Vikan


Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 88

Vikan - 02.12.1993, Blaðsíða 88
FARIÐ Á „IULEFROKOST" sem klúbburinn sé í nokkurs konar samkeppni við sjálfan sig með því að hvetja til heimamatreiðslu en veita af- slátt á veitingahúsum segir Andri Þór að svo sé alls ekki. „Fólk fer gjarnan út að borða til þess að víkka sjóndeildar- hringinn. Einnig eru fjöl- margir sælkerar í klúbbn- um sem hafa gaman af því að skoða hvað aðrir eru að gera. Þannig er fyrirkomu- lag af þessu tagi allra hagur. Samhliða af- slættinum fer fram gæðakönnun á veit- ingahúsunum. Þá skila gestirnir sér- stökum eyðublöðum til okkar með um- sögnum um matinn, þjónustuna og þar fram eftir götunum. Við komum þeim upplýsingum síðan til viðkomandi veit- ingamanna. Þess má einnig geta að klúbbfélagar fá afslátt af eld- húsáhöldum hjá allmörgum fyrir- tækjum og margt fleira mætti nefna,“ segir Andri Þór. TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: JGR O.FL. MATAR- OG VÍNKLÚBBUR AB: BÓKASAFN SÆLKERANS Andri Þór Guömunds- son, mark- aösstjóri hjá Almenna bóka- félaginu, meö afrakstur Matar- og vínklúbbs AB síöan í apríl. Fjölmargt er á döfinni. Lífið er ekki bara saltfiskur. Það er líka sósur. Og pönnukökur og eggjakök- ur, spænskir smáréttir, sal- atsósur og kryddlegir, thai- lenskur matur, mexíkóskir rétt- ir, pastaréttir og siðast en ekki síst á þessum tíma árs; smákökur. Lífið er sem sagt: Fyrir sælkera. Framangreind upptalning felur í sér nöfnin á matreiðslu- bókum sem klúbbfélagar í Mat- ar- og vínklúbbi AB eru á- skrifendur að. Þar eru tilgreind- ir titlar bókanna - raunar allt nema saltfiskurinn. Meðal þess sem væntanlegt er á komandi ári má nefna pitsur og ítölsk brauð, kjúklinga og súpur. Klúbburinn hefur verið starf- ræktur síðan í apríl og að sögn Andra Þórs Guðmundssonar, markaðsstjóra Almenna bóka- félagsins, hafa viðtökur farið fram úr björtustu vonum. Fé- lagar eru nú um 4500 talsins. VÍÐARI SJÓNDEILD Mjög er vandað til útgáfunnar en í hverjum mánuði fá klúbb- félagar senda innbundna mat- reiðslubók upp á 100-120 síð- ur með hundrað uppskriftum. „Fólkið í Matar- og vínklúbbi Almenna bókafélagsins er upp til hópa sælkerar, fólk sem hefur gaman af nýjungum í matargerð og er tilbúið að hafa dálítið fyrir henni," segir Andri Þór í samtali við blaða- mann Vikunnar. „Fyrir bragðið er nokkru meira til kostað hjá okkur en sumum öðrum klúbbum. Til dæmis kostar mánaðaráskrift hér 1290 krón- ur. Á móti kemur að meðal fríðinda fyrir klúbbfélaga er af- sláttarkort á átján veitingahús- um og þeim fer sífjölgandi. Veitingahúsin bjóða fimmtán prósent afslátt af heildarreikn- ingi og sem dæmi má nefna að ef reikningurinn er 15.000 krónur fyrir hjón, sem ekki er fjarri lagi, þá er afslátturinn 2250 krónur. Þar með hefur nær tvöföld mánaðaráskrift skilað sér í einni lotu.“ Þrátt fyrir að svo virðist í hverjum mánuði fylgir frétta- ritið Sælkerinn sendingu AB til klúbbfélaga og þess má geta að framundan er hátíðarútgáfa af ritinu. Þá gefst klúbbfélög- um og öllu öðru áhugafólki um sælkeramatreiðslu kostur á að taka þátt í uppskriftasam- keppni. Sigurður L. Hall ritstýrir Sælkeranum en hann er einnig fararstjóri f sælkeraferð- um klúbbsins. Til dæmis verð- ur farið til Danmerkur á „Julefrokost" dagana 9.-12. desember. Ýmis námskeið hafa verið haldin víða um land á vegum klúbbsins, meðal annars í kökuskreytingum og Sigurður hefur staðið fyrir sæl- kerakvöldum víðs vegar. Þeir Einar Thoroddsen og Börkur Aðalsteinsson sjá um að á- hugamenn um vín fái vitneskju á þvf sviði. Einar og Börkur gefa einnig góð ráð varðandi allt sem vínunum tilheyrir, svo sem glös, flöskur og annað þess háttar. Af framangreindu má sjá að aðall þessa klúbbs er matur- inn. Hann er númer eitt, tvö og þrjú. Sfðan er komið að matseldinni. Andri Þór segir undir lok spjalls okkar að hér sé um að ræða mjög hag- 88 VIKAN 24. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.