Vikan


Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 10

Vikan - 01.07.1993, Qupperneq 10
'iCD, ym EINKAVIÐTAL VIKUNNAR VIÐ WOLFGANG SCHÁUBLE og skilning fyrr en þeir hafa beitt aðra ofbeldi. Það hefur löngum verið svo að hluti íbú- anna, hvort sem er í Þýska- landi, Belgíu, Frakklandi, Sviss eða Austurríki, hefur orðið fyrir vonbrigðum og finn- ur ekki skoðunum sínum og Pípureyk- ingamaóur og nýtur lífsins þegar hann kemur því viö. Stöndum meö flóttafólki - tilveru- rétt öllum til handa. Þjóóverjar hafa tekió viö fjölda flótta- manna. tilfinningum stað nema í öfga- hópum til hægri eða vinstri. Á tímum öryggisleysis og mikilla breytinga verður þetta meira áberandi og nú eftir fall Berlínarmúrsins og járntjalds- ins eru öfgar til hægri sá kost- ur sem sumir hafa valið sér, hin algjöra andstæða. Með því að koma á sem mestu jafnvægi á sem flestum svið- um þarf okkur ekki að stafa hætta af öfgum til hægri eða vinstri. Við þurfum að losa um þá spennu sem myndast hef- ur.“ ÞJÓÐVERJAR UNDIR SMÁSJÁNNI - Finnst þér misskilnings gæta í fjölmiðlum utan Þýska- lands, til dæmis hvað varðar útiendingahatur? „Við verðum að umbera slíkt og reyna að skilja að margt fólk utan Þýskalands fyllist meiri óhug þegar það fær fréttir af voveiflegum at- burðum síðustu vikna hér í landi fremur en ef þeir hefðu gerst einhvers staðar annars staðar í Evrópu. Fólk óttast slíkt og um leið kemur upp umræðan um nýnasista og at- burðir úr sögu okkar eru rifj- aðir upp. Við vitum líka að hliðstæðir atburðir eiga sér einnig stað í öðrum Evrópu- löndum. Við verðum að gæta okkur sérstaklega vel á að slíkt geti gerst. Mitterrand Frakklandsforseti sagði á dögunum vegna atburðanna í Solingen að um aldamótin yrði margt fólk viða um heim farið að fylgjast með atburð- um í Þýskalandi af meiri ná- kvæmni og um leið kvíða. Slík ummæli verðum við að reyna að skilja - en við vitum jafn- framt að atburðir af þessu tagi eiga sér líka stað í Frakklandi og það verða þeir að viður- kenna um leið og þeir viðhafa slík ummæli um Þýskaland. Því miður eru dómarnir oft einhliða og yfirdrifnir en við erum vegna fortíðarinnar á- vallt undir smásjánni í þess- um efnum, það verðum við að sætta okkur við.“ - Þú varst innanríkisráð- herra á tímum sameiningar- innar og að flestra dómi stóðstu þig mjög vel. Hvers vegna hættir þú ráðherradómi og gerðist formaður þing- flokks CDU/CSU? „Ég hafði alltaf mikla á- nægju af því að vinna í þing- flokknum þar sem ég var framkvæmdastjóri áður en ég gerðist ráðherra. Ég hafði oft rætt það við Helmut Kohl að ég hefði áhuga á formanns- starfinu þegar það losnaði og þáði það þegar tækifærið bauðst. Mér líkaði líka vel sem innanríkisráðherra og vera kann að ég hefði haldið því áfram ef persónulegir hag- ir mínir hefðu ekki breyst. A- byrgð mín sem formaður þingflokks er önnur en sem innanríkisráðherra en bæði eru embættin skemmtileg og tilbreytingarrík. Mér þótti ekki létt að yfirgefa ráðherrastólinn á sínum tíma en gerði það engu að síður með glöðu geði.“ NÆSTA KANSLARA- EFNI? - / nýlegri grein í hinu víð- lesna blaði Wochenpost (27. maí sl.) er látið að því liggja að þú sért jafnvel valdamesti maðurinn í Bonn. Hvað viltu segja um þær bollaleggingar? „I stjórnmálunum hér er kanslarinn að sjálfsögðu sá sem mest áhrifin hefur en hvort hann er um leið valda- mesti maðurinn veit ég ekki.“ - Kosningar verða að ári og margt bendir til þess að þið, kristilegir demókratar, CDU og CSU, eigið miklar likur á að sigra. Stjórnarandstaðan er veik um þessar mundir, sósíaldemókratar í for- mannskreppu eftir að Björn Engholm dró sig í hlé. Um það er rætt og ritað að Kohl stjórni flokknum í kosningun- um en muni draga sig út úr fremstu víglínunni að tveimur árum liðnum. Ert þú þá ef til vill líklegur sem kanslaraefni í kosningunum þegar þar að kemur? „Veistu hvað - CDU, kristi- legir demókratar, eru ekki reiðubúnir til þess um þessar mundir að halda uppi umræð- um um það hver verður næsti kandidat. Við höfum nú góðan kanslara sem náð hefur mikl- um árangri og umræður af því tagi hvað gerast kann ein- hvern tímann þegar hann gef- ur ekki lengur kost á sér eru tilgangslausar og því tek ég ekki þátt í þeirn." ÍSLAND VELKOMIÐ í EB - Snúum okkur næst að Evr- ópubandalaginu og spurning- unni um hvort þaö yrði litlu landi sem íslandi til góðs að ganga í það, með öll sín sér- kenni. Hvererþín skoðun? „Ég get tæpast gefið les- endum Vikunnar góð ráð í þeim efnum, þeir vita það miklu betur sjálfir. Ég get hins vegar sagt það, að ísland er hluti af Evrópu og því eru ís- lendingar velkomnir í banda- lagið. Þið verðið aftur á móti að taka sjálfstæða og óháða ákvörðun í þessum efnum. ís- land er lítið land og fámennt, auk þess sem það liggur tals- vert frá öðrum löndum. Þetta gerir ákvörðunina erfiðari. Þýskaland er á meginlandinu miðju. Okkar reynsla hefur leitt okkur það fyrir sjónir að sameining Evrópu og samein- ing krafta hinna ýmsu þjóða tryggir frið og kemur í veg fyrir deilur um legu landarnæra og nýtingu auðlinda, tryggir vist- fræðilegar endurbætur. Því betur sem okkur tekst að sameina krafta okkar því fleiri tækifæri eigum við til að taka þátt í samkeppni við keppi- nauta á markaðnum okkar í Bandaríkjunum og Aslu til dæmis. Engu að síður verður hver þjóð að varðveita þjóð- erni sitt og einkenni, svo og menninguna sem gerir okkur þetta kleift. Ég held að ef ís- lendingar fylgjast með þróun næstu ára á þessu sviði muni þeir verða þeirrar skoðunar að betra sé að ganga til liðs við bandalagið, þess fullvissir að þeir geti eftir sem áður haldið öllum sórkennum sín- um. Ykkur er ekki ógnað eða hótað heldur miklu fremur boðnir velkomnir." SKIL MÁLSTAÐ YKKAR Í HVALAMÁLINU - Nú hafa þýsk fyrirtæki á borð við Tengelmann-keðjuna hætt að kaupa fisk af Norð- mönnum vegna ákvörðunar þeirra um að hefja hvalveiðar að nýju. Það sama gerðist þegar íslendingar hófu hval- veiðar í vísindaskyni eftir að Alþjóða hvalveiöiráðiö hafði fallist á bann viö öllum hval- veiðum. Þessar þjóðir eru að- eins að reyna aö nýta stofninn í þeirri vissu að honum sé ekki hætta búin. Hverer skoð- un þín á hvalveiðum íslend- inga og Norðmanna? „Ég trúi því að við berum öll sameiginlega ábyrgð á varð- veiðslu náttúrunnar og viðhaldi hennar svo að næstu kynslóðir geti notið hennar eins og við fram að þessu. Við Þjóðverjar höfum lagt mikið til málanna í umhverfismálum síðustu árin og við erum óánægðir með að árangurinn skuli ekki hafa orð- ið enn meiri en raun ber vitni. Mér finnst að of margir einblíni um of á einstaka þætti, meira að segja fólk sem lætur sig umhverfismál yfirleitt miklu varða með góðum árangri. Oft verður þetta til þess að á- kveðnir hlutir eru gerðir tákn- rænir fyrir heildina. Við verðum að leitast við að stuðla að jafn- vægi á milli nýtingar og við- halds. Við erum öll sammála um að við verðum að koma í veg fyrir eyðingu hvalastofn- anna. Við verðum að viður- kenna að í langan tíma hefur mikil rányrkja farið fram f höf- unum og slíkt verðum við að stöðva. Hvað mig varðar þá verð ég að segja að ég held að áróðurinn gangi svo langt í þessum efnum að hann verði skynseminni sterkari. Ég held að Norðmönnum og íslending- um sé treystandi til að nýta stofnana með viðhald þeirra ( huga. Þess vegna skil ég mál- stað þeirra og ber virðingu fyrir honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.