Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 31
I VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: VÍKINGAKORTIN • VÍKINGAKORTIN og innsæi. í textanum er bæöi sýnt fram á jákvæöa og nei- kvæða birtingu orkunnar sem fylgir hverju korti fyrirsig. Hægt er aö leggja nokkrar mis- munandi lagnir meö kortunum, eftir því hvaöa svara er verið aö leita og eins er hægt að draga eitt kort sem ég kalla þá leiðsögn Óð- ins en honum hef ég tileinkað kortin. Víkingarnir litu á hann sem alföður eða skapara og þar sem ég er sannfærð um aö aðeins sé til einn guð skiptir mig ekki máli hvað hann er kallaður. Textinn vafðist ekki mikið fyrir mér en aftur á móti var ég ófær um að koma skissunum mínum í rétt myndform. Þar kom Ólafur, sem er sonur mannsins míns, til skjalanna." - Hvernig lagðist svona verk- efni í þig, Ólafur? „Mér fannst þetta strax mjög spennandi og jafnframt krefjandi verkefni. Sem listamaður fékk ég mikla útrás. Daglega vinn ég við tölvur að auglýsingagerð svo þetta verkefni var mjög örvandi. Auk þess var ég að fara inn á ó- troðna slóð, þar sem um er ræða fyrstu íslensku spáspilin. Guörún sýndi mér skissurnar sínar og við ræddum um hugmyndir hennar að hverri mynd. Þegar ég síðan hófst handa varð auðvitað hver mynd mín túlkun á þeim skiss- um. í upphafi var ég svo skipulagð- ur að ég byrjaði auðvitaö á korti númer eitt, sem er Hjálmurinn. En þegar fram liöu stundir fór ég meira eftir því hvaöa hugmyndir voru efst í huga mér og teiknaöi þá þau kort. Ég er svo heppinn að víkingatímabilið hefur alltaf höföað mikiö til mín sögulega og því fékk ég mjög mikiö út úr þess- ari vinnu. Hver mynd á sér á- kveðna sögu og við Guörún fór- um til dæmis saman vestur að Helgafelli til að finna út hvaða myndhorn af því kæmi best út á korti. í leiðinni gengum við auðvit- að á fellið. Það er mjög magnaö- ur staður. Ég fylgdi síöan myndunum i gegnum litgreiningu og sá um að senda þær til sérhæföra spila- framleiðenda í Sviss, þar sem kortin og bókin voru prentuð. Þaö má því segja aö ég hafi fylgt þeim frá upphafi til enda. Þegar fyrstu eintökin af kortunum og bókinni komu i hraðpósti til landsins var Guðrún ekki heima. Ég sá því um að opna pakkann og handleika fyrsta kortastokkinn í endanleg- um búningi. Það var mjög mögn- uð tilfinning. Ég breiddi síðan úr kortunum og dró eitt þeirra, um leið og ég spurði um velgengni þeirra. Kort- ið, sem ég dró, var Hjálmurinn, fyrsta kortið sem ég teiknaði, en Hjálmurinn er táknrænn fyrir sig- ur," segir Ólafur brosandi. Þegar lesiö er úr kortinu fylgir því eftir- farandi texti: 1. kort - HJÁLMUR - SIGUR Vikingarnir notuðu hjálma í orrust- um sínum til að verja höfuðið, sem margir hverjir töldu mikilvæg- asta hluta likamans. Hjálmarnir voru mismunandi að gerð og formi, eftir þvi hvaða efni voru fá- anleg hverju sinni. Flestir þeir hjálmar sem varðveist hafa frá tímum vikinganna eru einfaldir járnhjálmar með eöa án augn- hlifa, en einstaka eru ríkulega skreyttir. Ýmsar minjar sýna hjálma sem komnir eru frá suð- rænum slóðum, hvort sem þeir hafa fengist í hernaði eða frið- samlegum verslunarviðskiptum. Hyrndir hjátmar hafa ekki fundist og veröa þvi að teljast hugmynda- smíði síöari tíma listamanna, sem hafa verið ósparir á að teikna vík- inga með hyrnda hjálma. Hjálmur- inn var hluti af hernaðarvitund vik- ingsins, alltaf borínn þegar haldið var í hernað og einungis tekinn niður að bardaga loknum. Jákvæð birting: Hjálmurinn er táknræn fyrir sigur hins andlega vikings, sem vill sigrast á öllum hindrunum lifsins. Ef hjálmurinn liggur i kortum þín- um i dag, þá er hann að tjá þér sigur í einhverri mynd. Eru ein- hver átök framundan í lífi þínu, við sjálfan þig eða aðra? Ef svo er þarftu að muna að góður undir- búningur leiðir til sigurs. Ef þú ert þegar staddur í hita orrustunnar, þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þvi aö hjálmurinn dugir skammt, ef kænska þín og hern- aðarlist kemur ekki einnig til. Hvort sem sigur þinn í dag er stór eða lítill, þá ertu að vinna sigur í lífinu, sigur á þínum eigin per- sónuleika, sem sifellt stríðir við sálina. Sigrum fylgir oft velgengni, sem getur verið bæði andleg og veraldleg, en þú þarft aö gæta þin að ofmetnast ekirí í sigurvímunni. Neikvæö birting: Þú ert lagstur til atlögu, en gerir þér of seint grein fyrir að þú hefur gleymt aö setja upp hjálminn. Þú hefur ekki gert þér neina áætlun, heldur anað stefnulaust út i orr- ustuna og getur því ekki búist við sigri i þessari lotu. Eini möguleiki þinn er að sýna skjót viðbrögð og breyta bardagaaðferðinni. Þannig geturðu ef til vill komið höggi á ó- vininn, sem í sumum tilvikum ert þú sjálfur. En ef slikt er ekki hægt, þá máttu búast við að biða ósigur i þessari lotu. En hvað er einn ósigur? Er hann ekki hvatn- ing til að risa fljótt á fætur aftur og ráðast til atlögu við lífið á ný? Vikan óskar Guðrúnu og Ólafi innilega til hamingju með þetta framtak og vonar svo sannarlega að VÍKINGAKORTIN veröi sigur- sæl á íslenskum bókamarkaði. Það er þeim að þakka að við eig- um nú rammíslensk spáspil. □ Tilvitnun: Úr bókinni VÍKINGAKORTIN - viska norðursins. VELKOMINÁ SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR | ROFABÆ 39 - SIMI 68 - 93 - 10 | - m ► ANDLITSBÖÐ ► HÚÐHREINSUN ► LITUN ► PLOKKUN ► VAX-MEÐFERÐ ► FÓTSNYRTING ► FÖRÐUN HULDA SÉRMEÐFERÐ: JURTAMASKI: f. bóluhúð, f. háræðaslit, f. eldri húð. HITAMASKI: f. þurra húð, f. óhreina húð, f. vannærða húð. AUGNMASKI: f. poka og hrukkur. SILKINEGLUR • TRIM FORM • GERUM GOT I EYRU Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 50507 ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KV ÖLDSN YRTIN G, V AXMEÐFERÐ. Opið alla virka daga frá kl. 9-6 nema fimmtudaga til kl. 7. HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 0 62 61 62 MKARA- <k HAR^mSLOíSTDTA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.