Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 37
en þess konar álasanir standa
í vegi fyrir lausnum. Viö erum
svo upptekin af því aö hreyta
ásökunum í hvort annað aö
við sleppum tækifærinu til aö
leysa ágreininginn. Þaö skiptir
okkur meira máli að álasa hin-
um aðilanum en að bæta
stöðu okkar. Við þekkjum öll
konuna sem segir við mann-
inn sinn: „Við værum orðin rík
ef þú hefðir leyft mér að
kaupa þetta hús,“ eða móður-
ina sem segir: „Ég hefði orðið
konsertpíanisti ef ég hefði
ekki lagst í barneignir.“
■ Sumir hlaða upp álösun-
um. „Foreldrar mínir voru svo
fátækir að þeir höfðu ekki efni
á því að kosta mig til mennta;
þess vegna hef ég ekki há-
skólamenntun, svo hvernig
ætti ég að geta fengið al-
mennilega vinnu?" Þessi álas-
ari neitar að bera ábyrgð á
sjálfum sér og bætir gráu ofan
á svart: „Ég var rekin úr vinn-
unni og er svo miður mín
vegna þess að ég er farin að
éta yfir mig og þess vegna er
ég svona feit og karlmenn
hafa engan áhuga á mér
vegna offitunnar.'1 Keðjan er
endalaus.
■ A - Ö. Þeir einstaklingar
sem leggja stund á þessa teg-
und álasana verja mestum
hluta lífs síns í að álasa öðr-
um. Það er aldrei neitt þeim
að kenna. Afleiðingin er sú að
afsakanalistinn - erfið æska,
mörg misheppnuð sambönd -
er óendanlegur. Þetta fólk
veltir ábyrgðinni af gjörðum
sínum yfir á aðra sem því
finnast heimskir eða jafnvel ill-
gjarnir.
ALUR TAPA í
ÁLÖSUNARLEIKNUM
„Eitt það geðveikislegasta
sem fólk gerir er að álasa öðr-
um, hvort sem gert hefur verið
á hlut þess eða ekki,“ segir
sálfræðingurinn Wayne Dyer,
höfundur bókarinnar Elskaðu
sjálfan þig. „Sá sem trúir því
að hann sé lélegur viðskipta-
fræðingur vegna þess aö
systir hans var í meira uppá-
haldi hjá móöur þeirra nær
aldrei að njóta sín til fulls.
Álasanir ræna fólk valdinu til
að velja og hafna.“
Með öðrum orðum þjóna á-
lasanir eki hagnýtum tilgangi.
Það breytir engum aö álasa
einhverjum öðrum og bætir
ekki stöðuna á nokkurn hátt;
það er óskilvirkt og algerlega
óvirkt. Álasanir laga ekkert.
„Ég notaði „ömurlega
æsku“ mína sem stóru afsök-
unina fyrir „ömurlegum fullorð-
insárum" árum saman," segir
Jóna, 28 ára, sem er að Ijúka
doktorsgráðu í heimspeki eftir
langt tímabil áfengissýki sem
hún taldi foreldra sína alfarið
ábyrga fyrir.
„Foreldrar mínir notuðu mig
og bróður minn sem peð í
skilnaði sínum," segir hún.
„Okkur var þeytt fram og til
baka á milli þeirra og óttuð-
umst alltaf að vera vakin um
miðja nótt og sagt að pakka.
Við vorum dauðhrædd um að
misklíð þeirra væri okkur að
kenna.“
Jóna uppgötvaði áfengi á
unglingsárum, drakk um helg-
ar „til að deyfa sársaukann“
og var farin að drekka mikið
þegar hún hóf háskólanám.
„Ég fór beint úr tímum á bar-
ina.“ Loks sendu foreldrar
Jónu hana í meðferð. Ráð-
gjafar komu henni í skilning
um að hún hefði afsalað sér
ábyrgð á sjálfri sér síðan í
barnæsku.
„Ég varð ekki hrifin af að
heyra þetta,“ viðurkennir hún.
„Ég áleit sjálfa mig fórnar-
lamb. Loks rann upp fyrir mér
að ég yrði að gera tvennt til
að verða hamingjusöm: hætta
að drekka og hætta að álasa.
Það var auðvelt að hætta að
drekka - ég hafði ekki drukkið
nema í nokkur ár en ég hafði
verið að álasa foreldrum mín-
um frá upphafi."
HVERNIG LÆ.RUM
VIÐ AÐ ÁLASA?
Eins og Jóna lærum við að
álasa þegar við erum mjög
ung. Sum börn nota álasanir
til að verja sig bæði fyrir
gagnrýni og of miklu ósjálf-
stæði. Þetta er algengast
þegar móðirin refsar barninu
án þess að skilgreina að með
því sé hún að hafna vissri
hegðun en ekki barninu sjálfu.
„Ég gerði það ekki, hann gerði
það,“ er algeng setning hjá
ungum skólabörnum. Börn
læra líka aö álasa öörum þeg-
ar þau vænta þess að þeim
verði álasað. Foreldrar ættu
því að gæta þess að vera
sanngjarnir við börn sín og á-
lasa þeim ekki að ósekju. Ef
foreldrar hlusta á barnið sitt,
ræða málin við það og út-
skýra hvers vegna þeir eru
sammála eða ósammála
verður viðkomandi barn aldrei
álasari.
Ef við lærum að álasa í
bernsku hagnýtum við það
nám á fullorðinsárunum.
Vissulega laða aðstæður á
viö erfið ástarævintýri og
óleyst vandamál við foreldra
fram álasarann í öllum. Þótt
það sé ekki hollt fyrir okkur að
varpa sökinni á herðar ann-
arra hefur það samt sinn til-
gang. Væri ekki svo, væru all-
ir til fyrirmyndar hvað per-
sónulega ábyrgð varðar.
Hvað er svona aðlaðandi við
að segja erfiða bernsku
ábyrga fyrir núverandi kring-
umstæðum eða nota nýliðna
reynslu sem afsökun fyrir því
að halda ekki lífi okkar áfram?
„Fólk er dauðskelkað við á-
hættu, breytingar og ábyrgð,“
segir Wayne Dyer. „Að álasa
öðrum er leið til að standa
kyrr I sömu sporum. Ef ég get
álasað öðrum fyrir erfiðleika
mína þarf ég ekki að spyrja
sjálfan mig: Hvers vegna leyfi
ég honum að koma svona
fram viö mig? Besta aðferðin
til að komast hjá því að taka
við stjórninni er að snúa sér
að einhverjum öðrum og
segja: Þetta er ekki mér að
kenna. Þetta er þér að kenna.
í stað þess að gera úrbætur
í erfiðu hjónabandi ásökuðu
Jón og Dóra hvort annað
linnulaust og skildu að lokum.
„Ég álasaði honum fyrir mitt
framhjáhald. Hann var aldrei
heima og ég var einmana,"
segir Dóra. „Hann sagðist
aldrei vera heima af því að ég
væri alltaf að rífast. Við fórum
hring eftir hring en leystum
aldrei úr neinu, gerðum bara
hvort annað leiðara og leið-
ara.“
Nanna var ritari með leynda
drauma um að verða texta-
höfundur á auglýsingastofunni
sem hún vann á. Hún álasaði
samstarfsfólki sínu þegar hún
fékk ekki stöðuna. „Ég hafði
nefnt þennan draum við fólk I
deildinni og það hvatti mig til
að segja framkvæmdastjóran-
um frá honum en ég þorði
það ekki. Þegar ég loks bað
um viðtal við hann var það
orðið of seint. Hann var búinn
að ráða annan.
Ég varð öskureið! Hvers
vegna höfðu vinir mínir ekki
sagt honum að ég sæktist eft-
ir starfinu? Viku síðar borðaði
ég meö aðstoðarstúlku hans.
Ég sagði henni að það særði
mig að enginn hefði nefnt við
yfirmanninn að ég vildi fá
þetta starf. Hún sagði salla-
róleg - ég gleymi aldrei svipn-
um á henni: Nanna, það var á
þína ábyrgð að láta það frétt-
ast, ekki okkar.“
Þetta er enn ein ástæðan
fyrir því að fólk álasar, það á
erfitt með að biðja um það
sem það langar í og þarfnast.
Síðan, þegar fólk fær ekki það
sem það langaði í, álasar það
vinum og kunningjum fyrir að
uppfylla ekki óskirnar. □
■ Þekktu álösunaroröin: ef;
vegna; þú ert alltaf. Þagnaðu
þegar þú heyrir þig segja eitt
þeirra.
■ Geröu þér grein fyrir aö það
bætir ekki stööuna aö álasa,
jafnvel þótt hún sé einhverjum
öörum aö kenna. Því fyrr sem
þú hættir aö álasa öörum því
fyrr tekurðu viö stjórn á eigin
lífi.
■ Ekki álasa honum fyrir aö
vera ekki betri elskhugi. Taktu
honum eins og hann er eöa
finndu nýjan mann.
■ Ekki vænta þess aö hann
færi þér hamingju. Hamingja
þín er á þína ábyrgö, einskis
annars.
■ Leitaöu faghjálpar ef þú og
maki þinn rífist stööugt um
hver eigi sökina.
■ Gættu þín á afsökunum. Á-
lasaröu umferöinni fyrir aö þú
komir alltaf of seint í vinnuna?
Stígöu þá jákvætt skref - á við
að láta klukkuna hringja fyrr.
■ Spurðu yfirmanninn hvers
vegna þú hafir ekki fengið
stööuhækkun. Ef þú notar
upplýsingarnar, sem þú færð,
á uppbyggilegan hátt má vel
vera aö þú eigir stööuhækkun
í vændum.
■ Geröu þér grein fyrir því að
viö leikum oft sama álösunar-
leikinn viö yfirmenn og aöra á
vinnustað og viö lékum við
foreldra okkar og systkini.
■ Fyrirgeföu foreldrum þín-
um, hvaö sem þaö er sem þú
ímyndar þér aö þeir beri á-
byrgö á. Líttu á það jákvæða
sem þú fékkst frá þeim - yndi
af tónlist, tilfinningu fyrir réttu
og röngu, fallega framkomu,
góðan smekk og sjálfstæða
hugsun.
13.TBL. 1993 VIKAN 37