Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 16
• •UÍlÍr
Grænlita karfan var
máluö áöur en blóma
mynstriö var límt á
hana og slaufan fest
á haldiö.
nákvæmlega út úr efninu svo
hvergi sjái í bakgrunninn,
hvorki utan með blómunum
né milli þeirra. Þessu næst er
efnið Mod Podge borið á bak-
hlið útklipptu blómanna og
loks eru þau lögð á körfuna
sem skreyta á og þeim þrýst
niður með rökum klút eða
svampi. Eigi að mála körfuna
alla eða að hluta til er það
gert með Folk Art-litum áður
en mynstrið er límt á hana en
þegar því er lokið er úðað yfir
Þaö hefur löng-
um verió vin-
sælt aö silfra
ungbarnaskó.
Nú má postu-
línsgera þá í
staðinn. Þaö
mætti meira aö
segja taka
fyrstu hekluóu
eóa prjónuóu
hosur barnsins,
gera þær eilífar
meó sömu aö-
feró og beitt er
vió postulíns-
blómín og jafn-
vel skreyta á
eftir meó
blómum.
Rósum
skreytt
karfa.
mynstur og körfu með sér-
stöku glæru lakki með miklum
gljáa. Auðvitað er einnig hægt
að hafa körfuna í náttúruleg-
um lit og þá er hún aðeins
glærlökkuð (lokin eins og fyrr
er lýst.
HARÐAR SLAUFUR
Hörðu slaufurnar eru ekki
hnýttar eins og venjulegar
slaufur. Þær eru búnar til úr
efnisrenningum eða borðum.
Sé notað efni verður að hafa
renninginn helmingi breiðari
en endanleg breidd hans
verður í slaufunni því renning-
arnir eru brotnir saman eftir
endilöngu og brúnir efnisins
látnar mætast á bakhlið borð-
ans. Þessu næst er efnið
Stiffy borið beggja megin á
renninginn, hann brotinn sam-
an og látinn þorna í um það
bil 40 mínútur. Eftir það er
hægt að forma slaufuna eins
og hver vill. Fullformaðar og
þurrar slaufur eru auðvelt að
líma á til dæmis körfuna með
Mod Podge eins og blóma-
mynstrið. Einnig má nota
föndurlím eða eitthvert annað
gott lím.
POSTULÍNSBLÓM
Gerð postulínsblómanna er
ekki síður einföld. Notuð eru
silkiblóm eða samsvarandi
skraut. Ekki er hægt, svo vel
fari, að nota blóm úr plast-
eða gúmmíefnum, þar sem
þau draga ekki í sig vökvann
sem notaður er eins og silki-
blómin gera. Þau er líka hægt
að beygja og klessa saman
eftir meðferðina og er því
hætta á að húðin flagni eða
springi af.
Silkiblómagreinarnar eru
klipptar niður. Best er að byrja
á blöðunum og taka síðan fyr-
ir blómin. Hvort tveggja er
hjúpað með eða vætt í
svokölluðu Petal Procelain og
svo lagt á körfuna eða hlutinn
sem skreyta á. Blómin eru um
sex tíma að harðna. Hægt er
að láta hér staðar numið en
flestum finnst fallegra að lita
blómin og lakka. Þau eru þá
fyrst úðuð með lituðu lakki og
síðan máluð með Folk Art-lit-
unum. Þegar þessu er lokið er
úðað yfir með glæru lakki en
einnig er til lakk sem gefur
skelplötu- eða perlumóður-
áferð þegar það er komið á
hlutinn.
Postulfnsblómin má líma á
körfur, kassa, postulínskrúsir,
vasa, dýr eða kertastjaka -
hvað eina sem ykkur dettur í
hug. Möguleikarnir eru óenda-
legir, hugmyndaflugið eitt set-
ur takmörk. □
1Ó VIKAN 24. TBL. 1993