Vikan - 01.07.1993, Blaðsíða 51
MAMMA, EG GE
EKKISOFN
TVEGGJA TIL
FIMM ÁRA
Á þessum árum er erfiðast að
fara að hátta. Börnin finna
upp á óteljandi afsökunum til
þess að fá að vaka lengur.
Það er árangursríkt að taka
fram fyrir hendurnar á þeim
og eyða vörn þeirra fyrirfram,
gefa þeim að drekka, senda
þau á klósettið og athuga
hvort er Ijón í skápnum í hvert
skipti áður en þau fara í rúmið
svo þau hafi ekki ástæðu til
að kalla á foreldrana eftir að
þau eru komin upp í.
Tveggja til fjögurra ára börn
eru í stöðugri uppreisn gegn
„normum" þjóðfélagsins, það
er að segja á þessu tímabili
eru þau að læra siðferðisregl-
ur mannlegs samfélags. Öll
frávik rugla þau í ríminu. Þess
vegna er mikilvægt að reyna
að halda sömu siðum og venj-
um alla daga. Fyrir tveggja
ára barn er reglusemi nauð-
synleg, allar breytingar gera
það órólegt.
Það þarf að fara í háttinn á
sama tíma alla daga, án und-
antekninga. Jafnvel aðeins
eitt skipti getur ruglaö allt
saman og háttatíminn verður
erfiður næstu kvöld. Sömu
venjur öll kvöld eru áhrifarík-
asta meðalið gegn svefnerfið-
leikum: Fara í nátfötin, bursta
tennurnar, kyssa góða nótt,
lesa eina sögu, punktur og
basta.
Ef þess er gætt að halda
reglusemi í sambandi við
háttatíma ætti svefnleysi að
minnka með tímanum. Samt
sem áður er góð regla að
gæta þess að æsa barn ekki
upp fyrir svefn með leikjum,
bíómyndum eða þess háttar.
VAKNAD UPP
UM MIÐJA NÓTT
Mörg börn vakna um nætur,
leika sér róleg í rúminu sínu
og sofna svo aftur eftir dálitla
stund. Það er engin ástæöa til
að fara á fætur og skammast.
Þau fara að sofa aftur þegar
þau verða syfjuð á ný.
Um þriggja ára aldur er al-
gengt að börn vakni um miðj-
ar nætur. Þetta er eðlilegt og
á meðan þau aðhafast ekkert
hættulegt er óþarfi að hafa
áhyggjur. Vandamálin byrja
þegar þau fara að heimta að
fá að fara í rúm foreldranna.
Ef þeim er leyft það getur ver-
ið erfitt að venja þau af því og
ef fleiri börn eru á heimilinu
fylgja þau oft eftir eða verða
afbrýðisöm.
Vakni barnið er mikilvægt
fyrir foreldrana að fara fljótt
með það í sitt herbergi eða í
sitt rúm ef það hefur farið
fram úr. Oft þurfa börnin bara
að fullvissa sig um nærveru
foreldranna til þess að róast
og fara svo aftur að sofa.
Svo eru það börn sem fá
martraðir. Þessi
kríli líða miklar
þjáningar. Eftir
fyrstu martröðina er
afskaplega erfitt fyrir
barnið að sofa áfram í rúminu
sínu. Það mótmælir hástöfum
þegar mamma eða pabbi yfir-
gefa herbergið aftur. Þá er
best að vera hjá barninu þar
til það sofnar aftur. Ef það er
tekið upp í rúm foreldranna
vill það halda þeim sið.
Svefnvenjur barna breytast
með tímanum og þegar þau
eldast fara þau seinna að
hátta. Svefnþörf manna er
einstaklingsbundin og breyti-
leg. Foreldrum sést stundum
yfir þessa staðreynd. Það er
erfitt að segja til um hvers
vegna sum börn sofa betur en
önnur og hvers vegna sum
börn þarfnast meiri eða minni
svefns en önnur. Það getur
verið erfitt að fást við að laga
háttatíma þeirra sem þarfnast
minni svefns að siðum og
venjum. Einn ákveðinn hátta-
tími er þó bestur vegna þess
„að bangsi" eða „öll hin börnin
eru farin að sofa“.
Það er mikilvægt að muna
að svefn og matur er ekki að-
eins nauðsyn fyrir eðlilega lík-
amsstarfsemi heldur líka
raunveruleg þægindi. Við
verðum að keppast við aö
halda þessum þörfum eðlileg-
um og þægilegum, gera mat-
máls- og háttatfma að tilhlökk-
unarefni til þess að koma í
veg fyrir vandamál.
NOKKUR RAD
ZNotið um það bil eina
klukkustund til þess að
hátta og á ákveðnum
tíma fer barnið að sofa, eftir
að hafa leikið sér í rúminu
sínu. Notið til dæmis
vekjaraklukku til þess að
ákvarðatímann. Það kemur í
veg fyrir stríð milli barns og
foreldra.
ZNeyðið aldrei barnið til
þess að fara að sofa.
Sendið það í rúmið til
að hvíla sig, ekki til að sofa,
ef það neitar að fara í rúmið.
ZFylgið ákveðnum regl-
um þegar líður að
háttatíma, gerið hlutina
alltaf í sömu röð og á sama
tíma.
ZEinangrið ekki barnið
frá umheiminum. Leyfið
því að sofa með Ijósið
kveikt, hlusta á tónlist eða
hafa dyrnar opnar.
z
z
Verið sveigjanleg. í ein-
staka tilfelli getur verið
leyfilegt að vaka lengur.
Sjáið til þess að her-
bergi barnsins sé þægi-
legt, hlýtt og róandi.
ZEkki nota svefnher-
bergið sem skammar-
krók þegar barnið er
óþekkt.
13. TBL. 1993 VIKAN 51