi sínu og á baðinu, fyrir utan að eins og áður sagði hefur hann bókstaf- lega staðið hana að verki. Hann kveðst vera viss um aö hún sé óseðjandi þarna og veit hreint ekki hvernig hann getur uppfyllt krefjandi þarfir hennar. ins. Hann er nokkuð viss um að barn- ið, sem er á leiðinni, sé sitt barn en þrætir ekki fyrir að sú hugsun hafi læðst að sér aö jafnvel komi einhverjir aðrir til greina sem faðir þess. Hann er mjög langt niðri og hefur ekki rætt þessar á- hyggjur sínar við sína nánustu eða vini enda mjög niðurlægður. KVEUANDI AFBRÝDISEMI OG SÆRT STOLT Hann spyr mig hvort hann eigi að reyna aö yfirgefa hana eða hvort hann eigi að vakta hana betur. Óðinn segist illa geta einbeitt sér að náminu fyrir óþægilegum vangaveltum um hana og þá sem hún kunni að vera að dinglast með eins og hann orðar það. Sýnilega kvelst hann af alls kyns ófullnægju og efasemdum. „Veistu þaö, Jóna Rúna, aö ég er á mörkum þess aö sturlast, held ég. Ég hugsa ekki um annaö en þetta. Svefninn hjá mér er mjög lítill og erfiöur." Það er mjög eðlilegt miðað við viðkvæmt ástand Óðins að flest fari úr böndunum hjá honum í bili. BILUN EDA EÐLILEGT ÁSTAND? „Mér líöur djöfullega og get ekki séö hvernig ég get treyst manneskj- unni eftir þaö sem sýnilega hefur gerst. Hefur þú áöur heyrt um svona lagaö? Getur veriö aö hún sé biluö aö þessu leyti eöa eitthvaö? Er ég hugsanlega svo mikil rola aö hún beri enga virðingu fyrir mér?“ spyr Óðinn hryggur í bragði. Hann treystir því að ég svari sér sem fyrst, sem ég og geri auðvitaö. Ég nota á- fram innsæi mitt, hyggjuvit og reynslu- þekkingu til svaranna. Vegna þess hve mikiö hefur borið á rangri afstöðu til kynferðismála á liðnum árum má kannski segja sem svo að ekki veiti af ögn grandvarari og íhaldssamari af- stöðu fólks til þessarar viðkvæmu og vandmeöförnu mála. KYNFERÐISLEGUR LUBBAHÁTTUR OG ÓÁBYRGT KYNLÍF Það hefur komiö fram oftar en ekki í seinni tíð aö bókstaflega er kynt undir auknu frjálsræöi í kynferðismálum meö alls kyns auglýsingaskrumi og fá- ránlegu myndefni. Til dæmis er vísvit- andi verið aö gylla fyrir fólki neikvætt kynlífsatferli í kvikmyndum og blöðum þar sem er kannski óþarflega frjáls- lega fariö með staðreyndir og alls kyns aflagaður kynferðislegur lubbaháttur er undirstrikaöur gróflega. Meira að segja er jafnvel reynt að réttlæta óeðli hvers konar, svo sem nauðganir og fleira. Kynlífsumfjöllun á ekki að hafa í flimt- ingum og megininntak hennar ætti ekki að ýta undir gróðahyggju eða af- siðun hvers konar eins og því miður er víða algengt í seinni tíð. ALNÆMI VIDSJÁRVERD VÁ Þetta er ömurleg staðreynd þrátt fyrir aukna tíðni sjúkdóma af völdum laus- lætis sem við veröum að vera fullkom- lega meðvituð um. Með tilliti til þess aö alnæmi er „vá“ sem viö veröum að forðast er heppilegra að enginn á- stundi lauslæti og ábyrgðarlaust kynlíf eins og til dæmis Óöinn fullyrðir aö kærastan hans hafi gert á bak við hann oftar en einu sinni. Vissulega tekur Óðinn ákveðna áhættu með því að sofa hjá henni sjálfur, á sama tíma og honum er fullkunnugt um aö hún sefur hjá öðrum. Hann er þó í vanda að þessu leyti vegna þess að hann er að kljást við fleira en kynlíf, nefnilega 30 VIKAN 8. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.