Vikan


Vikan - 19.05.1993, Page 18

Vikan - 19.05.1993, Page 18
Ljósmyndun: Bragi Þór Jósefsson Förðun: Kristín Stefóns dóttir með NO NAME Hórgreiðsla: Erla ó Hóri og förðun Módel: Andrea Róbertsdóttir, lcelandic Models Fatnaður: TANGO, Kringlunni. HEILDUN PERSÓNULEIKANS OG NÚTÍMAMENNTUN Markmið og leiðir í menntamálum eru meðal þeirra viðfangs- efna sem heimspekingar hafa deilt um í aldaraðir. Þótt menntun hafi strax á tfmum Forn-Grikkja miðast við alhliða þroskun mannsins á líkamlegu, huglægu og andlegu sviði urðu mannúðleg sjónarmið ekki áberandi fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar. Heim- spekingurinn Bertrand Russell ræðir til dæmis um húmanísk markmið í menntamálum en hann segir: „Við verðum að gera okkur í hugarlund þá gerð persónu sem við viljum skapa áður en við myndum okkur ákveðna skoðun á því hvers konar menntun við teljum henta best.“ Hlutverk nútímamenntunar er einkum talið tvíþætt, í fyrsta lagi að veita hverri kynslóð möguleika á að tileinka sér þá þekkingu sem menningin býr yfir hverju sinni og f öðru lagi að þroska með ein- staklingnum hæfileika, viðhorf og umgengnishætti er gera honum kleift að lifa heilsteyptu lífi. Markmið menntunar, námsað- ferðir, æskilegar eiginleikar ein- staklinga og sá skilningur sem lagður er í hugtakið þekking, - allt þetta og ýmislegt fleira mótast jafnan af hagsmunum ríkjandi stétta og því gildismati er ríkir í þjóðfélaginu. Stefnumörkun í menntamálum breytist þess vegna með sögulegri þróun. Fyrr á tímum var skólum ætlað það hlutverk að veita nemendum grundvallartilsögn er nauðsynleg þótti til að tryggja viðhald menn- ingarinnar. Slfk kennsla náði yfir ýmsa mikilvæga undirstöðuþætti eins og til dæmis lestur, skrift, einfaldan reikning og minni háttar verkmenntun. Með frekari þróun undanfar- inna áratuga hefur menntakerfi flestra þjóða smám saman víkkað kennslusvið skóla með breyttum kröfum samfélagsins. Flestar menntastofnanir samtfmans hafa til að mynda skilið mikilvægi list- rænnar tjáningar og vaxandi þekkingar á umhverfi og upp- byggingu samfélagsins. Náms- greinar eins og myndlist, tónlist, vistfræði og samfélagsfræði hafa komið fram, jafnframt meiri á- hersla á verklegt nám til að full- nægja æ flóknari tækni, marg- brotnara skipulagi og þörfum iðn- aðarsamfélagsins. ÍTROÐSLA OG UTANBÓKARLÆRDÓMUR Þessar breytingar á viðhorfum til hlutverks skólanna hafa fundið sér leið inn í íslensk lög um skólamál. í reglugerð fyrir menntaskóla 1974, 15. gr., segir: „Kennslan skal í hvívetna miða að því að glæða sjálfstæða hugs- 18VIKAN 10.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.