Vikan


Vikan - 21.04.1993, Side 56

Vikan - 21.04.1993, Side 56
FRH. AF BLS. 19 „Stundum borgar sig að fara sjálfur á fundi þvi þótt hægt sé að fá aðalatriðin úr fréttum kemur fyrir að eitthvað er sagt sem tengist islandi eða er áhugavert fyrir íslend- inga þótt aðrir sinni því ekki. Þá er eins gott að vera sjálfur á staðnum,“ segir Hildur Helga og bætir við að erlendu fréttamennirnir skiptist oft á hugmyndum, þó kannski sér- staklega Norðurlandablaða- mennirnir. „Það er einhvern veginn meira systkinaþel á milli okkar en annarra hér. Viö erum einmitt þessa dagana á kafi í að skipuleggja mikla norræna kynningu í höfuð- stöðvum Foreign Press Association, þar sem við Outi Maattanen, fulltrúi finnska stórblaðsins llta-Sanomat, eigum að halda saman aöal- ræðu kvöldsins." SVARTUR HAUS INN UM GLUGGANN - Skyldi fréttaritari í milljóna- borg ekki lenda í einhverjum ævintýrum? „Ég veit ekki hvað hægt er að kalla ævintýri,“ svarar Hild- ur Helga hógvær. „Kannski er ævintýralegt hvað maður er búinn að tala inn pistla úr mörgum subbulegum síma- klefum, neöanjarðargöngum og skrýtnum stöðum hér í borg, þegar aðstæður hafa krafist þess - oft við litlar vin- sældir nærstaddra sem skilja ekkert í þessum ræðuhöldum á torkennilegu tungumáli og eiga það til aö verða æstir og berja á klefann. Einu sinni brá mér reyndar dálítið mitt í beinni útsendingu á Rás tvö á dimmum og köldum vetrar- morgni í Brixton-hverfi, sem sumum þykir nokkuð skugga- legt en mér þótti nú oftast bæði litríkt og skemmtilegt þá sex mánuöi sem ég bjó þar áður en ég flutti hingað á kirkjutorgið. Sem ég sit þarna á nátt- kjólnum við eldhúsborðið í í- búðinni minni á jarðhæð og er að tala sem næst blaðalaust í morgunútvarpið heyri ég eitt- hvert torkennilegt rjátl. Þegar ég lít upp sé ég hvar risavax- inn heldur ófrýnilegur maður er búinn að troða haus og herðum inn um eldhúsgiugg- ann og starir á mig óræðu augnaráði. Ég verð að viður- kenna að mér varð orðfall meðan ég horfðist í augu við „gestinn" í heila eilífð, að mér fannst. Sem betur fer dró hann sig þó i hlé og ég lauk pistlinum. Þegar ég útskýrði fyrir tæknimanninum heima hvern- ig staöið hefði á þessari óeðli- lega löngu „kúnstpásu“ fannst honum verst að ég haföi ekki öskraö. Það hefði vissulega verið svolítið spennandi fyrir hlustendur..." - Helduröu aö þú veröir hér áfram eöa langar þig heim í hversdagsleikann aftur? „Hversdagsleikinn heima er ekkert verri en hversdagsleik- inn hér. Hér er margt áhuga- vert og skemmtilegt, um leið mikiö um alls konar ömurleika sem maður vildi stundum feg- inn vera laus við að horfa upp á. Það er margt sem heldur í mig hér en mér líður samt alltaf allra best á íslandi þannig að ég held öllum möguleikum opnum eins og er. Fréttamennska er í eðli sínu sjaldan hversdagsleg, sama hvar hún er stunduð. Margt annað kemur líka til greina hjá mér en að vera miklu lengur í þessu. Starfið hér hefur bæði kosti og galla. Þó ég sé í nánu og mjög góðu samstarfi við fréttastofurnar heima ræð ég mínum tíma sjálf aö miklu leyti. Á móti kemur að þaö er stundum leiðinlegt að vera alltaf ein í vinnunni og alltaf á vaktinni. Núna vinn ég heima hjá mér svo ég fer aldrei heim af skrif- stofunni. Ég veit heldur aldrei hvenær síminn vekur mig klukkan sex að morgni og ó- þreyjufull rödd að heiman spyr: Ertu með eitthvaö um þessa sprengju? Kostirnir við þessa vinnu eru sjálfstæðið og tilbreytingin, gallarnir réttindaleysið og óör- yggið. Það er hins vegar ofsa- lega spennandi að vera frétta- maður f London á þessum miklu umbrotatímum, að hafa upplifaö merkilega atburði í návígi; fall Margrétar Thatcher, hörkuspennandi kosningar, sársaukafulla vaxt- arverki í sambandi viö EB og hugsanlegt dauðastríð breska konungdæmisins, svo eitthvað sé nefnt. Ég er að fylgjast með heimssögunni gerast f þessu stóra landi.“ □ ft, / / / HM- iRA/ftd T6-PA I/AR-Ð- Aa/ÖÍ Ki/ba/- /VAFaJ FU&L- Æa/A FMA /f/?£55 UkL SWK /fi/Ilt l/EÍSLU KfttL- fuUMA UTblÁ- £45/ —> / U “1 /m U&CiA n'AL.rvt TAEGA > > z lojRfi ys i/ » . / / (\fuR£) R>RftC,-Ð STiAJC* SfítoiÐ > > V > Ki/Eaj~ MAbuR 5VKAfi \/fíR-Ð- fy-AJÖÍ UA/C l/i-Bi /(PA/U B.LSKA <,TA«.F- RfrtCT i V 5 > > / EÁAJS <9-TT- ÍAJ&rý. 3 1 » Stulö tr 1 z 3 Y S- 4 fi&Hé Lausnarorö í síðasta blaöi: AUSTUR 56 VIKAN 8. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.