Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 17
- SEGIR HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR,
FRÉTTARITARI RÍKISÚTVARPSINS í LUNDÚNUM
Uppi á hæö í hvítu húsi
viö Þrenningarkirkjutorg
í útjaöri fjármálahverfis-
ins City, rétt sunnan
Thamesárinnar í Lund-
únum, er lítið herbergi
fullt af blööum og bók-
um. Varla sér í auðan
blett. Myndir af íslensk-
um náttúruperlum prýóa
veggina en mest ber þó
á nútímalegum tækja-
búnaöi á borö viö tölvu,
prentara og bréfsíma.
Þetta er vinnustaður ís-
lensks fréttaritara í stór-
borginni Lundúnum.
Þegar viö heyrum í út-
varpinu fréttapistil um
stórpólitísk mál eða nýj-
ustu fréttir af raunum
Díönu prinsessu, af-
kynntan með oróunum:
Hildur Helga Siguröar-
dóttir, Lundúnum - má
allt eins reikna meö aó
hann hafi verið saminn í
þessu herbergi.
„Það var eiginlega tilviljun
að ég tók að mér starf fréttarit-
ara Ríkisútvarpsins í Lundún-
um fyrir rúmum fjórum árurn,"
segir Hildur Helga. „Ég var ný-
komin hingað frá Cambridge
þegar á daginn kom að forveri
minn, Ásgeir Friðgeirsson, nú
ritstjóri lceland Review, var á
förum heim. Ég sló til og fór
að vinna fyrir RÚV, reyndar
með fullu námi svo nóg var að
gera. Nú orðið er ég meira í
sjálfstæðum rannsóknum og
ræð tíma mínum því meira
sjálf. Það vill nú stundum
verða til þess að frétta-
mennskan tekur öll völd. Eftir
þriggja ára sagnfræðinám við
Cambridgeháskóla langaði
mig að eyða minnst einu ári í
Lundúnum. í Cambridge er
auðvelt að fá hálfgerða inni-
lokunarkennd þó að borgin sé
forn og fallegur bær, næstum
eins og póstkort. Háskólinn
hefur að mörgu leyti Iftið
breyst frá því á miðöldum og
kærir sig ekkert um að breyt-
ast. Ég ákvað að breyta til í
Lundúnum, fara í framhalds-
nám í menningarsögu, afar
nútímalegt framhald af mið-
aldasögunni sem var aðalfag
mitt í Cambridge.
Menningarsagan tengist
greinum á borð við fjölmiðla-
og félagsfræði og alls konar
táknfræði, sem gengur út á að
lesa í allt frá tyrfnum textum í
auglýsingar og jafnvel umferð-
arskilti. Eg stökk því næstum
milli póla innan sömu greinar
þegar ég fór frá Cambridge f
Middlesexháskóla, stóran og
nútímalegan háskóla í Norður-
London. Þetta var að mörgu
leyti mjög hressandi breyting
og umhverfið líka gjörólíkt. í
Cambridge hafði ég búið niðri
við ána Cam í litlu, gullfallegu
stráþektu húsi sem byggt
hafði verið um sama leyti og
Jón biskup Arason var að slíta
barnsskónum heima á íslandi.
Húsið og flestir innviðir var ó-
breytt frá því sem verið hafði í
upphafi. Ur þessu myndræna
miðaldaumhverfi flutti ég fyrst
til East End í Lundúnum, þar
sem Cray-tvfburarnir og fleiri
frægir krimmar slitu sínum
barnsskóm og fegurðin situr
ekki beinlínis í fyrirrúmi. Og nú
fer ég að stúdera sálfræði fjöl-
miðla og táknfræði auglýsinga
í stað þess að velta fyrir mér
hvort Alfreð konungur hafi ver-
ið með þennan húðsjúkdóm-
inn eða hinn meðan hann
barðist við Dani endur fyrir
löngu.“
VIGDÍS FORSETI
OG UNDA
FYRSTU VERKEFNIN
Hildur Helga hafði lítið komið
nálægt útvarpi eða sjónvarpi
er hún tók við fréttaritarastarf-
inu í London. Hún hafði aftur á
móti verið blaðamaður á
Morgunblaðinu í tæp fimm ár
áður en hún fór í nám og á
sumrin á meðan hún var í
Cambridge og var því ýmsu
vön þegar slagurinn hófst.
„Ég held að það fyrsta sem
ég gerði fyrir sjónvarpið hafi
verið að segja frá sigri Lindu
Pétursdóttur heimsfegurðar-
drottningar. Þann sama dag
var Vigdís forseti í borginni og
fyrsta útvarpsviðtalið mitt var
við hana. Það var að mörgu
leyti góð og skemmtileg byrj-
un. Ég hafði oft „dekkað" Vig-
dísi áður og ferðast með
henni fyrir Morgunblaðið. Auk
þess er hún mjög Ijúf í sam-
vinnu svo þetta gekk allt vel.
Ég er rétt nýkomin inn úr
dyrunum heima hjá mér þarna
um kvöldið, eftir fyrsta alvöru
verkefnið fyrir útvarpið, ósköp
fegin að allt skuli hafa gengið
upp, búin að sparka af mér
skónum og koma mér nota-
8.TBL. 1993 VIKAN 17
TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR / UÓSM.: BINNI