Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 19
„Hér hringja menn ekki beint í ráðherrann eins og heima. Það er ákveðin tækni sem beita þarf við Englend- inga. Það þýðir ekkert að sleþpa löngum, hátíölegum kurteisisformála þó að maður sé kannski að fara í úsend- ingu heima eftir nokkrar mín- útur og liggi lífið á að fá eitt ör- lítið smáatriði á hreint áður. Án hans kemst maður ekkert með Englendingana. Skrifræði er mjög mikið og einnig virðing fyrir yfirvaldinu. Ég hef oft þann háttinn á að byrja tals- vert ofar í tröþpunni en enskir kollegar mínir myndu gera. Þeir eru svo vanir að þræða sig alltaf eftir sömu settlegu leiðinni. Þetta hefst á endan- um en tekur oft ótrúlega miklu lengri tíma en heima. Auðvit- að kemur maður sér uþþ sín- um samböndum með tíman- um. Stundum hringi ég líka í kollega á öðrum fjölmiðlum eða tala við hina útlendu fréttaritarana, allt eftir því hvað ég er með. Talsvert er um að hringt sé í mig með Sþurningar um ís- lensk málefni og ég reyni að svara eftir föngum eða vísa rétta boðleið. Við og við er ég beðin að koma fram í útvarpi og sjónvarpi til að skýra ís- lensk sjónarmið, bæði í frétt- um og umræðuþáttum.“ - Ertu að aitan daginn alla daga eða áttu frí heilu dagana og liggur í leti? „Fréttamennskan er í eðli sínu skorpuvinna þar sem á- lagið er mismikið eftir atburð- um. Ég hef að ýmsu að hyggja utan þessa starfs og sjaldgæfar ládeyður f frétta- mennskunni má nýta til að ganga í veröug verkefni sem hafa orðið að sitja á hakanum fyrir stórfréttum. Svo koma líka vinnutarnir á borð við darraðardansinn í kringum fall Thatcher og þingkosningarnar síðastliðið vor. Þá svaf ég varla sólarhringum saman, var í útsendingum frá sjö á morgnana fram á miðjar næt- ur. Alagið stigmagnaðist allan kosningamánuðinn og sjálfa kosninganóttina var ég í lát- lausum útsendingum í útvarþi og sjónvarpi frá ýmsum stöð- um í borginni, meðal annars frá London School of Economics þar sem haldin var mikil kosningavaka. Síðasta útsendingin þá nótt var, ef ég man rétt, klukkan þrjú í sjónvarpinu. Um fjögur- leytið var ég komin djúpt inn í höfuðstöðvar Verkamanna- flokksins, inn í herbergi með Kinnock-hjónunum. Þau voru nýkomin með þyrlu frá kjör- dæmi Kinnocks í Wales og rétt að byrja að melta ósigur- inn með nánustu samstarfs- mönnum. Þarna átti enginn blaðamaður að vera og ösku- reiður öryggisvörður vísaði mér á endanum á dyr. Þá var ég hins vegar búin að vera f húsinu í hátt í tvo tíma - horfa á fullorðna menn gráta eins og börn út um alla ganga - og safna efni og stemmningslýs- ingum sem nýttust vel næstu dagana. Sumir breskir kolleg- ar hefðu glaðir selt sál sína til að komast yfir þetta efni. Verkamannaflokkurinn hafði verið svo sigurviss fram á síðustu stundu að það var hræðilegt áfall að tapa fjóröu kosningunum í röð. í húsinu var saman komið fólkið sem hafði unnið mest allra og átti margt sfna framtíð undir sigri flokksins. Nákvæmlega á þessari stundu var það aö renna upp fyrir Neil Kinnock að hann var búinn að vera sem leiðtogi. Þetta var því af- skaplega dramatísk nótt og einhvern veginn ennþá á- hugaverðara að vera f návígi við þá sem töþuðu en sigur- vegarana. Úr höfuðstöðvum Verka- mannaflokksins hljóp ég svo heim eins og fætur toguðu í dynjandi rigningu og rétt náði beinni útsendingu í morgun- fréttunum klukkan sjö, örlítið andstutt. Ég var í látlausum útsendingum allan daginn á báðum rásum útvarps og í sjónvarpinu um kvöldið. Þeg- ar klukkan var farin að ganga ellefu bauð vinkona mín, sem býr á efri hæðinni hérna í húsinu, mér upp til sín til að eiga stund milli stríöa yfir heitri tómatsúpu. Ég er rétt sest með súpudiskinn og byrjuð að slaka á fyrir framan sjónvarpiö þegar húsið leikur á reiðiskjálfi svo að blóðrauð súþan slettist út um allt. Við héldum að kominn væri jarð- skjálfti, sem hefur reyndar aldrei gerst f London mér vit- anlega, eða að sþrungið hefði gaskútur niðri hjá mér. Á næstu mínútum kom í Ijós að IRA hafði þá sprengt gríðar- lega öfluga sprengju í City, hérna rétt fyrir norðan ána. Þetta kvöld var þar allt fullt af fólkið að halda uþp á kosn- ingasigur fhaldsmanna. Þrír dóu, hundruð slösuðust illa, þar á meðal mörg lítil börn sem misstu sjónina, og heilu skýjakljúfarnir voru rjúkandi rústir. Húsið mitt sakaði ekki þrátt fyrir skjálftann en fréttinni varö að koma bæði í sjónvarþ klukkan ellefu og útvarp á miðnætti svo það litla sem eft- ir var af súpunni fékk að standa óhreyft. Segja þurfti fréttir af sprengingunni og eft- irleik kosninganna meira og minna á klukkutíma fresti næstu daga. Svona tarnir koma stundum og þá bara vinn ég.“ HLEYPUR MILLI STÖÐVA - Er ekki erfitt og tímafrekt að vinna og fara milli staða í jafn- stórri borg og London, og ekki ertu á bíl? „Vegalengdirnar eru miklar en mér finnst ekki borga sig að vera á ferð um miðborgina í bíl sem hvergi er hægt að leggja í allt of þröngu þúsund ára gömlu gatnakerfi. Reyndar er önnur hver lestarstöð oft lokuð um háannatímann vegna sprengjuhótana en mér finnst samt hentugast að nota lestirn- ar og hlaupa afganginn. Ég bý nokkuð miðsvæðis og göngu- leiðin meðfram árbakkanum í átt að þinghúsinu er ein sú allra skemmtilegasta í Lundúnaborg. Ég nenni ekki að vera í reglu- legri líkamsrækt og því er ágætt og oft líka fljótlegast að vera bara á góðum skóm og hlauþa eða ganga hratt." Hildur Helga segir að í London sé margt erlendra fréttaritara. í Foreign Press Association eru sjö hundruð fé- lagar en þá eru ótaldir banda- rískir blaöamenn f London, sem hafa eigin samtök. FPA efnir til funda með ráðherrum og öðrum framámönnum ( bresku þjóðlífi og auk þess eru erlendu fréttamennirnir oft boð- aðir á almenna blaðamanna- fundi. Ennfremur fá þeir frétta- tilkynningar sem sendar eru út um hin margvíslegustu mál. FRH. Á BLS. 56 Þaö fer greinilega vel á meó þeim Hildi Helgu, þá blaöamanni Morgunblaösins, og Ólafi Jó- hannessyni utanrikisráöherra þar sem þau koma aó Downingstræti 10. Myndina tók Emilía Björg Björnsdóttir, Ijósmyndari Morgunblaösins, en þær stöllur voru sendar til London áriö 1982 til þess aö fylgjast meö opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Fremstur á myndinni gengur Carrington lávaröur. Nokkru aftar má sjá Hörö Helgason sendiherra. Aft- astur gengur Siguröur Bjarnason, þáverandi sendiherra í London, og ræöir vió ónafngreindan ungan Breta. 8. TBL. 1993 VIKAN l 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.