Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 20

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 20
ÁFENGISBÖL ■ „Hann hefur f raun enga lífslöngun. Það er óþægi- legt að lóta hin börnin verða vitni að Ifferni af þessu tagi því að þetta er svo óeðlilegt, óheilbrigt. Þau mega aldrei lóta flögra að sér að svona eigi þetta að vera." inni um haustið og fór síðan að vinna. Þetta horfði mjög vel og allt lék í lyndi, bæði í skólanum og heima. Hann var með stúlku, sem hafði mjög góð áhrif á hann, en svo gerðist það að hún sagði honum upp, þau hættu að vera saman skömmu fyrir jól og hann datt í það. Allt var að komast í eðlilegt horf á heimilinu og fjöl- skyldumeðlimir að verða öruggir og hamingjusamir á ný.“ HEFUR ENGA LÍFSLÖNGUN „Að mínu viti hefur Gísli ekki sama þroska og raunveruleika- skyn og venjulegir unglingar á hans aldri, hann er búinn að vera það lengi í víni. Ég held að hann hafi misst mjög mikið úr. Áhuga- málin eru til dæmis engin lengur. Heilbrigðir unglingar eru að gera einhverja hluti, þeir eru að hugsa um eitthvað alla tíð og gera hlut- ina í sameiningu. Þennan þroska vantar Gísla algjörlega. Hann hefur hvorki áhuga á einu né neinu. Það eina sem kemst að hjá honum er að detta í það við fyrsta tækifæri - og svona hefur hann í raun hugsað síðan um fermingu. Hann hefur ekki áhuga á neinu. Þegar hann er kominn út í brennivínið verður honum sama um allt. Hann sefur mikið þegar hann er heima og ef hann gerir eitthvað þá er það að horfa á vídeó. Það fullnægir honum ágætlega að liggja yfir því og sofa þess á milli. Gísli var lifandi strákur og hrókur alls fagnaðar. Hann var á kafi í íþróttum en hætti því 12-13 ára. Þessir kostir eru farnir veg allrar veraldar. Hann vinnur þá ekki upp aftur fyrr heldur en hann er ákveðinn í að hætta að drekka og fer að vinna með sjálfan sig í samræmi við það. Hann hefur í raun enga lífs- löngun. Það er óþægilegt að láta hin börnin verða vitni að líferni af þessu tagi því að þetta er svo óeðlilegt, óheilbrigt. Þau mega aldrei láta flögra að sér að svona eigi þetta að vera.“ EKKI BÍÐA OF LENGI - Hvernig eiga foreidrar að bregðast við þegar börn þeirra koma mjög drukkin heim og að þeim hvarflar að ekki sé allt með felldu? „Fyrsta boðorðið er að fólk má ekki bíða of lengi með að leita aðstoðar. Ef ég hefði vitað þá, þegar sonur minn var 14 ára, það sem ég veit núna, mundi ég byrja á því að hafa samband við Ungl- ingaheimili ríkisins, sem rekur Tinda, og fá að tala við ráðgjafa sem síðan talaði við barnið. Þeir skynja um leið hvort hætta er á ferðum eða ekki. Maður má hvorki fela vandann né bíða með að leita lausnar á honum því að í þessari stöðu getur hann ekki nema versnað sé ekkert að gert. Mér hafa alltaf þótt unglingar mjög skemmtilegir og því hef ég sótt í félagsskap þeirra og þeir til mín. Ég hef umgengist systkina- börn mín mjög mikið og þegar Gísli var að komast á þennan aldur reyndi ég að blanda sem mestu geði við hann og kunn- ingja hans sem komu með hon- um heim. Ég útbjó fyrir hann krók niðri í kjallara þar sem hann gat haft það huggulegt með krökkun- um þegar svo bar undir. Þessar samkomur fóru aftur á móti alltaf úr böndunum vegna þess að þegar minnst varði var hann ekki lengur í standi til að leika hlutverk gestgjafans. Það var ekkert að hinum krökkunum, þeir voru alltaf svo skemmtilegir, sætir og fínir en mér var aldrei sagt hvers vegna þetta þurfti alltaf að enda með ósköpum. Það er mikill munur á því hvort unglingur skemmtir sér innan eðlilegra marka eða eins og Gísli hefur alltaf gert. Ég held að flestir unglingar eldri en 13 eða 14 ára smakki vín í dag og ég sæi það á þeim hvort þeir ættu við vanda- mál að stríða eða ekki. Það var ekkert að hjá þeim krökkum sem Gísli umgekkst, þeir hafa allir haldið áfram í skóla og staðið sig vel. Maður sér það til dæmis mjög fljótt á klæðnaðinum hvort eitthvað er að - og útlitinu yfir- leitt. Ef þeir eiga við drykkju- vanda að stríða hætta þeir að hafa sig til. Maður gengur svo langt í að kenna öðru um en barninu sínu - maður ver það fram í rauðan dauðann. Einu sinni bannaði ég Gísla að fara út í ákveðnum jakka sem hann átti. Mér fannst jakkinn hryllílega Ijótur og sagði við Gísla að hann lenti ævinlega í vandræðum þegar hann færi út í honum. Þetta var bara eitt af haldreipum mínurn." VEFUR MANNI UM FINGUR SÉR - Hvernig er að búa með ungum alkóhólista? „Heimilislífið snýst algjörlega um þann sem er að drekka, hann stjórnar því áður en farið er að gera eitthvað í málinu. Þegar hann er í lagi verða allír svo ofsa- lega fegnir og ánægðir og um það snýst allt. Þegar kemur að því að hann vill detta í það fer hann að undirbúa fylliríið og kanna hvaða afsökun hann getur haft, hvernig hann komist út og hvort hann geti fengið peninga. Aðferð hans var að koma hlutun- um þannig fyrir að ég fengi sam- viskubit yfir einhverju sem ég átti að hafa gert á hans hlut. Þá gat hann rokið út og skellt á eftir sér hurðum. Ég bannaði honum oft að fara út vegna þess að hann hafði orðið dauðadrukkinn helg- ina áður og lögreglan jafnvel komið með hann heim. Ég sagði honum þá skoðun mína og bætti því við að hann fengi enga pen- inga hjá mér. Þá var því gjarnan svarað svo að hann hefði verið búinn að ákveða að fara með strákunum hitt eða þetta og ef ég setti honum stólinn fyrir dyrnar myndi ég eyðileggja allt - hann sem væri búinn að klæða sig og allt væri klappað að klárt. „Getur þú gert mér þetta, marnrna?" Þegar hann hafði skellt á eftir sér hurðinni kenndi ég sjálfri mér um og ásakaði mig um að vera völd að einu fylliríinu enn. Stað- reyndin er sú að hann var búinn að hugsa það nákvæmlega út hvernig hann kæmist út og á fyll- irí. Það er svo þægilegt að skilja einhvern eftir heima í sárum því að þá er fylliríið ekki alkóhólistan- um að kenna heldur þeim sem heima situr. Hann kemur svo heim undir morgun eða næsta dag og allir verða mjög ánægðir með að ekkert hafi komið fyrir hann. Síðan er allt kapp lagt á að hafa hann góðan alla vikuna - eða þangað til ballið byrjar aftur. Þá efnir hann til rifrildis við þann sem auðveldast er að eiga við - oftast eru það mæðurnar. Hann gat haft út úr mér peninga út í það óendanlega. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa svona unglingi, hann verður svo útsmoginn og sleipur. Hann vefur manni um fingur sér því að maður er svo ánægður á meðan honum líður ekki illa. Ég tel mér gjarnan trú um að ef ég gefi hon- um peninga fyrir bíó verði hann svo ánægður að hann þurfi ekki að detta í það. - En hann fer náttúrlega strax og kaupir brenni- vín fyrir bíópeningana. Það er algjör list að umgangast einstakling af þessu tagi. Stað- reyndin er sú að á heimili alkó- hólista lifa allir lífinu eins og hon- um hentar best, það er sama hvort það er unglingur, faðir eða móðir - alkinn ræður og stjórnar öllu. Þessa dagana er Gísli yndis- legur heima og bíður eftir því að komast í meðferð. Ég þekki líka góðan pilt sem er mikið í AA- samtökunum. Hann ætlar að ná í 20 VIKAN 2.TBL.1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.