Vikan


Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 60

Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 60
ÁHRIF FÖTLUNAR Á UPPELDI OG FRAMTÍÐ BARNSINS Fatlaö barn er ekki veikt, þótt fötluö böm geti veikst eins og aðrir og sumir sem fatlast þurfi á stöðugri læknismeð- ferð að halda. Barnið þarf uppeldi. Uppeldi barna er á á- byrgð foreldra. Barnið þarf að læra svo sem framast er unnt að lifa með öðrum og semja sig að almennum umgengnis- reglum. Eöli fötlunarinnar get- ur gert sumum börnum erfitt um vik að temja sér almennar umgengnisreglur. Slíkt er til dæmis erfitt fyrir sum börn sem hafa greinst með alvar- lega sinni. Sé kröfum stillt í hóf og barninu veitt aðhald og örvun geta flest börn lært góðar um- gengnisvenjur. Það er mikilvægt að tala við börn og skýra fyrir þeim það sem ber fyrir augu og eyru. Þetta á líka viö um þau börn sem greind eru með skerta skynjun, svo sem börn sem greinast andlega fötluð eða með skerta sjón, heyrn eða hreyfigetu. Þegar börn hafa ekki eðlileg not af skynfærum sínum (og geta jafnvel ekki tjáð sig) er erfitt að átta sig á því hvað þau skilja og hugsa. Best er því að gera alltaf ráð fyrir að fatlað barn skilji allt sem fram fer í umhverfi þess, 1 hversu fatlað sem það kann að virðast. Þessi afstaða fyrir- byggir óheppilegt viðmót og óþarfa niðurlægingu, svo sem þá að tala um barnið og fötl- un þess á niðrandi hátt fyrir framan það eða koma fram við það eins og það sé smábarn alla ævi. Hitt ber einnig að hafa hugfast, að jafnvel þótt barnið skilji það sem fram fer í kringum það er ekki víst að það geti alltaf brugðist við óskum og kröfum umhverfisins á viðeigandi hátt vegna fötlunar sinnar. Uppeldi fatlaðs barns krefst mikillar orku og þolinmæði og oft einhverrar sérstakrar kunnáttu. Sérfræðingar eru foreldrum til leiðsagnar. Þeir eru ekki til þess fallnir að taka af foreldrum völdin og ábyrgð- ina á uppeldi og umönnun barnsins. Fagfólk getur aldrei komið í stað foreldra. Flestir foreldrar læra fljótt það sem kunna þarf til að annast fatlað barn heima. Stöku sinnum verður sérfræðingum þaö á að spá fyrir um framtíð barns. Fátt er heimskulegra en að geðsýki, einhverfu eða einhverja aðra skerðingu sem truflar atferlis- mynstur þeirra. Viö þær aðstæður dugar gott uppeldi barninu samt sem áður þegar til lengri tíma er litið. Hitt er al- gengara að fötluð börn og unglingar brjóti í bága við al- mennar umgengnisreglur ein- faldlega vegna þess að þeim hefur ekki verið kennt það sem til þarf. Það er mikill misskilningur að hlífa fötluðu barni um of og veita því ekki nauðsynlegt uppeldi og aga. Forðast ber að beita barnið hörðu en með hjálp ættingja og vina má sjá svo um að barnið fái sams- konar skilaboð og útskýringar hvar sem það er statt. Oft þarf samstillt átak, mikla þolin- mæöi, kímnigáfu og stundum ráð og aðstoð fagfólks til að barnið læri að hegða sér í samræmi við aðstæður hverju leika Guð og ætla sér að segja fyrir um framtíðarmögu- leika barns, hvort sem barnið er fatlað eöa ekki. Þekking- unni fleygir svo ört fram á flestum sviðum sem varða fötluð börn og möguleika þeirra til að þroskast og nýta hæfileika sína aö enginn get- ur sagt fyrir um hvernig þeim tekst til á lífsleiðinni. Öllum foreldrum er mikil- vægt að eiga sér drauma fyrir hönd barna sinna, rækta hæfileika þeirra og fylgjast með þeim nýjungum sem fram kunna að koma börnun- um til stuðnings. Á íslandi höf- um við lög um aöstoð við fatl- aða sem eru sett til þess að tryggja rétt fatlaðra og styðja þá til aö lifa sem eðlilegustu lífi í samneyti við ófatlaða. Þjóðfélagið hefur á hinn bóg- inn mótaö ákveðið skipulag, til dæmis skóla- og heilbrigðis- kerfi og ýmiss konar frí- stundastarf sem ófötluð börn taka þátt í og oftast án sér- stakra aðgerða foreldra. Enn sem komið er þurfa foreldrar fatlaðra barna að standa vörð um rétt þeirra í slíkum kerfum. Foreldrar og ástvinir fatlaðra barna eru talsmenn þessara barna og þurfa að veita stjórn- endum og fagfólki hæfilegt aðhald. Foreldrar eru það afl sem knýja mun fram aukna kunnáttu, meiri víðsýni, auk- inn sveigjanleika og betri stuðning við fötluð börn og fullorðna í samfélaginu. HVERJU BREYTIR FÖTLUN BARNS Í LÍFI FORELDRA OG ÁSTVINA? Allar fjölskyldur leitast við að búa sem best í haginn fyrir sig og sína og leitast við að lifa sem eölilegustu lífi. Hér á landi, þar sem þorri foreldra vinnur utan heimilis, krefst þaö oft talsverðrar útsjónar- semi að láta alla enda ná saman, þannig að hlúa megi aö hverjum og einum í fjöl- skyldunni. Þegar barn fæðist fatlað eða fatlast í bernsku eða æsku raskast það viö- kvæma jafnvægi sem flestar fjölskyldur búa við. Foreldrar fatlaðra barna eru oft meira og lengur bundnir heima yfir barni sínu en ella hefði verið, stundun krefst umönnun barn- anna líkamlegrar áreynslu og sérhæfðrar kunnáttu, til dæm- is við að hjálpa barninu að matast, æfa það eða byggja brýr milli þess og umhverfis- ins. Á móti kemur að þessir foreldrar vita nánast alltaf hvar barnið þeirra eða ung- lingurinn er, með hverjum og hvað það hefur fyrir stafni, meðan foreldrar ófatlaðra barna og unglinga velkjast oft í vafa um þetta og eru milli vonar og ótta um að allt sé í lagi. Allir foreldrar verða að fá hvíld og svigrúm til að sinna hvort ööru, vinum og hugðar- efnum. Þá er hverju barni nauðsynlegt að fá stundum að vera „einkabarn11 og njóta óskiptrar athygli foreldra sinna. Þetta á jafnt við um for- eldra og systkini fatlaðra barna og ófatlaðra. Það er hins vegar oft erfiðara að fá gæslu fyrir fatlaö barn en ófatlað, ekki síst með skömm- um fyrirvara. Hvort tveggja veldur, feimni foreldra við að biðja um hjálp og uppburða- leysi vina, ættingja eða kunn- ingja að bjóða slíkt fram. Það má deila vinnunni við umönn- un og uppeldi fatlaðra barna á milli margra. Vinir og ættingjar vilja oft leggja fjölskyldu fatl- aða barnsins lið. Stundum vita menn ekki hvernig þeir geta best boðið fram hjálp sína og fæstir eru reiðubúnir til að leggja reglulega fram mikinn tíma í þessu skyni. Það er því mikilvægt að sjá svo um að hver og einn fái að veita þá aðstoð sem hann eða hún getur helst veitt og að hjálþin verði ekki að kvöð eins eða tveggja hjálpfúsra vina eða ættingja. Ömmur og afar finna oft til tvöfaldrar sorgar vegna fæð- ingar fatlaðs barnabarns, sorgar vegna barns síns og barnabarnsins. í uppvexti eldri kynslóðarinnar giltu líka önnur viðhorf til fatlaðs fólks en nú. Ömmur og afar þurfa tíma til þess að átta sig og takast á við tilfinningar sinar og óör- yggi. Framan af þurfa þau ekki síður stuðning ástvina en foreldrarnir. Þegar fram í sækir verða fötluðu barna- börnin oft augasteinar ömmu og afa. Best er aö ganga skýrt frá öllu samkomulagi um aöstoð. Einhver einn er til dæmis til- búinn að gæta fatlaða barns- ins hálfan dag í viku eða eitt kvöld í mánuði og annar vill gjarnan bjóða systkinum fatl- aða barnsins eða öllum systk- inahópnum í sunnudagsbíltúr við og við. Hjálparhellurnar ættu að fá skýr skilaboð um aö allt slíkt sé þegið með þökkum þegar þannig stendur á. Á móti aðstoð frá ættingjum og vinum kemur þjónusta frá opinbera kerfinu og þjónusta sem foreldrar geta oft á tíðum 60 VIKAN 8. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.