Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 24

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 24
TEXTI: EINAR ÖRN STEFÁNSSON / UÓSM.: BRAGIÞÓR JÓSEFSSON VIÐTAL VIÐ FRIÐRIK SOPHUSSON FJÁRAAÁLARÁÐHERRA STOLASKIPTJ AÐEUIS HJA KROTUM að er í nógu að snúast hjá Friðrik Soph- ussyni fjármálaráðherra um þessar mundir sem endranær. Hann lagði ný- lega fram frumvarp á Alþingi um að afnema ríkiseinkasölu á tóbaki en hún hefur verið við lýði í meira en sextíu ár. Og Friðrik vill ganga lengra því að hann vill líka leggja niður áfeng- iseinkasölu ríkisins og láta kaupmenn um að selja áfengi. Mestur tími fjármálaráðherrans hefur að undanförnu farið í undirbúning fjár- lagagerðar næsta árs og viðræður við svo- nefnda aðila vinnumarkaðarins, ASÍ og VSÍ, um leiðir til lausnar á kjaradeilum en þær leiðir hafa reynst torfundnar og vandrataðar á þess- um erfiðu tímum. Við tylltum okkur niður í Rúg- brauðsgerðinni þegar stund gafst milli stríða skömmu fyrir páska. - Nú er fjárlagagerð fyrir næsta ár að hefjast. Hvernig lítur dæmið út ístórum dráttum? „Tekjur og gjöld eru um hundrað milljarðar. Mér sýnist að í ár geti greiðsluhalli ríkissjóðs, það er munur á tekjum og gjöldum ársins, numið rúmum tíu milljörðum króna. En á næsta ári, ef ekkert verður að gert, getur hall- inn orðið talsvert meiri eða fimmtán til tuttugu milljarðar. Ástæðan er sú að vandamál eru í ríkisrekstrinum af tvennum toga. Annars vegar er ástæðan hagræns eðlis, verri efnahagshorfur gera það að verkum að tekjurnar, sem ríkið fær að óbreyttum skatta- reglum, lækka og útgjöld vaxa vegna þess að efnahagurinn er lakari, til dæmis vegna at- vinnuleysistrygginga. Þetta er hagrænn halli. Hin ástæðan er þessi kerfislægi vandi sem við stöndum frammi fyrir. Hann liggur í því að Alþingi setur sífellt nýjar reglur um að úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna eigi að greiða hitt og þetta sem allir telja vera sanngjarnt og eðlilegt. Hér má til dæmis nefna greiðslur til ellilífeyrisþega, en þær vaxa vegna fjölgunar fólks á ellilífeyrisaldri, og greiðslur til heilbrigð- ismála. Þegar allt er talið, líka á sviði mennta- mála, erum við með vel á þriðja milljarð sem er innbyggður halli í kerfinu. Þetta köllum við kerfislægan halla og þessi vandamál hafa ver- ið til skoðunar ekki einungis hjá okkur heldur líka hjá nálægum þjóðum sem hafa við svipuð vandamál að etja í efnahagsmálum. Þessi vandamál eru að sliga þessar þjóðir. VELFERÐIN LÖGUÐ AÐ VERSNANDI EFNAHAG Við sjáum fyrir framan okkur dæmi eins og Færeyinga sem eiga við miklu stórfelldari vanda að etja en við, þó að hann sé í eðli sínu hinn sami. Finnar og Svíar glíma einnig við mjög svipaðan vanda. Allar þessar þjóðir eru að berjast við það núna að draga úr tilfærslum úr ríkissjóði til þeirra sem njóta greiðslna vegna þess að þeir eru aldraðir, sjúkir, í námi, eru að byggja og svo framvegis. Með öðrum orðum, menn eru að stilla af velferðarsamfé- lagið upp á nýtt, miðað við versnandi efnahag. Við eigum við þennan vanda að etja hér á landi eins og aðrir. Og það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að við getum ekki aukið atvinnuna með opinberum framlögum nema draga úr þessum tilfærslum á móti. Atvinnuleysisvandinn er nú efstur á lista allra ríkisstjórna í Evrópu. Flestir sjá lausnirnar felast í því að draga úr tilfærslunum, það er að lækka velferðarstigið en reyna frekar að auka framkvæmdir, ekki síst framkvæmdir sem geta orðið grundvöllur hagvaxtar. Þar liggja sam- göngur auðvitað ákaflega vel við.“ - Þegar ríkisstjórnin var mynduð höfðu for- ystumenn hennar uppi stór orð um að nú yrði að taka til hendi í ríkisfjármálum. Nú átti að brjóta í blað og þessi stjórn átti ekki að verða nein „afgreiöslustjórn" eins og menn sögðu að fyrri stjórnir hefðu oft verið. Það átti að ná hall- anum á ríkissjóði niður á tveimur árum, spara á öllum sviðum, hagræða í rekstri og sameina, selja ríkisfyrirtæki, fækka opinberum starfs- mönnum. Nú er kjörtímabilið hálfnað. Hver er árangurinn? „Þegar árangurinn er mældur held ég að eðlilegast sé að mæla hann miðað við þær forsendur sem lágu fyrir þegar þessi stefna var mörkuð. Og því miður hefur mjög margt breyst síðan. Þegar stefnan var mörkuð var ekki bú- ist við því að það yrðu minni fiskveiðar. Þá var álver inni í myndinni og engan óraði fyrir því ■ Flestir sjá lausn at- vimtuleysisvandans fel ast í þvf að draga úr tilfærslum, það er lækka velferðarstigið 24 VIKAN 8. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.