Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 58
HEIL PEYSA
í barna- og
dömustserdum
míSTEX. ÍSLENSKUR TEXTlLIÐNAÐUR HF.
Stærðir: 4-8-10 ára og S-M-L
(dömustærðir).
Efni: Flóra frá Álafossi (100% ull):
Barnastærðir 600-650-700 g rautt
nr. 417, dömustærðir 900-1000-
1000 g gult nr. 1819.
Prjónar: Bandprjónar nr. 3 og 472,
hringprjónn nr. 3 (fyrir hálslíningu).
Yfirvídd: 76-88-94 cm (barna-
stærðir); 105-112-120 cm (dömu-
stærðir).
Sídd: 40-48-52 cm (barnastærðir)
44-46-48 cm (dömustærðir).
Ermalengd: 31-37-40 cm (barna-
stærðir), 44-46-48 cm (dömustærð-
ir).
Prjónfesta: 17 L og 26 umf.
munsturprjón á prjóna nr. 4V2 =
10x10 cm.. Sannreynið prjónfest-
una og breytið um prjóna ef með
þarf.
PRJÓNAÐFERÐIR
Brugðning:
1. umf. (frá réttu): *1 L snúin slétt,
1 L brugðin, endurtakið frá * þar til
1 L er eftir, 1 L snúin slétt.
2. umf. (frá röngu): *1 L brugðin
snúin, 1 L slétt, endurtakið frá * þar
til 1 L er eftir, 1 L brugðin snúin.
Endurtakið þessar 2 umf.
Munstur:
Prjónið samkvæmt teikningu. Umf.
eru sýndar frá réttu og röngu, at-
hugið að perluprjónsmunstur
myndast hvorum megin við kaðla-
munstur. Endurtakið 12 L og 8 umf.
munsturs:
□slétt á réttu, brugðið á röngu.
ESbrugðið á réttu, slétt á röngu.
v2 L vixlað til hægri, þ.e. prjónið
slétt framan í aðra L á vinstri-
handarprjóni, þá brugðið í fyrstu
L á vinstrihandarprjóni og takið
báðar fram af.
L vixlað til vinstri, þ.e. prjónið
brugðið aftan í aðra L á prjóni,
þá slétt í fyrstu L á prjóni og tak-
ið báðar fram af.
Uppskriftin er í sex stærðum,
þremur barnastærðum og þremur
dömustærðum. Tölurnar í sömu
röð og stærðirnar, fyrst þrjár barna-
stærðir, þá þrjár dömustærðir. Ef
aðeins ein tala er gefin á hún við
allar stærðir. Peysan er prjónuð
fram og til baka: framstykki, bak-
stykki, ermar og hetta.
FRAMSTYKKI
Fitjið upp á prjóna nr. 3, 59-69-75-
81-85-89 L. Prj. brugðningu (sjá
prjónaðferðir) 5-6-6-7-7-7 cm og
aukið út í síðustu umf. 7-9-9-9-11-
13 L með jöfnu millibili (= 66-78-84-
90-96-102 L) og að auki 1 jaðar-
lykkju hvorum megin (þessar jaðar-
lykkjur teljast ekki með í munstri og
eru ekki með í lykkjufjölda ( upp-
talningum hér á eftir). Skiptið yfir á
prjóna nr. 47? og prj. munstur sam-
kvæmt teikningu þar tii framstykki
mælist 22-27-30 cm (barnastærðir)
og 17 cm (dömustærðir) og er þá
komið að vösum á dömupeysu: Prj.
11-12-14 L, prj. næstu 22-24-24 L
á aukaband, prj. 24-24-26 L, prj.
næstu 22-24-24 L á aukaband og
prj. 11-12-14 L. Haldið áfram með
munstur þar til framstykki mælist
50-51-52 cm.
Laskaúrtaka: Takið úr fyrir laska
hvorum megin á stærö 4 ára
þannig: Fyrst í annarri hverri umf.:
1X3, 2X2 L og þá í fjórðu hverri
umf. (fyrir innan jaðarlykkju) 9x1 L.
Á stærðum 8-10 ára þannig: Fyrst
í annarri hverri umf.: 1x4, 1x3,
1x2 L og þá í fjórðu hverri umf.
(fyrir innan jaðarlykkju) 11-12x1 L
(= 34-38-42 L).
Á dömustærðum: Fyrst 4 L og
þá í annarri hverri umf. 1x3, 1-1-
2x2 L og síðan í fjórðu hverri umf.
(fyrir innan jaðarlykkju) 13-14-
15X1 L(= 46-50-50 L).
Hálsmál: Prj. 14-15-17-18-19-19
L, setjið næstu 6-8-8-10-12-12 L á
þráð og prj. hvora öxl fyrir sig.
Barnastærðir: Takið úr samtímis
á laska og ( hálsmáli ( annarri
hverri umf. (hálsmáli þannig:
Á stærð 4 ára: 4x1 L; á stærð 8
ára: 1x3, 1x2 og 2x1 L; a' stærð
10 ára: 1x3, 1x2, 2x1 L. Á laska
þannig: 4-4-5X2 L (= 1 L). Slítið frá
og dragið endann í gegn. Prj. hina
öxlina eins.
Á dömustærðum: Takið úr sam-
tímis á laska og í hálsmáli í annarri
hverri umf. í hálsmáli þannig: 1x3,
1-2-2x2 og 3-2-2 X1 L; á laska
þannig: 5x2 L (= 1-1-1). Slítið frá
og dragiö endann í gegn. Prj. hina
öxlina eins.
BAKSTYKKI
Prj. eins og framstykki (sleppið
vösum á dömustærðum) og slepp-
ið úrtökum í hálsmáli en takið
áfram úr á laska hvoru megin í
annarri hverri umf. 4-4-5-5-5-5X2 L
(18-22-22-26-30-30 L). Geymið L.
ERMAR
Fitjið upp á prjóna nr. 3, 29-33-35-
39-41-43 L. Prj. brugðningu 5-6-6-
7-7-7 cm og aukið út í síðustu
umf. 7-9-7-9-13-11 L með jöfnu
millibili. (= 36-42-42-48-54-54 L).
Skiptið yfir á prjóna nr. 472 og prj.
munstur samkvæmt teikningu (af-
hugið að teija munstrið út frá miðju)
og aukið jafnframt í 1 L hvorum
megin í sjöttu hverri umf. 2-3-4-8-
12-11 sinnum og þá í fjórðu hverri
umf. 11-12-12-13-8-11 sinnum,
bætið L við munstur (= 62-72-76-
90-94-98 L). Prj. þar til ermin
mælist 18-21-23-44-46-48 cm.
Laskaúrtaka:
Á barnapeysu: Takið úr hvorum
megin fyrir laska eins og á fram-
stykki þar til 8-10-10 L eru eftir.
Haldið þá áfram með munstrið 2-3-
4 cm. Geymið L.
Á dömupeysu: Fellið af hvoru
megin fyrir laska, fyrst 4 L, þá í
annarri hverri umf. 1x3 L og 15-
17-17X2 L og 1X1 L (= 14-14-14
L), prj. áfram 4 cm. Geymið L.
FRÁGANGUR
Saumið ermar við fram- og bak-
stykki. Saumið ermar- og hliðar-
sauma.
Hálslíning: Prj. upp L í hálsmáli á
prjóna nr. 3, alls 48-62-66-80-84-
86 L). Prj. nú brugðningu ( hring 4-
5-5-5-S-5 cm og fellið af. Brjótið
hálsKninguna tvöfalda að röngu og
tyllið niður.
HETTA
Fitjið upp á prjóna nr. 47^, 68-80-
86-86-86-86 L. Prj. þannig: 1
jaðarl., munstur samkvæmt teikn-
ingu þar til 1 L er eftir, 1 jaðarl. Prj.
26-30-32-32-34-34 cm. Skiptið L
jafnt á tvo prjóna og lykkið saman í
hvirfli, byrjið að aftan.
Brugðning framan á hettu: Prj.
upp L af jaðri, fyrir innan jaðar-
lykkju, á prjóna nr. 3. Prj. brugðn-
ingu 4-5-5-5-5-5 cm og fellið af í
brugðningu. Brjótið brugðningu að
röngu og tyllið niður. Saumið nú
hettu við hálsmál peysu, látið
brugðningar mætast fyrir miðju
hálsmáli. Búið til kögur eða dúsk
og festið við hettu.
Vasar á dömupeysu
Innri vasi: Sprettiö spottunum úr.
Setjið efri L á prjóna nr. 472 og prj.
slétt prjón (slétt á Téttu, brugðið á
röngu) 10 cm og fellið af.
Brugðning: Setjið neðri L á
prjóna nr. 3 og prj. brugðningu 2
cm og fellið af í brugðningu. Tyllið
innri vasa niður í hliðum og að neð-
an. Tyllið hliðum brugðningar við
peysu.
MUNSTUR:
-endurt-
Enda , Enda
st S og L st M
Enda
st 4-8-10 ára
Byrja Byrja
stM st S og L
Byrja
st 4-8-10 ára
58 VIKAN 8. TBL. 1993