Vikan - 21.04.1993, Blaðsíða 22
er vel skiljanlegt af hverju
þetta ægifagra land heitir ís-
land. Menn þyrftu vart að
velta vöngum yfir nafngiftinni
hefðu landnámsmenn komið
með Flugleiðum frá Noregi.
En af því að maður er hvorki
fugl né Fokker þá tekur flugið
enda. ísafjörður, sem er ekki
við ísafjörð heldur Skutuls-
fjörð þó ísafjörðurinn sjálfur
sé svo sem ekki langt undan
og Skutulsfjörður við ísafjarð-
ardjúp, var fastur undir fótum
þess aö skíðsvæðið er sér-
deilis glæsilegt á þessum fai-
lega degi og allt til alls á
staðnum. Meira að segja átta
manna kojur hið mesta inni í
Skíöheimum. Þannig aö þar
getur eflaust vel orðið glatt á
hjalla í gistirými fyrir þrjátíu til
fjörutíu manns. Ferðaskrif-
stofufólk og Vikupiltur geta þó
ekki upplifað það aö sinni
enda þéttskipuð dagskrá
framundan. Gleðigammur set-
ur langferðaþifreiö í gang og
Eitt her-
bergjanna
á Hótel
ísafiröi.
Þau eru
flest meö
þessu
lagi.
staulans og förunauta hans
aðeins sem nemur einni
kennslustund í barnaskóia eft-
ir að lagt var af stað.
- Þetta er ekkert mál, segja
ísfiröingar. Og það er rétt.
Sólin og snjórinn hjálpast að
við að sannfæra gestina um
fararstjóri segir skemmtisögur
og fræðandi.
STJÓRI í TURNI
í ísafjarðarkaupstað getur aö
líta margar frægar byggingar,
bæði að fornu og nýju. Ber
þar fyrst að nefna stjórnsýslu-
Nýtt gistihús í Bolungarvík, Gestahúsiö, var nýlega opnaö.
Þaö er eiginlega hóteli likara.
það í hvurs konar paradís þeir
eru komnir og hve stutt er í
hana í raun. Brekkurnar snæ-
hvítar í rjómalogni. Árbítur í
Skíðheimum áður en lagt er í
fjallið. Rennifæri. - Við erum
búin að geta veriö á skíöum
síðan í nóvember, bæta ísfirð-
ingarnir við, kampakátir. Ætli
þeir séu þá ekki orðnir þreytt-
ir? hugsar snápurinn glottandi
með sjálfum sér. Án gamans
má hins vegar alveg geta
húsið þar sem nánast öll opin-
þer starfsemi í bænum fer
fram. Raunar er áfengi ekki
selt þar, það gerist annars
staöar. Nóg um það. Húsiö er
hin álitlegasta bygging, ekki
síst innan dyra þar sem getur
að líta listaverkiö Bergmál eft-
ir Steinunni Þórarinsdóttur og
annað umhverfisskraut. Nán-
ar veröur hugað aö bygging-
unni og innviðum hennar í
Húsum og híbýlum á næst-
unni. Næst getur að líta öllu
eldri íverustaði. Þar erum við
komin í sjóminjasafn þeirra ís-
firðinga sem er í umsjá Jóns
Sigurpálssonar og ef til vill
ekki síður Gunnars sonar
hans, fjögurra ára. í sjóminja-
safninu una þeir feðgar glaðir
við sitt og mega það líka vel
því safnið er auðugt af minj-
um um liðna tíma.
Safnið er í svokölluðu turn-
húsi í Neðstakaupstað á ísa-
firði og á sér nokkurn aðdrag-
anda. Síðastliðna hálfa öld
hefur það verið í deiglum og
framkvæmdum en þann 23.
júlí 1941 var í raun formlega
stofnað Byggða- og sjóminja-
safn Isfirðinga. Nú er sjóminja-
safnið hluti af stærra safni,
byggðasafninu sem á rætur
sínar að rekja til ársins 1955 f
núverandi mynd. Fyrsti vísir
að því var hins vegar forláta
sexæringur að gamalli fyrir-
mynd sem Jóhann Bjarnason
bátasmiður smíðaði eftir að
Bárður G. Tómasson skipa-
verkfræðingur hafði hvatt til að
svo yrði gert í blaðagrein árið
1939. Sexæringurinn var síð-
an tilbúinn 1941 og var þá
fyrstur gripa afhentur byggða-
safninu til eignar.
Turnhúsið, sem hýsir sjó-
minjarnar, var reist árið 1785.
Það var upphaflega byggt sem
pakkhús og fiskverkunarhús.
Húsið gegndi þeim hlutverkum
sínum allt fram á þessa öld en
þaö dregur nafn sitt af lítilli
turnspíru sem skagar upp úr
miðjum mæni. Þar ku verk-
stjórinn hafa staðið uppi og
getað séð yfir allt vinnusvæð-
ið. ísfirðingar komust ekki upp
með slór í vinnunni meðan
svona var háttað, vitaskuld
ekki svo meint að þeir slóri í
dag. En þangað upp gat stjóri
klöngrast, ekki auðveldlega ef
hann var gildur um sig miðjan,
og setið þar liðlangan daginn
ef svo bar undir.
EKKERT VÆL
Eins og gefur að skilja er ým-
islegt forvitnilegt að sjá á
Vestfjörðum og margt tengist
það auðvitað sjónum og sjó-
sókn. Meðal annars má geta
verstöövarinnar Ósvarar í Bol-
ungarvík og nafnið hljómar
kunnuglega enda heyrist það
mikið í fréttum af samnefndu
fyrirtæki. í gömlu Ósvörinni
getur að líta einstætt sýnis-
horn af verstöð eins og þær
voru í Bolungarvík á síðustu
öld. Bolungarvíkurkaupstaður
lét endurbyggja hana árið
1988 og nú stendur hún uppi
sem merkilegur minnisvarði
um merkilega tíma.
Ósvör er nokkuð utan við
kaupstaðinn en inni í honum
komum við í verulega snyrti-
legt, glænýtt gistiheimili,
Gestahúsið. Þaö jaðrar nú
frekar við það að vera hótel
hvað aðbúnað snertir þó menn
þurfi að skjótast á sloppnum,
sem fylgir herbergjunum, í
sturtu eða horfa á sjónvarpið
með fleirum en sjálfum sér.
Ýmislegt fleira er að finna í
Bolungarvík, til dæmis er þar í
uppbyggingu golfvöllur, búiö er
að leggja veg upp á Bolafjall
hvaðan útsýni er stórkostlegt
og gönguleiðir í nágrenninu
eru fjölmargar. Og þrátt fyrir að
svo hafi virst sem vart heyröist
mannsins mál í Bolungarvík
fyrir væli, gráti og gnístran
tanna samkvæmt fréttaflutn-
ingi var engan bilbug á þeim
að finna sem erindreki Vikunn-
ar hitti á ferð sinni til Bolungar-
víkur.
EKKI BARA GARPAR
Örstutt er milli ísafjaröar og
Bolungarvíkur og þegar til ísa-
fjarðar er komið er málsverður
á Hótel ísafirði þar sem mat-
sölustaður er opinn alla daga.
Hótelið er með 32 herbergj-
um, öllum tveggja manna og
með sturtu, útvarpi, síma,
sjónvarpi og smábar. Hótelið
er í miðbænum eins og raun-
ar flestallt sem ferðamaður
þarfnast. Annar gistimöguleiki
þar er Gistiheimili Áslaugar
Jensdóttur sem leggur mikiö
upp úr heimilislegu umhverfi.
Síðan eru ótalin ýmis tækifæri
til gleði og glaums í bænum
en þar er allt til alls og þarf
vart að tiltaka sérstaklega. Að
því er þeir sem starfa að
ferðaþjónustu á Vestfjörðum
segja þá fer þeim sífellt fjölg-
andi sem skjótast vestur til aö
fara á skíöi eða ef svo ber
undir slá golfbolta. Þá er ráð-
gert með sumrinu að hefja
daglangar gönguferðir frá Að-
alvík yfir á Hesteyri í fylgd
leiðsögumanns og veröur tek-
ið tillit til þess að ekki eru allir
þrautþjálfaðir göngugarpar
sem fýsir í slíkar ferðir. Þessi
gönguleið er víst með afbrigð-
um falleg og skemmtileg.
Og meðan það er ekki
nema einn steinn sem náttúr-
an hefur lagt í götu ferðafólks
á kviðlágum farartækjum er
ekkert að óttast, hvaö þá fyrir
þá sem ferðast með stálfugl-
um. Vestfirðir eru hrífandi nátt-
úruundur sem rís fyllilega und-
ir kröfum heimsvanra ferða-
langa. Vikan hvetur íslendinga
til þess aö efla eigin atvinnu-
vegi og ferðast innanlands -
ef ekki einungis þá einnig. □
22 VIKAN 8. TBL. 1993