Vikan


Vikan - 01.07.1993, Síða 55

Vikan - 01.07.1993, Síða 55
- Hvernig stendur á þessu, MacDonald? sagöi gesturinn viö Skotann sem hatði boðið honum heim. - Við erum sex við borðið en þú hetur aðeins keypt fjögurra manna tertu. - Ég reikna fastlega með því, svaraði Skotinn, að krakkarnir verði svo óþægir við borðið að ég verði aö reka þá út áður en að tertunni kemur. Blaðasali í Texas stóð á götu- horni og hrópaði: - Svindlað á 98 manns! Eldri maður keypti blaðið og leit yfir það. - Ég sé ekkert um þetta svindl í blaöinu. Strákurinn var þá upptekinn við aö hrópa: - Stórsvindl! Svindlaö á 99 manns! Stælgæi nokkur hafði boöið fal- legri stúlku í bíltúr og auðvitaö stoppaði bíllinn allt í einu þegar FINNDU 6 VILLUR þau voru komin nokkuö út fyrir bæinn. Gæinn yppti öxlum og stundi: - Bíllinn er líklega bensín- laus. Stúlkan lét sér hvergi bregða og dró vínflösku upp úr tösku sinni, glaðhlakkaleg á svip. - Þú ert svei mér ekkert blávatn, sagði gæinn glaður í bragði. Er þetta viskí eða vodka? - Bensín, svaraði stúlkan og brosti sínu blíðasta. Prófessorinn var nýkvæntur og kom heim fyrsta daginn, rauk fram í eldhús, tók skeiö og smakkaði á innihaldinu í skaftpotti. Hann gretti sig og sagði: - Uppþvottavatn! Þetta geröi hann í nokkra daga þar til kona hans sagöi ósköp ró- lega: - Hvað er aö þér, góði? Þetta er uppþvottavatn. Sveitakona nokkur ætlaði í versl- unarferð til borgarinnar. Ná- grannakona hennar bað hana að sinna fyrir sig nokkrum erindum í leiðinni. Því lofaði sveitakonan. Nágrannakonan skrifaði á lista þaö sem kaupa átti og annað það sem hún bað um að fyrir sig yrði gert. Að lokum sagði hún: - Svo ætlaði ég til Ijósmyndara en það verður víst að bíða þangað til ég fer sjálf í bæinn. STJÖRNUSPA Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda ejeojs J9 jeuunuo^ jeg 9 ‘iuiqji ejj i6œ|jel) quoa jnjaq ioíjB g ‘jisojq ueujiueiu ue J|60|n|Aj j(uqjo m0 j(Uje6Q0j mp ‘QiJJoq je sujs^ejis xoqeijq 'G ‘eujpuAuj ? uu|ujo>i J9 issojjsod z Ts6u0| jnjoq ijjsuia |j) isj0 QjsnH ' L HRUTURINN 21. mars - 20. apríl Þú aflar á næstunni braut- argengis þeim málstað sem þú hef- ur mikla trú á og reyndar finnst þér það létt verk. Þér mun líka veitast heiður fyrir árangurinn sem þú nærð, þó að þér finnist þú kannski ekki eiga hann skilið. NAUTID 21. apríl-21. mars Eitthvað sem þér finnst þú vera undir sterkum áhrifum frá mun hafa mikil áhrif á líf þitt á næstunni hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þér finnst til mikils að vinna og ert tilbúinn að fórna ýmsu til að ná takmarki þínu þó að á móti blási. Horfðu á björtu hliðarnar. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Það gerir ekkert til þó aö þú sért ánægður og stoltur með það sem þú átt en láttu þaö samt ekki stíga þér til höfuðs. Einhver þér nákominn er reiðubúinn til þess að fórna einhverju mikilvægu þér til hagsbóta. Ert þú tilbúinn að gera hið sama? KRABBINN 22. júní - 23. júli Þér finnst margt spennandi vera að gerast í kringum þig. Þig langar að taka þátt í þessu en hik- ar. Hafðu hugfast að það að hika er sama og aö tapa. Þér finnst mikil spenna vera í kringum þig. Taktu þátt í því sem þér verður boðið, þá fyrst geturöu slakað á. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Eftir að hafa legið undir feldi um sinn og hlaðið rafhlöðurnar ertu nú tilbúinn aö hella þér út í hlutina á nýjan leik með það að markmiði að ná nú betri árangri en nokkru sinni fyrr. Það sem þú keppir fyrst og fremst að er viöur- kenning, þó svo þú kunnir að bera á móti slíku. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Á næstunni verður þú upp- tekinn af hlutum sem standa þér nærri. Þar stendur þú augliti til auglitis viö tilfinningar sem þú hefur fram aö þessu átt erfitt með að ræða um viö aðra. Þaö reynist þér vafalítið heilladrýgra að þiggja fremur en að hafna. VOGIN 24. sept. - 23. október Þú átt auðvelt með að ná sambandi við annað fólk og blanda geði við það. Þú ert mannþekkjari fremur en að þú sért opinskár. Þú átt kost á að komast hjá erfiðleikum í samskiptum þínum við valdamikla manneskju, þó aðeins meö því móti að þú þegir sem steinninn um veikleika hennar. SPORÐDREKINN 24. okt - 22. nóvember Þú hefur ef til vill ekki verið með það á hreinu hversu miklu máli þú skiptir fyrir þá sem þú um- gengst - fremur en hversu mikil- vægir þeir eru þér. Sem betur fer hefur þú aðgang að mikilvægum upplýsingum sem geta komiö sér vel. BOGMAÐURINN 23. nóvember - 22. des. Þú situr sem fastast á verðmætum sem þú hefur aðgang að ásamt einum öðrum. Kappkost- aðu að komast að ótvíræöu og sanngjörnu samkomulagi svo að unnt sé að tryggja rétt ykkar beggja sem best. STEINGEITIN 23. des - 20. janúar Þú verður í sviðsljósinu og þér kann jafnvel aö finnast sem þú sért öllum til sýnis, lokaður inni í búri. Þér mun þó veitast auðvelt að draga þig smám saman í hlé á meðan athygli fólks beinist að öðru. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Það eru takmörk fyrir því hversu mikið þú getur fórnaö þér fyrir annað fólk og tími til kominn að þú látir aðra um aö gera skít- verkin. Reyndar verður þér hrósað fyrir erfiðið en heiðurinn er ekki alltaf eftirsóknarverður. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Um þessar mundir er mikill hugur í fiskum og ástarlíf þeirra með besta móti. Þú ættir að reyna að koma sem mest til móts við þann eöa þá sem þér þykir vænst um og uppskera þá ánægju sem af því getur hlotist. Ef þú átt þess kost aö taka þátt í keppni er rétti tíminn til að láta reyna á hæfileikana. 13. TBL. 1993 VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.