Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 18
Ljósmyndun: Bragi Þór Jósefsson Förðun: Kristín Stefóns dóttir með NO NAME Hórgreiðsla: Erla ó Hóri og förðun Módel: Andrea Róbertsdóttir, lcelandic Models Fatnaður: TANGO, Kringlunni. HEILDUN PERSÓNULEIKANS OG NÚTÍMAMENNTUN Markmið og leiðir í menntamálum eru meðal þeirra viðfangs- efna sem heimspekingar hafa deilt um í aldaraðir. Þótt menntun hafi strax á tfmum Forn-Grikkja miðast við alhliða þroskun mannsins á líkamlegu, huglægu og andlegu sviði urðu mannúðleg sjónarmið ekki áberandi fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar. Heim- spekingurinn Bertrand Russell ræðir til dæmis um húmanísk markmið í menntamálum en hann segir: „Við verðum að gera okkur í hugarlund þá gerð persónu sem við viljum skapa áður en við myndum okkur ákveðna skoðun á því hvers konar menntun við teljum henta best.“ Hlutverk nútímamenntunar er einkum talið tvíþætt, í fyrsta lagi að veita hverri kynslóð möguleika á að tileinka sér þá þekkingu sem menningin býr yfir hverju sinni og f öðru lagi að þroska með ein- staklingnum hæfileika, viðhorf og umgengnishætti er gera honum kleift að lifa heilsteyptu lífi. Markmið menntunar, námsað- ferðir, æskilegar eiginleikar ein- staklinga og sá skilningur sem lagður er í hugtakið þekking, - allt þetta og ýmislegt fleira mótast jafnan af hagsmunum ríkjandi stétta og því gildismati er ríkir í þjóðfélaginu. Stefnumörkun í menntamálum breytist þess vegna með sögulegri þróun. Fyrr á tímum var skólum ætlað það hlutverk að veita nemendum grundvallartilsögn er nauðsynleg þótti til að tryggja viðhald menn- ingarinnar. Slfk kennsla náði yfir ýmsa mikilvæga undirstöðuþætti eins og til dæmis lestur, skrift, einfaldan reikning og minni háttar verkmenntun. Með frekari þróun undanfar- inna áratuga hefur menntakerfi flestra þjóða smám saman víkkað kennslusvið skóla með breyttum kröfum samfélagsins. Flestar menntastofnanir samtfmans hafa til að mynda skilið mikilvægi list- rænnar tjáningar og vaxandi þekkingar á umhverfi og upp- byggingu samfélagsins. Náms- greinar eins og myndlist, tónlist, vistfræði og samfélagsfræði hafa komið fram, jafnframt meiri á- hersla á verklegt nám til að full- nægja æ flóknari tækni, marg- brotnara skipulagi og þörfum iðn- aðarsamfélagsins. ÍTROÐSLA OG UTANBÓKARLÆRDÓMUR Þessar breytingar á viðhorfum til hlutverks skólanna hafa fundið sér leið inn í íslensk lög um skólamál. í reglugerð fyrir menntaskóla 1974, 15. gr., segir: „Kennslan skal í hvívetna miða að því að glæða sjálfstæða hugs- 18VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.