Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 40

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 40
VIÐTAL rennandi áfengis- og fjöl- skylduráðgjöfum. „Ég ætla aö halda nám- skeið fyrir foreldra sem hafa áhyggjur af börnum sínum og styðst þá við bókina sem ég hef verið að vinna að. Útgef- andinn minn kom því svo fyrir að fyrsta námskeiðið var hald- ið helgina 13.-14. nóvember í húsi Stjórnunarfélagsins. Það stendur frá klukkan 10-18 tvo daga. Námskeiðið er auðvitað einkum ætlað foreldrum, hverra börn eru komin í stjórnlausa neyslu, en ekki síður þeim sem hafa áhyggjur af því á hvaða leið börnin þeirra eru. Það er byggt á fyrirlestrum og samvinnu og bókin fylgir með enda er hún frábært vinnuplagg. Foreldrar þurfa svo mikla hlýju, skilning og ekki síst tíma. Það er allt öðruvísi að vera foreldri alkóhólista en til dæmis maki. Það er miklu sárara og því fylgja gjarnan sjálfsásakanir og sektar- kennd. Alkóhólisminn sýkir alla fjölskylduna og enginn í alkóhólískri fjölskyldu hagar sér samkvæmt sínum siðalög- málum eöa í samræmi við það sem hún eða hann vill. Brjálæðið verður eðlilegt ástand. Það hefur ekkert með sálarstyrk að gera, ekkert frekar en að siðferðisstyrkur stjórni því hver fær niðurgang eða hjartaáfall. (slendingar eru svo óttalega fastir í því að manneskjan sjái að sér og fari af sjálfsdáðum í meðferð. Þetta var viðtekin kenning áður fyrr, í árdaga ef svo má segja, en það hefur bara svo margt breyst, þekk- ing hefur aukist og alltaf má gera betur. Þetta á ef til vill við um fulloröið fólk, yfirleitt fer enginn í meðferð fyrr en kvölin er oröin svo mikil að hún er óbærileg og dauðinn blasir við. Það er allt annað með unglinga. Þetta er erfið- ara fyrir unglingana vegna þess að þeir hafa ekki þroska til að sjá betra líf handan vímunnar og skilja ekki nógu vel að það er gott að vera allsgáður og hreinn. Sjúkdóm- urinn þróast líka miklu hraðar hjá börnum og unglingum, það eru allt aðrar viðmiðunar- reglur sem gilda þar. í Bandaríkjunum voru ung- lingarnir hreinlega dæmdir í meðferð og ef þeir vildu ekki sæta henni beið þeirra fang- elsi með öllum sínum óhugn- aði. Flestir völdu meðferðina og mörgu mannslífinu var bjargað. Kannski þarf hver og einn að hitta sinn botn en það má færa botninn ansi mikið upp. Við verðum að muna að það er við banvænan sjúk- dóm að eiga og hann tekur fleiri líf, ung og gömul, en viö erum tilbúin að viðurkenna. Þessi sjúkdómur er engum að kenna, foreldrum hefur ekki mistekist við uppeldið, eru ekki vont fólk. Það eru all- ir fórnarlömb. Sjúkdómurinn er ekki áunninn með atorku- samri drykkju! Það ætlar sér enginn að missa stjórn á öllu lífi sínu, tapa öllu sem honum er heilagt, særa ástvini og skilja eftir sig rjúkandi rústir. En þannig endar ef ekkert er að gert. Allir geta tekið á mál- unum, það þarf alls ekki að vera fíkillinn sem byrjar. Þessi setning: „Flann er ekki tilbúinn að gera neitt,“ er bara enn ein réttlæting meövirkninnar til að halda öllu í sama farinu. Þannig björgum við ekki mannslífum en það er nú kannski það sem þetta snýst allt um þegar öllu er á botninn hvolft. Ég væri ekki lífs í dag ef ekki væri fyrir Al-Anon sam- tökin, tólf spora kerfið bjargaði lífi mínu. Ég þurfti svo sem að bera mig eftir því og vinna heimavinnuna mína en það hefur gefið mér miklu meira en ég nokkurn tímann bjóst við. Þessi sjúkdómur hefur tekið frá mér það sem mér hefur verið kærast en hann eða endurbatinn frá honum hefur líka gefið mér í staðinn annað enn dýrmætara, sjálfa mig. Núna get ég litið í spegil- inn og brosað til hennar Systu." Þetta segir Systa og brosir um leið, prakkaralega. Það er eins og blaðamaður sé sestur á skólabekk. Það opnast heimur sársauka og vona. Flett er upp í bókum er fjalla um efnið og einnig lætur mað- ur freistast til að rannsaka nánasta umhverfi sitt á nýjan hátt. Hvernig er hægt að verða miðaldra, hafa alkóhól- isma allt í kringum sig og vita ekki bofs um málið. Það er einmitt einkennið á honum - að fela, vilja ekki viðurkenna, að sjá svo undur illa að ein- hver finnur til. Jafnvel þú sjálfur. □ / JMA- l/ECxi 5 jÍ&LÍ iiWAifKA- tU-jb&i DR'IKKS rjfiur Boke- f\Nti SfiKiJtUL TLfíT Stófum ÞRe'itt- / jjr < £7" V. v 7 7 V / ' / ÖEitÆ Ei'4LaJAST &A HK. 'm\lö d'OK (STu/úti /T aJ l / l * > (, SKAfiFflK LBiBft TUA/ajA z > V > —y-—- (5.ARG HdLRRA He4£> z' > > KR'oK Z EiA/5 Ki/Ea/a//) « / 3 > , / • > 1 f 1/ / —v V V 5- ^ V RFA uan> > í 4Í?E/UV£> 5T > / l 3 f r 6 7 ELb- 6me i Lausnarorð í síðasta blaði: NAUST 40 VIKAN 24.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.