Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 56

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 56
FRH. AF BLS. 19 „Stundum borgar sig að fara sjálfur á fundi þvi þótt hægt sé að fá aðalatriðin úr fréttum kemur fyrir að eitthvað er sagt sem tengist islandi eða er áhugavert fyrir íslend- inga þótt aðrir sinni því ekki. Þá er eins gott að vera sjálfur á staðnum,“ segir Hildur Helga og bætir við að erlendu fréttamennirnir skiptist oft á hugmyndum, þó kannski sér- staklega Norðurlandablaða- mennirnir. „Það er einhvern veginn meira systkinaþel á milli okkar en annarra hér. Viö erum einmitt þessa dagana á kafi í að skipuleggja mikla norræna kynningu í höfuð- stöðvum Foreign Press Association, þar sem við Outi Maattanen, fulltrúi finnska stórblaðsins llta-Sanomat, eigum að halda saman aöal- ræðu kvöldsins." SVARTUR HAUS INN UM GLUGGANN - Skyldi fréttaritari í milljóna- borg ekki lenda í einhverjum ævintýrum? „Ég veit ekki hvað hægt er að kalla ævintýri,“ svarar Hild- ur Helga hógvær. „Kannski er ævintýralegt hvað maður er búinn að tala inn pistla úr mörgum subbulegum síma- klefum, neöanjarðargöngum og skrýtnum stöðum hér í borg, þegar aðstæður hafa krafist þess - oft við litlar vin- sældir nærstaddra sem skilja ekkert í þessum ræðuhöldum á torkennilegu tungumáli og eiga það til aö verða æstir og berja á klefann. Einu sinni brá mér reyndar dálítið mitt í beinni útsendingu á Rás tvö á dimmum og köldum vetrar- morgni í Brixton-hverfi, sem sumum þykir nokkuð skugga- legt en mér þótti nú oftast bæði litríkt og skemmtilegt þá sex mánuöi sem ég bjó þar áður en ég flutti hingað á kirkjutorgið. Sem ég sit þarna á nátt- kjólnum við eldhúsborðið í í- búðinni minni á jarðhæð og er að tala sem næst blaðalaust í morgunútvarpið heyri ég eitt- hvert torkennilegt rjátl. Þegar ég lít upp sé ég hvar risavax- inn heldur ófrýnilegur maður er búinn að troða haus og herðum inn um eldhúsgiugg- ann og starir á mig óræðu augnaráði. Ég verð að viður- kenna að mér varð orðfall meðan ég horfðist í augu við „gestinn" í heila eilífð, að mér fannst. Sem betur fer dró hann sig þó i hlé og ég lauk pistlinum. Þegar ég útskýrði fyrir tæknimanninum heima hvern- ig staöið hefði á þessari óeðli- lega löngu „kúnstpásu“ fannst honum verst að ég haföi ekki öskraö. Það hefði vissulega verið svolítið spennandi fyrir hlustendur..." - Helduröu aö þú veröir hér áfram eöa langar þig heim í hversdagsleikann aftur? „Hversdagsleikinn heima er ekkert verri en hversdagsleik- inn hér. Hér er margt áhuga- vert og skemmtilegt, um leið mikiö um alls konar ömurleika sem maður vildi stundum feg- inn vera laus við að horfa upp á. Það er margt sem heldur í mig hér en mér líður samt alltaf allra best á íslandi þannig að ég held öllum möguleikum opnum eins og er. Fréttamennska er í eðli sínu sjaldan hversdagsleg, sama hvar hún er stunduð. Margt annað kemur líka til greina hjá mér en að vera miklu lengur í þessu. Starfið hér hefur bæði kosti og galla. Þó ég sé í nánu og mjög góðu samstarfi við fréttastofurnar heima ræð ég mínum tíma sjálf aö miklu leyti. Á móti kemur að þaö er stundum leiðinlegt að vera alltaf ein í vinnunni og alltaf á vaktinni. Núna vinn ég heima hjá mér svo ég fer aldrei heim af skrif- stofunni. Ég veit heldur aldrei hvenær síminn vekur mig klukkan sex að morgni og ó- þreyjufull rödd að heiman spyr: Ertu með eitthvaö um þessa sprengju? Kostirnir við þessa vinnu eru sjálfstæðið og tilbreytingin, gallarnir réttindaleysið og óör- yggið. Það er hins vegar ofsa- lega spennandi að vera frétta- maður f London á þessum miklu umbrotatímum, að hafa upplifaö merkilega atburði í návígi; fall Margrétar Thatcher, hörkuspennandi kosningar, sársaukafulla vaxt- arverki í sambandi viö EB og hugsanlegt dauðastríð breska konungdæmisins, svo eitthvað sé nefnt. Ég er að fylgjast með heimssögunni gerast f þessu stóra landi.“ □ ft, / / / HM- iRA/ftd T6-PA I/AR-Ð- Aa/ÖÍ Ki/ba/- /VAFaJ FU&L- Æa/A FMA /f/?£55 UkL SWK /fi/Ilt l/EÍSLU KfttL- fuUMA UTblÁ- £45/ —> / U “1 /m U&CiA n'AL.rvt TAEGA > > z lojRfi ys i/ » . / / (\fuR£) R>RftC,-Ð STiAJC* SfítoiÐ > > V > Ki/Eaj~ MAbuR 5VKAfi \/fíR-Ð- fy-AJÖÍ UA/C l/i-Bi /(PA/U B.LSKA <,TA«.F- RfrtCT i V 5 > > / EÁAJS <9-TT- ÍAJ&rý. 3 1 » Stulö tr 1 z 3 Y S- 4 fi&Hé Lausnarorö í síðasta blaöi: AUSTUR 56 VIKAN 8. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.