Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 84

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 84
HÁTÍÐARMATUR vörur eins og brauð og pasta. Ég borða fisk öðru hverju en frekar lítið af mjólkurvörum nú orðið. Það er helst að ég noti rjómaost í sósur og þess háttar. Það er algengur misskilningur að grænmetisréttir séu ólystugir eða lítið spennandi. Með aukinni fjölbreytni í ræktun hérlendis og meira úrvali á innfluttu grænmeti hin síðari ár hefur úrvalið aukist gífurlega. Jólin eru ekkert erfiður tími fyrir þá sem eru á annars konar fæði, ef þeir hafa valið það af fúsum og frjálsum vilja. Sælkerar finnast alls staðar, smekkurinn er bara mismunandi. SESAMBUFF MEÐ VILLISVEPPASÓSU 300 g gulrætur 150 q sellerfstönglar 1 laukur 1 lítill blaðlaukur brauðrasp salt, pipar, rósmarín. sesamfræ 1^99 qræn ólífuolfa til steikingar baunanna en þá verða buffin ekki eins þétt í sér. Setjið blönduna í skál og hrærið egginu saman við. Kryddið með salti, pipar og rós- marín. Bætið brauðraspinu við í smáum skömmtum og hrærið. Blandan er hæfilega þykk þegar hægt er að móta úr henni í hönd- um kökur sem halda lagi þegar þeim er velt upp úr sesamfræjum. Steikið á miðlungsheitri pönnu í nokkrar mínútur á báðum hliðum. Úr blöndunni fást um 8 lófastór buff. Ef lagað er úr allri blöndunni í einu er gott að raða buffinu í eldfast fat og halda því þannig heitu í ofn- inum svo allt fari ekki f mauk á pönnunni. Villisveppasósa: 40 g villisveppir 3-4 dl grænmetissoð (af qrænmetinu í sesambuffinu) hreinn rjómaostur 1-2 tsk. qrænmetiskraftur eða 1/2-1 teningur af qrænmetiskraftl pipar sósuiafnarl 1dl brún Basmati hrísgrjón, soðin í 2 dl af vatni 2 dl linsubaunir, soðnar f 3 dl af vatnl Sjóðið hrísgrjónin og linsubaunirnar í um það bil 20 mínútur. Hreinsið grænmetið, skerið það í bita og sjóðið í 15-20 mínútur í 4 dl vatns. Þá er soðið sigtað frá (og geymt til að nota í sósuna) en grænmetið sett í matar- kvörn og hrært í mauk. Soðnum hrísgrjónum og linsubaunum er blandað saman við og hrært vel. Hægt er að nota aðeins hluta linsu- Villisveppirnir eru þurrkaðir og mun bragð- sterkari en þeir fersku sveppir sem við eigum að venjast. Þeir fást f Heilsuhúsinu og hægt er að velja um mismunandi tegundir. Hér er notuð blanda af kónga- og furusveppum. Leggið sveppina í bleyti í lítilli skál og látið standa yfir nótt. Hellið grænmetissoðinu í pott með þykkum botni og hitið, má ekki bullsjóða. Blandið rjómaostinum út í og látið hann leysast upp. Magnið af rjómaosti fer eftir því hve sterkt sveppabragðið á að vera, 100-200 grömm ættu að vera nærri lagi. Hellið sveppunum ásamt vatninu, sem þeir lágu í, saman við. Hrærið stöðugt í. Kryddið með grænmetiskrafti, pipar og salti ef grænmetiskrafturinn er ekki saltur. Þykkið með sósujafnaranum ef þarf. SVEPPABAKA í FORRÉTT Botrí: 200 q hveiti 100 g smiörlíki örlítið salt örlítið vatn Mælið hveitið í skál og stráið svolitlu salti yfir. Myljið kalt smjörlíkið saman við og hnoðið létt. Bætið vatni við, einni til tveimur matskeiðum í einu. Hnoðið þar til allt deigið loðir vel saman en er samt ekki klístrað. Geymið í ísskáp á meðan fyllingin er gerð. Fyllino: 200 g sveppir 1 laukur 1 Jítið zucchinj 4-5 egq 1/2 dós sýrður rjómi 150 g ostur salt oq pipar Skerið laukinn smátt og glærið hann á pönnu. Takið hann af og steikið sveppina. Kryddið þá aðeins með salti og svörtum pipar. Skerið hýðið af litlu zucchini og brytjið það í teninga. Setjið laukinn og zucchiniteningana á pönn- una og látið malla við vægan hita í nokkrar mfnútur. Sláið saman í skál eggin og sýrðan rjóma. Blandið rifnum osti saman við. Fletjið út deigið og leggið það í ofnfast, kringlótt mót (þvermál 25-27 cm). Hafið deigið vel upp með hliðunum og setjið grænmetið af pönn- unni á botninn. Hellið eggjablöndunni yfir og jafnið henni út. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 20-30 mínútur eða þar til bakan hefur fengið á sig gullbrúnan lit. Salat: 1/2 lítið iceberq-salathöfuð lollo rosso salat rauð paprika furuhnetur Salatsósa: græn ólffuolfa ítalskt kryddedik (Balsamico) dijon sinnep salt oq pipar furuhnetur Lollo rosso er, eins og nafnið bendir til, rauð- leitt salat og það er með beisku bragði. Notið eins mikið eða lítið af því og gott þykir. Skolið af salatinu, skerið það í strimla og leggið í salatskál. Sneiðið eina litla rauða papriku í mjög þunna strimla og blandið saman við. Að endingu er gott að léttrista furuhneturnar á þurri pönnu og strá þeim yfir. I salatsósuna er blandað saman tveimur hlutum olíu og einum hluta kryddediks. Balsa- mico kryddedik er ítalskt vínedik og fæst í Heilsuhúsinu. Það er alveg einstaklega bragðgott og er vel þess virði að eiga við hátíðleg tækifæri. Setjið örlítið sinnep út í ásamt salti og svörtum pipar. Hristið allt vel saman og berið fram með salatinu. □ 84 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.