Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 50

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 50
VIKAN Á VETTVANGI TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDOTTIR/UOSM.: GISLI ÞOR GUÐMUNDSSON VIÐTAL VIÐ UNG HJÓN í SHANKILL-HVERFINU í BELFAST Cecil og Elizabeth eru fædd og uppalin í Shankill í Vestur- Belfast og hafa nú stofnað sína eigin fjölskyldu þar. Allt sitt líf hafa þau verið umkringd hermönnum og öryggisvörð- um. Þau segjast ekki muna eftir því að hafa hugleitt ástandið þegar þau voru krakkar, síðar hafi þau hins vegar kynnst hræðslunni sem fylgir því að búa við stöðuga ógn hryðjuverka. „Það hefur hindrað okkur í að fara á ákveðna staði og hafa sam- skipti við fólk.“ Þau segja að síðustu tíu árin hafi ástandið haft miklu meiri áhrif á þau en áður. „Ég held að ég hafi átt- að mig á því svona sextán eða sautján ára gamall um hvað þetta snerist og þá voru ákveðnir klúbbar sem maður forðaðist," segir Cecil. HÆTTULEGT AÐ EIGA KAÞÓLSKA VINI Aðspurð um hvort þau hafi umgengist kaþólska krakka sem börn svara þau bæði neitandi, það hafi ekki verið neinir kaþólikkar í hverfinu og nú geti einfaldlega verið hættulegt að umgangast ka- þólikka. „Ef kaþólikki kæmi hér í heimsókn myndu þeir drepa hann,“ segir Elizabeth og bendir á Cecil og á við harðlínumennina úr þeirra eigin röðum. „Þeir eru ekkert betri en hinir,“ segir Cecil og viðurkennir að skæruliðar úr röðum mótmælenda séu jafn- hættulegir sínu eigin fólki eins og kaþólikkum. MAFtUR STIÓRNA UMHVERFINU Elizabeth á þrjá bræður og segir að foreldrar hennar hafi alltaf brýnt fyrir þeim að halda sig frá skæruliða- og öfgahóp- um. Það getur hins vegar ver- ið erfitt að standa gegn þeim og hún segir einn bróður sinn hafa orðið að velja á milli vinnunnar sinnar og þátttöku í skæruliðasamtökum. „Bróðir minn fórnaði vinnunni frekar en að láta að vilja aðgangs- harðra vinnufélaga sinna sem vildu að hann kæmi með þeim út að skjóta." Þau eru sam- Cecil og Elizabeth eru ekki bjartsýn á aö ástandiö í Belfast breytist. Þau eru eins og þessi börn alin upp i umhverfi þar sem ofbeldi og voöaverk valda óöryggi sem íbúamir hafa vanist. Fólk vill yfirleitt ógjarnan láta taka af sér myndir af ótta viö jafnvel eigin hryöjuverkasamtök en bömin stilltu sér stolt upp viö veggskreytingarnar sem harölínumenn hafa málaö á íbúö- arhús sín og kenna þeim frá blautu barnsbeini hver málstaöurinn er. mála um að þessi samtök séu eins og mafíur sem stjórni umhverfi sínu. SKOTNIR í HNÉN „Allir vita hvaða afleiðingar það getur haft ef maður gerir eitthvað á móti þeim,“ segir Cecil og bætir við að fólk voni bara að það komi ekki að því sjálfu. Óhjákvæmilega þekkir fólk þá sem eru viðriðnir starf- semina. „Þetta eru nágrannar okkar, gamlir skólafélagar og sumir vinir en grimmdin er mikil gagnvart þeim sem segja frá eða eru taldir hafa veitt upplýsingar. Einn vinur minn var skotinn í báðar hné- skeljarnar þegar hann var grunaður." Slík skot eru al- geng og táknræn hefnd gagn- vart þeim sem eru álitnir svik- arar. Sama dag og rætt er við Cecil og Elizabeth berast fréttir af tveimur slíkum refsi- árásum. ÓTTAST UM BÖRNIN SÍN Hvorugt þeirra sér fyrir sér að ástandið eigi eftir að breytast. Þetta er eitthvað sem þau hafa vanist og þau vita að dætur þeirra tvær eiga eftir að alast upp við það á sama hátt og þau sjálf. Á sama hátt og foreldrar þeirra óttuðust um þau þegar þau voru lítil eiga þau eftir að óttast um sín eigin börn en fá ekkert að gert. „Ég held samt að ef eitt- hvað kæmi fyrir fjölskylduna mína af völdum IRA myndi ég vilja slást í hópinn og fara og drepa þá,“ viðurkennir Cecil af einlægni en áréttar að þetta séu fyrstu viðbrögð þegar hann hugsar upphátt um þetta. Frændi Cecils og sonur hans voru tveir af þeim fimm- tíu sem særðust í sprenging- unni á Shankill Road, sem að auki varð tíu manns að bana. „Föðurbróðir minn var mjög illa særður og fyrstu viðbrögð stráksins voru að ef þeir hefðu drepið hann hefði hann ekki hikað við að ganga í samtökin til að hefna föður síns. Cecil segir að fólk sé reitt og beiskt enda nánast all- ir í hverfinu sem hafi misst ná- inn ættingja eða vin og enn aðrir eigi við langvarandi fötl- un að stríða. SHANKILL-SPRENGJAN VAR HRÆÐILEG Elizabeth og Cecil búa skammt frá þar sem sprengj- an sprakk og Cecil var á rölti um verslunargötuna. „Ég hljóp strax út til að gá hvort Cecil væri í hættu,“ segir Elizabeth sem var heima og Cecil bætir við að hann hafi farið að slys- staðnum í sama tilgangi. „Fólk streymdi að úr öllum áttum til að athuga hverjir hefðu slasast og látist. Ástandið var hræðilegt. Einn maður hljóp grátandi um götuna til að leita að konunni sinni á meðan börnin þeirra biðu bílnum. 50 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.