Vikan


Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 23

Vikan - 05.03.1994, Blaðsíða 23
orðnu fólki. Við reynum engu að síður að brýna fyrir þeim aðrar hættur en þær að þeir geti orðið alkóhólistar, ég held að þau rök virki ekki lengur. Þegar maður kemur inn í bekk í skóla er það fyrsta sem sagt er við mann: „Ertu kominn til að banna?" Börn virðast vera vön því að alltaf sé verið að banna þeim eitthvað en við erum fyrir löngu búin að læra að slíkt dugar ekki. Unglingar eru mjög oþnir fyrir umræðu þótt maður sjái ekki endilega að þeir taki rökum. Þeir hafa hlotið falska ímynd af áfengi frá fuilorðna fólkinu. Þeir hafa meðtekið það að áfengi sé nauð- synlegt þegar farið er út að skemmta sér, þeir geti ekki farið að bera sig upp við hitt kynið fyrr en þeir séu búnir að fá sér í glas, þeim hefur skilist að áfengi og kynlíf fari saman. Börn fá miklu meiri óbeina fræðslu um dásemdir áfengis heldur en skaðsemi. Það stafar líklega af því að á bak við kostina og hvatninguna eru miklu meiri fjármunir heldur en við höfum úr að moða. Fæstum er Ijóst að áfengi veldur krabbameini á fleiri stöðum en tóbak. Slíku er ekki haldið á lofti.“ - Það er gjarnan sett sama- semmerki við templara og Áfeng- isvarnarráð. „í mörg ár hefur Áfengisvarnar- ráð verið staðsett í Templarahöll- inni og eðlilegt má telja að ráðið leiti eftir starfsfólki sem að minnsta kosti er bindindissinnað. Það þýðir lítið að vera með virkan alkóhólista sem starfsmann ráðs- ins. Eðlilegt er að sett sé sama- semmerki milli þessara tveggja aðila en það er ekki um bein tengsl að ræða.“ AÐ NÁ TÖKUM Á TILVERUNNI „Ég fór á kennaranámskeið í „Lyons Quest“ námsefninu þegar það var tekið upp hér á landi. Á íslensku er það kallað „Að ná tök- um á tilverunni". Það barst hing- að frá Bandaríkjunum fyrir 5 ár- um og Lyonshreyfingin tók það upp. Námsefnið var þýtt og stað- fært fyrir íslenskar aðstæður og foreldrasamtökin Vímulaus æska tóku þátt í útgáfunni með því að annast þann þáttinn er lýtur að foreldrum sérstaklega. Efninu fylgir foreldrabók sem samtökin önnuðust útgáfu á og afhentu síðan öllum foreldrum sem eiga börn sem hafa þetta námsefni undir höndum. Segja má að námsefnið taki á öllum þáttum lífsins, ekki bara áfengi og vímuefnum, heldur mannlegum samskiptum á breið- um grundvelli, til dæmis í skólan- um milli nemenda innbyrðis og nemenda og kennara, foreldra og barna og svo framvegis. Um þessar mundir er námsefnið kennt í öllum 7. til 10. bekkjum á höfuðborgarsvæðinu. „Lyons Quest“ er gríðarlega mikið efni og vegur heil 8 kíló, þykkur stafli af bókum. Sá hluti þess, sem nemendur fá í skólum, eru aðeins 8 kaflar af miklu fleir- um og sá síðasti fjallar um áfengi, tóbak og önnur fíkniefni. Efnið er sett þannig upp að von- ast er til að börnin hafi engan áhuga á að prófa neyslu þegar þau standa andspænis því að velja og hafna. Þau eru þá búin að læra að lifa lífinu lifandi án þess að utanaðkomandi efni eigi þar hlut að máli. Leitast er við að bægja frá trúnni á að allir verði að prufa áfengið og enginn verði fullorðinn fyrr en hann hefur dott- ið ærlega í það. Margir unglingar halda að komið sé að þessari manndómsvígslu um fermingu og í síðasta lagi þegar þeir Ijúka samræmdu prófunum, sumir telja það jafnvel vera orðið hallæris- lega seint.“ BJÓRINN JÓK DRYKKJU UNGLINGA „Oft heyri ég athugasemdir þess efnis að ekkert þýði fyrir mig að reyna að koma nemendum í 9. og 10. bekk í skilning um að óskynsamlegt sé að drekka áfengi því að þeir séu allir byrjað- ir á því. Oog því miður heyrir maður setningar eins og þessa frá sumum foreldrum: „Er ekki miklu skynsamlegra að ég kaupi eina flösku á viku eða mánuði handa honum Sigga mínum held- ur en að eiga það á hættu að hann sé að sulla ( bráðdrepandi landa sem flæðir nú um allt?“ Það hefur verið alveg óhugnan- legt magn af landa í umferð með- al unglinga. Þó að mest hafi borið á honum á Reykjavíkursvæðinu er hann ekkert síður algengur úti á landi.“ - Jókst drykkja meðal unglinga þegar bjórinn var leyfður? „Þá kemur að þætti annarra en „Staöreyndin er sú aó fíkniefnasalar, án tillitis til þess hvort þeir eru aö selja hass, amfet- amín eöa jafnvel landa, eru ekkert öóruvísi en þessir karlar úti í hinum stóra heimi og vió sjáum í bíómyndum og sjónvarpi. Stærsti vióskipta- hópurinn er ungl- ingar og ungt fólk,“ segir Jón. FRH. Á BLS. 58 2. TBl. 1994 VIKAN 23 ÁFENGISBÖL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.