Vikan


Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 58

Vikan - 19.05.1993, Blaðsíða 58
Myndin greinir frá tveimur bræðrum á tímum heims- kreppunnar miklu á þriðja og fjórða áratug þessarar aldar í Bandaríkjunum. Bræðurnir eiga ástríka foreldra og faðir- inn kennir þeim hversu mikil- vægt sé að veiða á flugu. Sagan er kannski ekki sérlega safarík eða krassandi en hún hefur þann boðskap fram að færa að þegar í harðbakkann slær er mikilvægt að fjöl- skylduböndin séu traust. Mynd þessi kom á óvart í Bandaríkjunum með því að slá í gegn þrátt fyrir að ekki geti talist um stórmynd að ræða. Hún verður fljótlega sýnd hér á landi. Janet Jacksoní Poetic Justice. JANET JACKSON í BÍÓMYND John Singleton er 25 ára gamall blökkumaður sem árið 1991 kom rækilega á óvart með fyrstu mynd sinni, Boyz in the Hood. Skilaði myndin sú 57 milljónum Bandaríkja- dala. Nýjasta mynd Single- tons heitir Poetic Justice og er með poppgyðjunni Janet Jackson. Greinir þar frá Ijóð- skáldi sem vinnur á hár- greiðslustofu. Janet Jackson þykir standa sig með prýði. Myndin verður væntanlega sýnd í Stjörnubíói. BÆRILEG BJÖRGUNARLAUN Loksins kemur út mynd sem heitir Mad Dog and Glory og Robert De Niro, Bill Murray og Uma Thurman í Mad Dog and Giory. er með þríeykinu Robert De Niro, Bill Murray og Uma Thurman. Mynd þessi var lögð á hilluna þegar hún þurfti á endurklippingu að halda en Matt Dillon og Annabelle Sciorra í Mr. Wonderful. nú er hún sem sagt á leiðinni. í Mad Dog and Glory segir frá lögreglumanni sem Robert De Niro leikur. Hann bjargar frá bana manni nokkrum sem lendir í miðju bankaráni þegar hann ætlar að leggja inn á sparibók sína. Náunginn reyn- ist vera melludólgur og lífgjöf- ina vill hann launa með fal- legri stúlkusnót sem lögreglu- maðurinn fellur kylliflatur fyrir. John McNaughton leikstýrir myndinni en hann gerði síðast Henry: A Portrait of a Serial Killer. SÍDASTA HASARHETJAN Loksins fær hasarleikstjórinn John McTiernan verðugt verkefni. Hann færði okkur megaspennumyndirnar Die Hard 1 og The Hunt for Red October. Síðan gerði hann örvæntingarfulla tilraun til að búa til frumskógarvasaklúta- mynd sem hét The Medicine Man og var með Sean Conn- ery og Lorraine Bracco. Þar átti McTiernan ekki heima. Hans sérsvið er harðsoðnar spennumyndir. The Last Act- ion Hero mun sanna það en hún verður sýnd í Stjörnubíói f september. í myndinni leika - haldið ykkur - Arnold Schwarzenegger, Mercedes Ruehl (The Fisher King), Charles Dance (The Golden Child, Alien 3) og F. Murray Abraham (Amadeus, The Last Innocent Man). Arnold Schwarzenegger er þarna í hlutverki hasarmynda- leikara sem dýrkar morð og of- beldi. Strákur nokkur, mikill að- dáandi kappans, vill kenna honum að meta lífið og elska friðinn. Hvernig getur svo strákurinn kallað hið góða fram í leikaranum? Jú, með undra- aðgöngumiða. Strákurinn kall- ar gaurinn út úr einni hasar- myndinni meðan á sýningu stendur. Áhorfendum til mikill- ar hrellingar stígur hann út úr myndinni og hittir strákinn Ijós- lifandi. Saman halda þeir síð- an út úr kvikmyndahúsinu og hefst þá alvöru atburðarás. FIMMTA DAUÐAÓSKIN Gamla brýnið Charles Bron- son er langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Hann leikur nú í fimmta sinn Steve Weston, arkitektinn frá New York sem einbeitir sér að byssuleik sem fyrr. Hann dustar rykið af gylltu byssun- um sínum eftir að hafa horft upp á dusilmenni hella sýru yfir unnustu sína og drepa hana sfðan. Þá rennur æði á Steve Weston og hann strengir þess heit að tortíma öllum glæpagengjum New York borgar. Upphefst nú mik- ið götustríð, lögreglan stendur ráðvillt en Steve Weston gefur ekkert eftir. 1001 NÓTT í TEIKNIMYND Aladdin frá Walt Disney sló öll aðsóknarmet í Bandarfkj- unum í fyrra. Þar Ijáir Robin Williams Aladdin rödd sín en teiknimyndin greinir frá þjófi sem stelur töfralampa til að öðlast betra líf og vinna ást göfugrar og fallegrar prins- essu. Myndin verður sýnd í Sambíóunum. HERRA YNDISLEGUR Matt Dillon, sem lék svo eftir- minnilega í Singles sem sýnd var fyrir nokkrum mánuðum, hefur nú leikið í nýrri mynd sem heitir Mr. Wonderful. Auk hans leika þar Annabelle Sciorra (Whispers in the Dark, Jungle Fever, The Hand that Rocks the Cradle), William Hurt (The Doctor) og Mary Louise Parker (Grand Canyon, Fried Green Tom- atoes). Við stjórnvölinn er breski leikstjórinn Anthony Minghella sem leikstýrði Tru- ly, Madly, Deeply með Alan Rickman (Die Hard, Robin Hood: Prince of Thieves). Matt Dillon leikur rafvirkj- ann Gus sem nýskilinn er við fyrstu ástina sína (Annabelle Sciorra). Gus mun vitaskuld borga meðlag en hefur samt áhyggjur af þessari fyrrum eiginkonu sinni. Hún er dálítið stefnulaus, langar til að Ijúka háskólanámi sínu en til þess skortir hana fé. Gus afræður að finna efnaðan eiginmann handa henni. William Hurt leikur giftan háskólaprófessor sem heldur við þá fyrrverandi en vill hvorki skuldbinda sig né fórna sér fyrir hana með því að skilja við eiginkonu sína. Gus er kominn með nýja ástkonu en ákveður að færa mikla fórn. Hann ætlar að slíta ástarsambandi sínu og heitbindast sinni fyrrver- andi á ný. Hann er „herra yndislegur". Mr. Wonderful er ein af fjölmörgum raunsæis- myndum sem nú koma frá Bandaríkjunum enda var kominn tími til. □ 58 VIKAN 10.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.