Vikan


Vikan - 01.07.1993, Side 30

Vikan - 01.07.1993, Side 30
HÁTT í 100 KÍLÓ AF F.v.: ítalskur, spænskur og ís- lenskur; Oscar Art- uro Rodriques Pinzón pitsubak- ari, Rafael Daníel Vias Martinez eigandi og Brynjólfur Garóars- son mat- reiöslu- maöur. brotinn en ítalskur er staður- inn þeirra engu að síður. Á matseðlinum er því að finna rétti á borð við pitsur og pöst- ur í ýmsum myndum og ann- að ítalskt góðgæti sem að sjálfsögöu er miðað viö smekk og áhuga íslenskra matargesta. Verðið á Madonnu er við lægri mörk ef miðað er við sambærileg veitingahús og má finna því stað bæði á mat- seðli og vínseðli. Til þess að gefa lesendum svolitla hugmynd um það sem Madonna hefur upp á að bjóöa eru birtar hér myndir af þremur réttum Brynjólfs Garð- arssonar matreiðslumanns og látum við uppskriftir fylgja með ef Vikulesendur hefðu á- huga á að spreyta sig. ÍTÖLSK FISKSÚPA 200 g fiskur og skelfiskur að eigin vali, beinhreinsaður og forsoðinn 8 dl bragðmikið fisksoð (þykkt með smjörboilu) 4 dl tómatsafi 2 dl rjómi 2 dl þurrt hvítvín 400 g laukur (fínt saxaður) 100 g blaðlaukur 6 hvítlauksgeirar, meðalstórir (fínt saxaðir) 1 græn paprika 2 msk. oregano 2 msk. ólífuolía salt Ólífuolían er hituð í stórum potti og laukurinn, hvítiaukur- inn og oreganoið létt steikt í henni. Þá er hvítvíninu hellt út í og látið sjóða örlítið. Næst er tómatsafinn settur út í og látiö sjóða rólega í 10 mínútur. Því næst er fisksoðinu (þykktu) hellt út í pottinn og látið sjóða rólega í aðrar 10 mínútur. Súpan er þá söltuð hæfilega ef þurfa þykir og fínt söxuðum blaðlauk, papriku og forsoðn- um fiskinum bætt út í. Loks er súpan jöfnuð með rjómanum. Fisksoö 500 g fiskbein, roð og af- skurðir 100 g laukur 100 g gulrætur 100 g sellerí 4 steinseljustilkar 5 hvít piparkorn 3 I vatn gróft salt Fiskbeinin eru skoluð upp úr köldu vatni og grænmetiö skorið gróft. Allt ofantalið er sett í pott og látið ná suðu. Þessu er síðan haldið við suðumark í 20 mínútur. Fleyta þarf sorann ofan af reglulega meðan þessu fer fram. Sigtið og þykkiö. Smjörbolla 100 g hveiti 125 g smjör Hveitinu er blandað saman við bráöið smjörið í potti, steikt og hrært vel þar til mesta mjöllyktin er horfin. Þegar smjörbolla er notuð til að þykkja súpur og sósur þarf soðið að sjóða í minnst 20 mínútur. FETTUCHINI „ALFREDO" 400 g fettuchini, þurrkað - eða 600 g ferskt 6 dl fiskgrunnur, þykktur 2 dl rjómi 1/2 sítróna (safi) skvetta af þurrum vermouth 200 g ferskur fiskur, beinlaus og roðflettur 100 g rækjur 50 g kræklingur 50 g hörpuskelfiskur 100 g laukur (fint saxaður) 6-8 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir) grænmeti að eigin vali 1 dl steinselja (söxuð, fersk) salt og hvítur pipar úr kvörn. Fiskgrunnurinn, rjóminn og vermouthinn er soöið saman ásamt lauk og hvítlauk þar til sósan er hæfilega þykk. Þá er fiskinum og skelfiskinum bætt út í og soðið í um 1 mínútu, kryddaö hæfilega með salti og pipar og sítrónusafanum hrært saman við. Pastað er soðiö í tiltekinn tíma, vatnið sigtað frá og skammtað í hæfilega stórar skálar. Þá er sósunni með fiskinum ausið yfir. Loks er steinseljunni stráð yfir réttinn. NAUTALUNDIR 4 stórar nautasteikur (lundir), 180-200 g hver 8 stilkar ferskt tímían salt og pipar 120 g hvítlaukssmjör Hvítlaukssmjör 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 1/2 lítill laukur 4 steinseljuknippi salt og pipar Hafið smjörið stofuheitt, saxið allt grænmeti vel og hrærið saman við smjörið. Kælið. Gratíneraðar kartöflur 4 stórar bökunarkartöflur 1 meðalstór laukur (fínt saxaður) 1 1/2 dl rjómi múskat, salt og pipar Afhýðiö kartöflurnar og sneið- ið fínt, raðið í smurt, eldfast mót. Hellið rjómanum yfir, kryddið með salti, pipar og múskati. Hyljið meö rifnum osti og bakið við 180 gráöur i heitum ofni í 40-50 mínútur. Steikið lundirnar á pönnu í smjöri eftir smekk. Takið steikurnar af og látið þær jafna sig á heitum staö. „Svissið" því næst tímíanið á pönnunni. Setjið steikurnar á diska ásamt gratíneruðum kartöflum og hellið smjörinu yfir. Gott er að hafa með þessu smjörsteikt sellerí og gulrætur í strimlum. Kryddið með salti, pipar, sykri og basilikum. Veröi ykkur að góöu. Frh. af bls. 27 vegna veikinda. Hvað hefði gerst ef ég hefði tognað á vöðva eða ef hnén hefðu gef- ið sig? Slíkt mótlæti hefði get- að orðið of mikið fyrir mig og ég gefist upp og lagt íþrótta- skóna efst upp í hillu. Allt bar þó að sama brunni og mér var greinilega ætlað að ná þess- um árangri, með hvaða hætti sem það yrði.“ ÖFUND OG AFBRÝÐI Gunnar var spurður hvort hann héldi að þessi saga hans gæti hugsanlega hjálpað einhverjum sem svipað er ástatt fyrir og sagðist hann auðvitað vona það en reikna þó einhvern veginn með því að fóik væri búið að fá sig fullsatt af þessum manni sem alltaf væri að láta Ijós sitt skína vegna einhverrar megr- unar. „Ég þekki það sjálfur að þær systur öfund og afbrýði eru alltaf skammt undan þeg- ar kemur að svona málum. Einn góður vinur minn var of þungur, smámál við hliðina á mér en mátti samt missa einn tug kílóa eða tvo. Hann tók sig á og varð helvíti flottur á skömmum tíma. Ég gat ekki glaðst með honum, réö ekki við mig og var sífellt að skjóta einhverju á hann hvenær sem við hittumst. Mig langaöi mest til þess að bíta úr mér tung- una í hvert skipti en ég réð ekki við mig. Það var bara einhvern veginn erfitt aö sjá hann grennast svona því ég sá sjálfan mig ekki í anda ná þessum árangri. Aö auki var ég rosalega afbrýðisamur út i það fólk sem fór í Púls 180 því ég þoröi ekki fyrir mitt litla líf að láta sjá mig þar fyrr en ég fékk hvatningu úr óvæntri átt.“ FÖTLUN HINS FEITA Gunnar segist vera að gera sér grein fyrir því hversu mikil fötlun yfirþungavigtin sé í raun og veru. „Ég fann ekki svo mikið fyrir þessu þá en nú, þegar ég er að upplifa hluti sem ég hef ekki gert áöur, sé ég hversu mikil fötlun þetta er. Ég get gengið á fjöll núna og haft gaman af því. Eins get ég gengið inn í verslun og keypt mér þau föt sem ég vil. Eina vandamálið því samfara er að hafa ekki aðgang að seðla- prentara. Verðið er það grát- lega í þessu. Þegar maður hefur þurft að láta sérsauma á sig föt og aldrei haft neitt val i 30 VIKAN 13. TBL.1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.