Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 50

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 50
TEXTI: HELGA MÖLLER/UÓSM.: BRAGIJÓSEFSSON, ÞORSTEINN ERLINGSSON O.FL. LINDA PETURSDOTTIR UM NEKTARMYNDATÖKUNA Biyy IEYNA EYTA MYNDUM FOLKS UM MIG rált fyrir kvef og hæsi, sem sjálfsagt eru af- leiðingar hins „indæla, íslenska vors“, gaf Linda Pét- ursdóttir sér tíma til að spjalla stuttlega um nýju umboðs- skrifstofuna sína, fyrirsætu- keppni Vikunnar, sjálfa sig, sambýlismanninn og ekki síst um hina margumtöluðu nekt- armyndatöku sem nú er að hluta til afstaðin. Eins og flestir vita hefur Linda stofnað umboðsskrif- stofu fyrir fyrirsætur hér á landi, ásamt sambýlismanni sínum, hinum skoska Les Ro- bertson. Umboðsskrifstofan ber nafnið Wild. Vikan hefur hafið samstarf við Wild um leit að forsíðustúlku Vikunnar og munu átta stúlkur verða vald- ar til að keppa um titilinn. - Nú eru liðnir nokkrir mán- uðir frá stofun Wild. Hvernig gengur? „Það gengur bara mjög vel.“ Linda brosti og hagræddi sér í stólnum. „Það er nóg að gera,“ bætti hún við. „Þær sem hafa mest að gera fá tvö til þrjú verkefni á viku og það er mjög gott á íslenskan mælikvarða." - Hvað eru margar fyrirsæt- ur á skrá hjá Wild? „Svona um tuttugu eins og er, þar af um það bil fimm strákar. Við ætlum hins vegar að fara upp i svona þrjátíu. Markmiðið er að hafa fáar en góðar fyrirsætur á skrá til að geta útvegað þeim öllum vinnu. Það viljum við heldur en að hafa yfir hundrað manns á skrá sem síðan fá ekkert að gera.“ - Eru verkefnin næg til að þið getið lifað af að reka svona fyrirtæki? „í raun og veru ekki en við stofnsettum Wild til að koma íslenskum fyrirsætum á fram- færi og miðla þeim af reynslu okkar og þekkingu. Það kost- ar heilmikið að reka svona skrifstofu. Við leigjum hús- næði og símakostnaður er mikill því mest öll vinnan fer fram í gegnum símann.“ - Sjáið þið einungis um að útvega fólk í myndatökur eða standið þið líka fyrir tískusýn- ingum? „Hvort tveggja. Það er ofsa- lega mikið um sýningar. Svo förum mikið út á land. Við höf- um þegar verið á Hornafirði og erum á leið til Akraness og fleiri staða. Svo komum við líka krökkum á framfæri úti og þegar hefur ein stelpa verið ráðin hjá Elite í London.“ - Þið stóðuð fyrir námskeiði í mars. Varþátttakan eins góð og ífyrra? „Já, hún var mjög góð. Við vorum mjög ánægð með námskeiðið og líka krakkarnir sem sóttu það, held ég. Stjarna námskeiðsins var Heiðar Jónsson, hann var al- veg æðislegur. Svo fengu krakkarnir þar að auki góðar gjafir frá YSL snyrtivörufyrir- tækinu og Vífilfell sendi okkur kók og snakk okkur að kostn- aðarlausu. Þetta var mjög gaman en mikið verk, sérstak- lega eftir á, við val, stækkun og flokkun mynda og annað. Það verður bið á því að við endurtökum þetta því þetta út- heimtir svo rosalega mikla vinnu." - Nú eru fjölmargir ungir Ijósmyndarar að skjóta upp kollinum hér heima. Hafið þið samstarf við einhverja þeirra? „Já, krakkarnir, sem eru að byrja, þurfa að koma sér upp möppu til að geta sýnt. Við vinnum mikið með Sissu Ijós- myndara og ungum strák, Sveini Speight, sem er rétt að byrja en er alveg frábær. Svo eru Keli á Mogganum, Gústi, Bernharð Valsson eða Benni sem vinnur mikið í París og Max Bradley líka í töluverðri samvinnu við okkur. Það eru margir góðir Ijósmyndarar hérna.“ Með stofnun Wild eru um- 50 VIKAN 10. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.