Vikan


Vikan - 01.07.1993, Síða 56

Vikan - 01.07.1993, Síða 56
Anita Roddick er konan ó bak við alþjóðlega snyrtivörufyrirtækið The Body Shop sem þekkt er fyrir lágt verð á gæðavörum úr nátt- úrulegum efnum. Hún leiðir okkur fyrir sjónir hvernig hægt er að verða vel ágengt í við- skiptalífinu án þess að missa sálina. Anita Lucia Perella hét hún. Tuttugu og sjö ára gömul hafði hún reynt og séð margt á ferðalögum sínum um heim- inn þar sem hún kannaði lifn- aðarhætti frumbyggja, meðal annars í Pólynesíu, Nýju Kaledóníu og Afríku. Þá hitti hún manninn í lífi sínu - Gordon Roddick - heima hjá móður sinni í Littlehampton á Suður-Englandi. Sex árum síðar hét hún Anita Roddick og var orðin móðir tveggja stúlkna. Þá opnaði hún fyrstu búðina sína, The Body Shop í Brighton. Þar bauð hún upp á fimmtán tegundir af húðkrem- um í flöskum og krúsum með handskrifuðum miðum með lýsingu á innihaldinu. Hún gerði allt sjálf, sauð saman kremin og fyllti á flösk- ur, skrifaði á miðana, málaði verslunina og seldi vörurnar. Núna er Anita Roddick ein af auðugustu konum heims, með níu hundruð verslanir í fjörutíu og sjö löndum. Hún hefur skrifað sjálfsævisögu, Body and Soul (Líkami og sál), og hefur fengið fjöldann allan af viðurkenningum og heiðursgráðum fyrir framlag á sviði mannréttinda, umhverfis- ^ mála og átak í að fyrirbyggja L^L, eyðingu regnskóga í Brasilíu. § Hún hefur einnig barist fyrir jafnréttismálum, gegn dýratil- £5. raunum fyrir snyrtivöruiðnað- g: inn og hún starfar náið með S Amnesty International. Hún ^ hefur sett upp heimili fyrir o munaðarlaus börn í Nepal, á zzj' Indlandi og í Rúmeníu og hún 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.